Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Aron Guðmundsson skrifar 10. maí 2025 07:32 Mari Järsk er á meðal keppenda í bakgarðshlaupinu Bakgarður 101 sem hefst í Öskjuhlíð núna klukkan níu Vísir/Sigurjón Hlaupadrottningin Mari Järsk ætlar að kanna þolmörk líkama síns enn og aftur í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð sem hefst núna klukkan níu. Hún verður þó einnig með annan hatt á meðan á hlaupinu stendur. Mari er líklegast þekktasta andlit bakgarðshlaupa senunnar hér á landi, þessi orkubolti leggur ávallt allt í sölurnar og hún verður á meðal þeirra um tvö hundruð hlaupara sem hefja Bakgarð 101 í Öskjuhlíðinni klukkan níu. „Ég er búin að vera ógeðslega góð. Ég tek þessa ákvörðun með mjög stuttum fyrirvara og hef því ekkert fengið að stilla mig inn á stressið og undirbúningurinn hefur verið lítill. Það er rosa þægilegt,“ segir Mari í samtali við íþróttadeild. Mari hljóp 50 hringi í bakgarðshlaupinu í Elliðaárdal í október í fyrra og þá með rifinn liðþófa en hver er staðan á henni núna? „Staðan er örugglega verri en hún var þar sem ég hef ekki gert neitt í mínum málum. Ég og maðurinn minn erum búin að vera reyna eignast barn síðasta hálfa árið og það átti bara að vera planið þangað til það myndi gerast. Undirbúningurinn hjá mér fyrir þetta hlaup er lítill sem enginn þannig séð. Ég keyrði aðeins á þetta núna síðasta mánuðinn fyrir hlaup og það hjálpar meiðslunum ekkert en andlega er ég fáránlega vel stödd og ætla bara að níðast á þessum líkama og sjá einu sinni enn hvað hann getur.“ Mari hefur ekki sett sér markmið fyrir komandi hlaup en hún á ekki von á því að núverandi Íslandsmet, sem stendur í 62 hringum og var sett af Þorleifi Þorleifssyni í fyrra, verði slegið. Algjör draumur að gera þetta Hlaupið er sérstakt fyrir Mari því hún er ekki aðeins einn af keppendum þess, heldur líka þjálfari. Því í þjálfun hefur hún fundið ástríðu sinni farveg. „Ég hef alltaf verið hrædd við höfnun og efast um að einhver myndi mæta á æfingar en svo hefur þetta gengið svo ógeðslega vel. Ekkert út frá einhverri brjálæðislegri mætingu heldur er bara einhver ótrúlega fallegur kjarni sem vill bara ná árangri og það er held ég svo ógeðslega fallegt. Ég er frekar harðkjarna þjálfari, ekki svona mússímús þjálfari, og þetta er bara svo sturlað. Það eru örugglega svona fimmtán stelpur sem voru að redda sér miða í bakgarðshlaupið á síðustu stundu og ætla að vera með. Það sýnir mér allt sem segja þarf. Þær eru bara komnar til að vera og það er svo fallegt. Ég bjóst ekki við að mér myndi einu sinni finnast þetta gaman en ég er á þeim stað núna að vilja bráðum bara vinna að fullu við þetta því það er algjör draumur að gera þetta.“ Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Bakgarðshlauparinn Kristinn Gunnar Kristinsson segist fyrst og fremst keppa fyrir sjálfan sig. Garpur Ingason Elísabetarson tók hús á Kristni og kannaði stöðuna á honum fyrir Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð um helgina. 9. maí 2025 14:15 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Mari er líklegast þekktasta andlit bakgarðshlaupa senunnar hér á landi, þessi orkubolti leggur ávallt allt í sölurnar og hún verður á meðal þeirra um tvö hundruð hlaupara sem hefja Bakgarð 101 í Öskjuhlíðinni klukkan níu. „Ég er búin að vera ógeðslega góð. Ég tek þessa ákvörðun með mjög stuttum fyrirvara og hef því ekkert fengið að stilla mig inn á stressið og undirbúningurinn hefur verið lítill. Það er rosa þægilegt,“ segir Mari í samtali við íþróttadeild. Mari hljóp 50 hringi í bakgarðshlaupinu í Elliðaárdal í október í fyrra og þá með rifinn liðþófa en hver er staðan á henni núna? „Staðan er örugglega verri en hún var þar sem ég hef ekki gert neitt í mínum málum. Ég og maðurinn minn erum búin að vera reyna eignast barn síðasta hálfa árið og það átti bara að vera planið þangað til það myndi gerast. Undirbúningurinn hjá mér fyrir þetta hlaup er lítill sem enginn þannig séð. Ég keyrði aðeins á þetta núna síðasta mánuðinn fyrir hlaup og það hjálpar meiðslunum ekkert en andlega er ég fáránlega vel stödd og ætla bara að níðast á þessum líkama og sjá einu sinni enn hvað hann getur.“ Mari hefur ekki sett sér markmið fyrir komandi hlaup en hún á ekki von á því að núverandi Íslandsmet, sem stendur í 62 hringum og var sett af Þorleifi Þorleifssyni í fyrra, verði slegið. Algjör draumur að gera þetta Hlaupið er sérstakt fyrir Mari því hún er ekki aðeins einn af keppendum þess, heldur líka þjálfari. Því í þjálfun hefur hún fundið ástríðu sinni farveg. „Ég hef alltaf verið hrædd við höfnun og efast um að einhver myndi mæta á æfingar en svo hefur þetta gengið svo ógeðslega vel. Ekkert út frá einhverri brjálæðislegri mætingu heldur er bara einhver ótrúlega fallegur kjarni sem vill bara ná árangri og það er held ég svo ógeðslega fallegt. Ég er frekar harðkjarna þjálfari, ekki svona mússímús þjálfari, og þetta er bara svo sturlað. Það eru örugglega svona fimmtán stelpur sem voru að redda sér miða í bakgarðshlaupið á síðustu stundu og ætla að vera með. Það sýnir mér allt sem segja þarf. Þær eru bara komnar til að vera og það er svo fallegt. Ég bjóst ekki við að mér myndi einu sinni finnast þetta gaman en ég er á þeim stað núna að vilja bráðum bara vinna að fullu við þetta því það er algjör draumur að gera þetta.“
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Bakgarðshlauparinn Kristinn Gunnar Kristinsson segist fyrst og fremst keppa fyrir sjálfan sig. Garpur Ingason Elísabetarson tók hús á Kristni og kannaði stöðuna á honum fyrir Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð um helgina. 9. maí 2025 14:15 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
„Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Bakgarðshlauparinn Kristinn Gunnar Kristinsson segist fyrst og fremst keppa fyrir sjálfan sig. Garpur Ingason Elísabetarson tók hús á Kristni og kannaði stöðuna á honum fyrir Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð um helgina. 9. maí 2025 14:15