Leikstjórinn James Foley er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. maí 2025 09:18 James Foley leikstýrði þrettán kvikmyndum í fullri lengd á sínum tæplega fjörutíu ára ferli. Getty Leikstjórinn James Foley, sem er þekktastur fyrir leikstjórn tveggja mynda úr Fifty Shades of Grey-seríunni, er látinn 71 árs að aldri eftir baráttu við krabbamein í heila. Talsmaður Foley greindi Hollywood Reporter frá því að leikstjórinn hefði dáið „friðsællega í svefni fyrr í vikunni“ á heimili sínu í Los Angeles eftir langa baráttu við krabbamein í heila. Foley fæddist 28. desember 1953 í New York og lærði kvikmyndagerð við USC í Los Angeles. Á síðasta ári hans í kvikmyndaskólanum varð hann svo heppinn að kynnast leikstjóranum Hal Ashby, sem var þá nýbúinn að gera Harold and Maude, sem heillaðist af stúdentsmynd Foley og réði hann. Framleiðslufyrirtæki Ashby fór á hausinn en það kom þó ekki í veg fyrir að Foley gæti leikstýrt fyrstu mynd sinni, rómantísku dramamyndinni Reckless (1984) með Aidan Quinn og Daryl Hannah. Madonna, spilaborg og fimmtíu skuggar Skömmu eftir það kynntist Foley tónlistarkonunni Madonnu og leikstýrði tónlistarmyndböndunum „Live to Tell“, „Papa Don't Preach“ og „True Blue“ undir dulnefninu Peter Percher. Foley leikstýrði Madonnu svo aftur í grínmyndinni Who's That Girl (1987) sem floppaði algjörlega. Foley var afkastamikill á tíunda áratugnum og leikstýrði sex myndum, þar á meðal Glengarry Glen Ross (1992) mað Al Pacino og Alec Baldwin, spennutryllinum Fear (1996) með ungum Mark Wahlberg og Reese Witherspoon og svo The Chamber (1996) með Gene Hackman. Foley vann einnig aðeins í sjónvarpi, leikstýrði einum þætti af Twin Peaks (1991), einum þætti af Hannibal (2013) og heilum tólf þáttum af House of Cards (2013-15). Síðustu leikstjórnarverkefni Foley á ferlinum voru svo erótísku framhaldsmyndirnar Fifty Shades Darker (2017) og Fifty Shades Freed (2018) sem byggðu á samnefdnum bókum eftir E.L. James. Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
Talsmaður Foley greindi Hollywood Reporter frá því að leikstjórinn hefði dáið „friðsællega í svefni fyrr í vikunni“ á heimili sínu í Los Angeles eftir langa baráttu við krabbamein í heila. Foley fæddist 28. desember 1953 í New York og lærði kvikmyndagerð við USC í Los Angeles. Á síðasta ári hans í kvikmyndaskólanum varð hann svo heppinn að kynnast leikstjóranum Hal Ashby, sem var þá nýbúinn að gera Harold and Maude, sem heillaðist af stúdentsmynd Foley og réði hann. Framleiðslufyrirtæki Ashby fór á hausinn en það kom þó ekki í veg fyrir að Foley gæti leikstýrt fyrstu mynd sinni, rómantísku dramamyndinni Reckless (1984) með Aidan Quinn og Daryl Hannah. Madonna, spilaborg og fimmtíu skuggar Skömmu eftir það kynntist Foley tónlistarkonunni Madonnu og leikstýrði tónlistarmyndböndunum „Live to Tell“, „Papa Don't Preach“ og „True Blue“ undir dulnefninu Peter Percher. Foley leikstýrði Madonnu svo aftur í grínmyndinni Who's That Girl (1987) sem floppaði algjörlega. Foley var afkastamikill á tíunda áratugnum og leikstýrði sex myndum, þar á meðal Glengarry Glen Ross (1992) mað Al Pacino og Alec Baldwin, spennutryllinum Fear (1996) með ungum Mark Wahlberg og Reese Witherspoon og svo The Chamber (1996) með Gene Hackman. Foley vann einnig aðeins í sjónvarpi, leikstýrði einum þætti af Twin Peaks (1991), einum þætti af Hannibal (2013) og heilum tólf þáttum af House of Cards (2013-15). Síðustu leikstjórnarverkefni Foley á ferlinum voru svo erótísku framhaldsmyndirnar Fifty Shades Darker (2017) og Fifty Shades Freed (2018) sem byggðu á samnefdnum bókum eftir E.L. James.
Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira