Þrjú hundruð þúsund klukkustundir af sjálfboðavinnu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. maí 2025 12:22 Einn af nýjustu björgunarbílum landsins, bíll frá Björgunarfélagi Árborgar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgunarsveitir landsins lögðu til um þrjú hundruð þúsund klukkustundir á síðasta ári í sjálfboðavinnu í sveitum landsins, sem samsvarar um 625 ársstörfum. Þetta kom meðal annars fram í setningarræðu formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar á landsþingi, sem fer fram á Selfossi um helgina. 14. Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var formlega sett í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi í gær að viðstöddum dómsmálaráðherra og fleiri góði gestum. Um 400 björgunarsveitarmenn af öllu landinu sækja þingið, sem lýkur með árshátíð í kvöld. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir er formaður Landsbjargar. „Okkar stærsta fjáröflunarverkefni er í fullum gangi núna þar sem við erum að safna fyrir nýjum björgunarskipum hringinn í kringum landið, það er svona stór verkefni, sem er gangi. Svo er að fara í gang núna átak, sem snýr að öryggismálum smábátasjómanna, þannig að það er fullt í gangi og alltaf eitthvað að gerst hjá okkur,” segir Borghildur Fjóla. Borghildur Fjóla, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið eruð að gera ótrúlega góða hluti, ertu ekki sammála því? “Jú, ég leyfi mér að segja það. Við erum með útkallsfélaga, sem að eru ávallt viðbúnir þegar á þarf að halda. Það er okkar hjarta sem liggur þar, að þjóna samborgurunum þegar á þarf að halda.” Og eitt af atriðum dagsins í dag eru björgunarleikar, sem félagar í Björgunarfélagi Árborgar hafa skipulagt en þá leysir björgunarsveitarfólkið allskonar þrautir, sem allir hafa gaman af. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra með Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg en þau fluttu bæði ávörp við setningu þingsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta í lokin úr setningarræðu formannsins í gær, sem eru mjög athyglisverðar upplýsingar þegar tölur eru annars vegar. „Sjálfboðaliðar okkar lögðu til um 34 þúsund klukkustundir til að sinna útköllum á síðastliðnu ári. Á bak við hverja klukkustund út útkalli liggja ríflega 8 klukkustundir í viðhaldi búnaðar, námskeiðum, æfingum og félagsstarfi. Varlega áætlað er því framlag Slysavarnafélagsins landsbjargar um 300 þúsund klukkustundir á árinu eða um 625 ársstörf,“ sagði Borghildur Fjóla. Nokkrar viðurkenningar voru veittar við setningu þingsins en eina þeirra fékk Friðfinnur Freyr Guðmundsson, en hann fékk heiðursskjöld Landsbjargar, sem er æðsta viðurkenning félagsins fyrir vel unnin störf í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Við setningu þingsins var Hilmar Snorrason, sem leiddi Slysavarnaskóla sjómanna í yfir 30 ár heiðraður fyrir ævistarf sitt. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður félagsins afhenti Hilmari hluta úr stýri Sæbjargar, skólaskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem sett hefur verið á kopar platta og með fylgir skjal þar sem segir: „Hér er hluti af stýri Sæbjargar, skólaskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þar stóð í brúnni og stýrði öryggismálum sjófarenda, Hilmar Snorrason. Fáir hafa haft jafn mikil áhrif í þá veru að fækka alvarlegum slysum og banaslysum á sjó og Hilmar. Það er ævistarf sem vert er að þakka fyrir. Traustum höndum hefur þú haldið um stjórnvölinn á slysavörnum sjófarenda í rúma þrjá áratugi og þannig stýrt þúsundum sjófarenda heilum í höfn. Hafðu heila þökk fyrir.“ Þingheimur reis allur úr sætum sínum og heiðraði Hilmar þegar hann tók við viðurkenningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgunarsveitir Félagasamtök Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
14. Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var formlega sett í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi í gær að viðstöddum dómsmálaráðherra og fleiri góði gestum. Um 400 björgunarsveitarmenn af öllu landinu sækja þingið, sem lýkur með árshátíð í kvöld. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir er formaður Landsbjargar. „Okkar stærsta fjáröflunarverkefni er í fullum gangi núna þar sem við erum að safna fyrir nýjum björgunarskipum hringinn í kringum landið, það er svona stór verkefni, sem er gangi. Svo er að fara í gang núna átak, sem snýr að öryggismálum smábátasjómanna, þannig að það er fullt í gangi og alltaf eitthvað að gerst hjá okkur,” segir Borghildur Fjóla. Borghildur Fjóla, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið eruð að gera ótrúlega góða hluti, ertu ekki sammála því? “Jú, ég leyfi mér að segja það. Við erum með útkallsfélaga, sem að eru ávallt viðbúnir þegar á þarf að halda. Það er okkar hjarta sem liggur þar, að þjóna samborgurunum þegar á þarf að halda.” Og eitt af atriðum dagsins í dag eru björgunarleikar, sem félagar í Björgunarfélagi Árborgar hafa skipulagt en þá leysir björgunarsveitarfólkið allskonar þrautir, sem allir hafa gaman af. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra með Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg en þau fluttu bæði ávörp við setningu þingsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta í lokin úr setningarræðu formannsins í gær, sem eru mjög athyglisverðar upplýsingar þegar tölur eru annars vegar. „Sjálfboðaliðar okkar lögðu til um 34 þúsund klukkustundir til að sinna útköllum á síðastliðnu ári. Á bak við hverja klukkustund út útkalli liggja ríflega 8 klukkustundir í viðhaldi búnaðar, námskeiðum, æfingum og félagsstarfi. Varlega áætlað er því framlag Slysavarnafélagsins landsbjargar um 300 þúsund klukkustundir á árinu eða um 625 ársstörf,“ sagði Borghildur Fjóla. Nokkrar viðurkenningar voru veittar við setningu þingsins en eina þeirra fékk Friðfinnur Freyr Guðmundsson, en hann fékk heiðursskjöld Landsbjargar, sem er æðsta viðurkenning félagsins fyrir vel unnin störf í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Við setningu þingsins var Hilmar Snorrason, sem leiddi Slysavarnaskóla sjómanna í yfir 30 ár heiðraður fyrir ævistarf sitt. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður félagsins afhenti Hilmari hluta úr stýri Sæbjargar, skólaskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem sett hefur verið á kopar platta og með fylgir skjal þar sem segir: „Hér er hluti af stýri Sæbjargar, skólaskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þar stóð í brúnni og stýrði öryggismálum sjófarenda, Hilmar Snorrason. Fáir hafa haft jafn mikil áhrif í þá veru að fækka alvarlegum slysum og banaslysum á sjó og Hilmar. Það er ævistarf sem vert er að þakka fyrir. Traustum höndum hefur þú haldið um stjórnvölinn á slysavörnum sjófarenda í rúma þrjá áratugi og þannig stýrt þúsundum sjófarenda heilum í höfn. Hafðu heila þökk fyrir.“ Þingheimur reis allur úr sætum sínum og heiðraði Hilmar þegar hann tók við viðurkenningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Björgunarsveitir Félagasamtök Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira