Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2025 10:02 Guðrún Arnardóttir hitar upp fyrir landsleikina í lok maí og byrjun júní með nýju sjö manna móti í Portúgal. Getty/Alex Nicodim Landsliðskonurnar Guðrún Arnardóttir og Glódís Perla Viggósdóttir þurfa að rifja upp reglurnar í sjö manna fótbolta og gætu mæst á nýju boðsmóti sem haldið verður í Portúgal í þessum mánuði. Mótið verður í beinni útsendingu DAZN. Á meðan að leikmenn Bola-deildarinnar í Breiðholti fagna því eflaust að sjö manna fótbolti virðist vera að fá aukna virðingu þá hafa sumir sett spurningamerki við hið nýja mót. Ljóst er að því fylgir hins vegar ágætt verðlaunafé. Heildarverðlaunafé á mótinu er 5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 644 milljóna króna. Hvert félag fær að lágmarki 17 milljónir króna og mest er hægt að fá um 335 milljónir króna með því að vinna mótið. Átta af betri kvennaliðum Evrópu spila á mótinu en þetta eru Manchester City og Manchester United frá Englandi, PSG frá Frakklandi, Ajax frá Hollandi, Roma frá Ítalíu, Benfica frá Portúgal og svo Svíþjóðarmeistarar Rosengård, með Guðrúnu og hina 18 ára Ísabellu Söru Tryggvadóttur innanborðs, og Þýskalandsmeistarar Bayern með Glódísi sem fyrirliða. Glódís er þó að komast af stað að nýju eftir meiðsli og ekki víst að hún verði með á mótinu. Glódís Perla Viggósdóttir er nýkrýndur tvöfaldur meistari með Bayern München sem er eitt átta liða sem verða með á sjö manna mótinu í Portúgal í þessum mánuði.Getty/Ralf Ibing „Fyrst og fremst er náttúrulega bara heiður að Rosengård hafi verið boðið eitt af þessum átta sætum á mótinu,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki búin að kynna mér mjög mikið um þetta mót. Við fengum bara að vita þetta fyrir örfáum dögum síðan og það hefur verið mikið annað í gangi þannig ég hef ekki náð að skoða þetta almennilega,“ segir Guðrún en það hefur einmitt verið gagnrýnt að mótinu skuli skellt allt í einu inn á dagatalið. „Fögnum auknu fjármagni inn í kvennafótboltann“ Guðrún tekur undir að það verði viðbrigði að spila aftur sjö manna bolta sem hún gerði síðast sem barn: „Eins og þú segir hefur maður ekki spilað 7 á 7 í mörg, mörg ár og maður þarf að rifja upp hvaða reglur gilda þar. Þetta er náttúrulega svolítið skrítin tímasetning þegar kemur að sumardeildum eins og er hér í Svíþjóð þar sem þetta er inn á milli leikja á meðan öll hin liðin sem spila í vetrardeild eru búin með tímabilið sitt. En það er ágætis peningur í þessu fyrir klúbbana sem er boðið að taka þátt og við fögnum auknu fjármagni inn í kvennafótboltann,“ segir Guðrún. Keppinautar hundóánægðir með nýja mótið Tímasetning mótsins, sem fer fram dagana 21.-23. maí í Estoril í Portúgal, hefur einmitt verið gagnrýnd, að minnsta kosti af keppinautum Rosengård í Hammarby. Að „einkamót“ sé að trufla leiktíðina í Svíþjóð en Rosengård hefur þurft að biðja um tilfærslu leikja vegna mótsins. „Við ræddum um þetta í dag og allir eru sammála. Þetta er fáránlegt,“ sagði Adrian von Heijne, yfirmaður knattspyrnumála hjá Hammarby, við Aftonbladet. „Okkur finnst að mótin sem að sænsk lið eigi að taka þátt í verði að vera skipulögð af sænska knattspyrnusambandinu eða UEFA. Þá vitum við um þau fyrir fram. Við miðum leikjadagskrána eftir því og það eru skýrar reglur um hana. Það er því verulega undarlegt að þetta geti gerst allt í einu,“ sagði Von Heijne. Hann segir það ekki áhyggjuefni að Rosengård geti með þessu móti hagnast meira en keppinautarnir í Svíþjóð en segir að verðlaunafé í kvennafótboltanum, sérstaklega í Meistaradeild Evrópu, verði að vera hærra svo að félögin finni ekki þörf fyrir að taka þátt í mótum á borð við það sem fram fer í Portúgal. Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Á meðan að leikmenn Bola-deildarinnar í Breiðholti fagna því eflaust að sjö manna fótbolti virðist vera að fá aukna virðingu þá hafa sumir sett spurningamerki við hið nýja mót. Ljóst er að því fylgir hins vegar ágætt verðlaunafé. Heildarverðlaunafé á mótinu er 5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 644 milljóna króna. Hvert félag fær að lágmarki 17 milljónir króna og mest er hægt að fá um 335 milljónir króna með því að vinna mótið. Átta af betri kvennaliðum Evrópu spila á mótinu en þetta eru Manchester City og Manchester United frá Englandi, PSG frá Frakklandi, Ajax frá Hollandi, Roma frá Ítalíu, Benfica frá Portúgal og svo Svíþjóðarmeistarar Rosengård, með Guðrúnu og hina 18 ára Ísabellu Söru Tryggvadóttur innanborðs, og Þýskalandsmeistarar Bayern með Glódísi sem fyrirliða. Glódís er þó að komast af stað að nýju eftir meiðsli og ekki víst að hún verði með á mótinu. Glódís Perla Viggósdóttir er nýkrýndur tvöfaldur meistari með Bayern München sem er eitt átta liða sem verða með á sjö manna mótinu í Portúgal í þessum mánuði.Getty/Ralf Ibing „Fyrst og fremst er náttúrulega bara heiður að Rosengård hafi verið boðið eitt af þessum átta sætum á mótinu,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki búin að kynna mér mjög mikið um þetta mót. Við fengum bara að vita þetta fyrir örfáum dögum síðan og það hefur verið mikið annað í gangi þannig ég hef ekki náð að skoða þetta almennilega,“ segir Guðrún en það hefur einmitt verið gagnrýnt að mótinu skuli skellt allt í einu inn á dagatalið. „Fögnum auknu fjármagni inn í kvennafótboltann“ Guðrún tekur undir að það verði viðbrigði að spila aftur sjö manna bolta sem hún gerði síðast sem barn: „Eins og þú segir hefur maður ekki spilað 7 á 7 í mörg, mörg ár og maður þarf að rifja upp hvaða reglur gilda þar. Þetta er náttúrulega svolítið skrítin tímasetning þegar kemur að sumardeildum eins og er hér í Svíþjóð þar sem þetta er inn á milli leikja á meðan öll hin liðin sem spila í vetrardeild eru búin með tímabilið sitt. En það er ágætis peningur í þessu fyrir klúbbana sem er boðið að taka þátt og við fögnum auknu fjármagni inn í kvennafótboltann,“ segir Guðrún. Keppinautar hundóánægðir með nýja mótið Tímasetning mótsins, sem fer fram dagana 21.-23. maí í Estoril í Portúgal, hefur einmitt verið gagnrýnd, að minnsta kosti af keppinautum Rosengård í Hammarby. Að „einkamót“ sé að trufla leiktíðina í Svíþjóð en Rosengård hefur þurft að biðja um tilfærslu leikja vegna mótsins. „Við ræddum um þetta í dag og allir eru sammála. Þetta er fáránlegt,“ sagði Adrian von Heijne, yfirmaður knattspyrnumála hjá Hammarby, við Aftonbladet. „Okkur finnst að mótin sem að sænsk lið eigi að taka þátt í verði að vera skipulögð af sænska knattspyrnusambandinu eða UEFA. Þá vitum við um þau fyrir fram. Við miðum leikjadagskrána eftir því og það eru skýrar reglur um hana. Það er því verulega undarlegt að þetta geti gerst allt í einu,“ sagði Von Heijne. Hann segir það ekki áhyggjuefni að Rosengård geti með þessu móti hagnast meira en keppinautarnir í Svíþjóð en segir að verðlaunafé í kvennafótboltanum, sérstaklega í Meistaradeild Evrópu, verði að vera hærra svo að félögin finni ekki þörf fyrir að taka þátt í mótum á borð við það sem fram fer í Portúgal.
Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira