Leikstjórinn James Foley er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. maí 2025 09:18 James Foley leikstýrði þrettán kvikmyndum í fullri lengd á sínum tæplega fjörutíu ára ferli. Getty Leikstjórinn James Foley, sem er þekktastur fyrir leikstjórn tveggja mynda úr Fifty Shades of Grey-seríunni, er látinn 71 árs að aldri eftir baráttu við krabbamein í heila. Talsmaður Foley greindi Hollywood Reporter frá því að leikstjórinn hefði dáið „friðsællega í svefni fyrr í vikunni“ á heimili sínu í Los Angeles eftir langa baráttu við krabbamein í heila. Foley fæddist 28. desember 1953 í New York og lærði kvikmyndagerð við USC í Los Angeles. Á síðasta ári hans í kvikmyndaskólanum varð hann svo heppinn að kynnast leikstjóranum Hal Ashby, sem var þá nýbúinn að gera Harold and Maude, sem heillaðist af stúdentsmynd Foley og réði hann. Framleiðslufyrirtæki Ashby fór á hausinn en það kom þó ekki í veg fyrir að Foley gæti leikstýrt fyrstu mynd sinni, rómantísku dramamyndinni Reckless (1984) með Aidan Quinn og Daryl Hannah. Madonna, spilaborg og fimmtíu skuggar Skömmu eftir það kynntist Foley tónlistarkonunni Madonnu og leikstýrði tónlistarmyndböndunum „Live to Tell“, „Papa Don't Preach“ og „True Blue“ undir dulnefninu Peter Percher. Foley leikstýrði Madonnu svo aftur í grínmyndinni Who's That Girl (1987) sem floppaði algjörlega. Foley var afkastamikill á tíunda áratugnum og leikstýrði sex myndum, þar á meðal Glengarry Glen Ross (1992) mað Al Pacino og Alec Baldwin, spennutryllinum Fear (1996) með ungum Mark Wahlberg og Reese Witherspoon og svo The Chamber (1996) með Gene Hackman. Foley vann einnig aðeins í sjónvarpi, leikstýrði einum þætti af Twin Peaks (1991), einum þætti af Hannibal (2013) og heilum tólf þáttum af House of Cards (2013-15). Síðustu leikstjórnarverkefni Foley á ferlinum voru svo erótísku framhaldsmyndirnar Fifty Shades Darker (2017) og Fifty Shades Freed (2018) sem byggðu á samnefdnum bókum eftir E.L. James. Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Talsmaður Foley greindi Hollywood Reporter frá því að leikstjórinn hefði dáið „friðsællega í svefni fyrr í vikunni“ á heimili sínu í Los Angeles eftir langa baráttu við krabbamein í heila. Foley fæddist 28. desember 1953 í New York og lærði kvikmyndagerð við USC í Los Angeles. Á síðasta ári hans í kvikmyndaskólanum varð hann svo heppinn að kynnast leikstjóranum Hal Ashby, sem var þá nýbúinn að gera Harold and Maude, sem heillaðist af stúdentsmynd Foley og réði hann. Framleiðslufyrirtæki Ashby fór á hausinn en það kom þó ekki í veg fyrir að Foley gæti leikstýrt fyrstu mynd sinni, rómantísku dramamyndinni Reckless (1984) með Aidan Quinn og Daryl Hannah. Madonna, spilaborg og fimmtíu skuggar Skömmu eftir það kynntist Foley tónlistarkonunni Madonnu og leikstýrði tónlistarmyndböndunum „Live to Tell“, „Papa Don't Preach“ og „True Blue“ undir dulnefninu Peter Percher. Foley leikstýrði Madonnu svo aftur í grínmyndinni Who's That Girl (1987) sem floppaði algjörlega. Foley var afkastamikill á tíunda áratugnum og leikstýrði sex myndum, þar á meðal Glengarry Glen Ross (1992) mað Al Pacino og Alec Baldwin, spennutryllinum Fear (1996) með ungum Mark Wahlberg og Reese Witherspoon og svo The Chamber (1996) með Gene Hackman. Foley vann einnig aðeins í sjónvarpi, leikstýrði einum þætti af Twin Peaks (1991), einum þætti af Hannibal (2013) og heilum tólf þáttum af House of Cards (2013-15). Síðustu leikstjórnarverkefni Foley á ferlinum voru svo erótísku framhaldsmyndirnar Fifty Shades Darker (2017) og Fifty Shades Freed (2018) sem byggðu á samnefdnum bókum eftir E.L. James.
Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira