Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. maí 2025 19:01 Arnór og Andrea voru afar glæsileg þegar þau mættu á konunglegan galakvöldverð í sænsku konungshöllinni í gærkvöldi. Hjónin Andrea Röfn Jónasdóttir, viðskiptafræðingur og skóhönnuður, og knattspyrnumaðurinn Arnór Ingvi Traustason voru meðal heiðursgesta á hátíðarkvöldverði í sænsku konungshöllinni í gærkvöldi. Kvöldverðurinn var haldinn í tilefni af þriggja daga ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og eiginmanns hennar, Björns Skúlasonar, til Svíþjóðar. „Mikill heiður að fá boð í konunglegan galakvöldverð í sænsku konungshöllinni í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til Svíþjóðar,“ skrifaði Andrea og deildi mynd af þeim hjónum frá viðburðinum á Instagram-síðu sinni. Arnór Ingvi og Andrea voru glæsileg til fara. Hann klæddist klassískum svörtum kjólfötum og hvítri skyrtu, en Andrea mætti í ljósum satínkjól sem hún paraði við perlulitaða fylgihluti og hælaskó í stíl. View this post on Instagram A post shared by Andrea Röfn (@andrearofn) Arnór Ingvi og Andrea eru búsett í Svíþjóð þar sem Arnór leikur með sænska úrvalsdeildarliðinu IFK Norrköping. Hjónin eiga saman tvö börn, stúlku og dreng. Stjörnum prýddur gestalisti Fyrsta degi heimsóknarinnar lauk með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni þar sem sænsku konungshjónin, Karl XVI Gústaf konungur og Silvía drottning, tóku á móti 149 gestum. Á vef sænska tímaritsins Svensk Damtidning má sjá gestalista kvöldsins. Halla Tómasdóttir ásamt Karli XVI. Gústaf konungi.Ljósmynd/ Clément Morin Meðal gesta var bæði áhrifafólk úr viðskiptalífinu og fólk með sérstök tengsl við Ísland. Þar má nefna kvikmyndaleikarann Sverri Guðnason, Huldu Hallgrímsdóttur frá Reykjavik Science City, Jóhann Guðbjargarson frá PLAIO, Sæmund Oddsson frá Sidekick Health, Andra Heiðar Kristinsson hjá Frumtak Ventures, Hildi Einarsdóttur frá Advania, Andra Guðmundsson frá VAXA, Robert Wessman frá Alvotech, Hrönn Greipsdóttur frá Kríu og Örnu Harðardóttur frá Helix. Þá voru tveir fulltrúar íslensks íþróttalífs, Arnór Ingvi Traustason knattspyrnumaður og Sunna Björgvinsdóttir, íshokkíkona. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra tóku einnig þátt í dagskrá heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd og fulltrúum viðskipta- og menningarlífs. Þorgerður Katrín og Prins Carl Philip.Ljósmynd/ Clément Morin Fjögurra rétta hátíðarseðill með vorþema Gestum var boðið upp á fjögurra rétta kvöldverð í sannkölluðu vorþema. Réttirnir voru bornir fram á fallegt postulín sem á sér merkilega sögu. Þar má nefna stell frá 50 ára krýningarafmæli konungs og nærri 200 ára gamla diska. Glösin fengu konungshjónin í brúðkaupsgjöf. Og ekki má gleyma dúknum, sem er talinn sá fallegasti sem er í eigu konungsfjölskyldunnar. Í forrétt var boðið upp á soðinn ætisþistill með sveifgrasi og osti í timían-vínagrettui. Því næst var borinn fram léttreyktur regnbogasilungur með brenninetlum, fennelfræjum og vorsprotum. Aðalrétturinn var kjúklingur frá Skáni með steiktum hvítlauk og rósmaríni. Í eftirrétt var boðið upp á rabarbara með vorblómum, brúnuðu smjörkökudeigi, kardimommum og sýrðu rjóma sorbeti. Ljósmyndir/ Clément Morin Íslendingar erlendis Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Svíþjóð Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Samkvæmislífið Tengdar fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09 Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Konungshjón Svía, Karl Gústaf XVI. konungur og Silvía Svíadrottning, tóku fyrr í dag á móti forsetahjónum Íslands, Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Birni Skúlasyni eiginmanni hennar við konungshöllina í Stokkhólmi. 6. maí 2025 10:37 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
„Mikill heiður að fá boð í konunglegan galakvöldverð í sænsku konungshöllinni í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til Svíþjóðar,“ skrifaði Andrea og deildi mynd af þeim hjónum frá viðburðinum á Instagram-síðu sinni. Arnór Ingvi og Andrea voru glæsileg til fara. Hann klæddist klassískum svörtum kjólfötum og hvítri skyrtu, en Andrea mætti í ljósum satínkjól sem hún paraði við perlulitaða fylgihluti og hælaskó í stíl. View this post on Instagram A post shared by Andrea Röfn (@andrearofn) Arnór Ingvi og Andrea eru búsett í Svíþjóð þar sem Arnór leikur með sænska úrvalsdeildarliðinu IFK Norrköping. Hjónin eiga saman tvö börn, stúlku og dreng. Stjörnum prýddur gestalisti Fyrsta degi heimsóknarinnar lauk með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni þar sem sænsku konungshjónin, Karl XVI Gústaf konungur og Silvía drottning, tóku á móti 149 gestum. Á vef sænska tímaritsins Svensk Damtidning má sjá gestalista kvöldsins. Halla Tómasdóttir ásamt Karli XVI. Gústaf konungi.Ljósmynd/ Clément Morin Meðal gesta var bæði áhrifafólk úr viðskiptalífinu og fólk með sérstök tengsl við Ísland. Þar má nefna kvikmyndaleikarann Sverri Guðnason, Huldu Hallgrímsdóttur frá Reykjavik Science City, Jóhann Guðbjargarson frá PLAIO, Sæmund Oddsson frá Sidekick Health, Andra Heiðar Kristinsson hjá Frumtak Ventures, Hildi Einarsdóttur frá Advania, Andra Guðmundsson frá VAXA, Robert Wessman frá Alvotech, Hrönn Greipsdóttur frá Kríu og Örnu Harðardóttur frá Helix. Þá voru tveir fulltrúar íslensks íþróttalífs, Arnór Ingvi Traustason knattspyrnumaður og Sunna Björgvinsdóttir, íshokkíkona. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra tóku einnig þátt í dagskrá heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd og fulltrúum viðskipta- og menningarlífs. Þorgerður Katrín og Prins Carl Philip.Ljósmynd/ Clément Morin Fjögurra rétta hátíðarseðill með vorþema Gestum var boðið upp á fjögurra rétta kvöldverð í sannkölluðu vorþema. Réttirnir voru bornir fram á fallegt postulín sem á sér merkilega sögu. Þar má nefna stell frá 50 ára krýningarafmæli konungs og nærri 200 ára gamla diska. Glösin fengu konungshjónin í brúðkaupsgjöf. Og ekki má gleyma dúknum, sem er talinn sá fallegasti sem er í eigu konungsfjölskyldunnar. Í forrétt var boðið upp á soðinn ætisþistill með sveifgrasi og osti í timían-vínagrettui. Því næst var borinn fram léttreyktur regnbogasilungur með brenninetlum, fennelfræjum og vorsprotum. Aðalrétturinn var kjúklingur frá Skáni með steiktum hvítlauk og rósmaríni. Í eftirrétt var boðið upp á rabarbara með vorblómum, brúnuðu smjörkökudeigi, kardimommum og sýrðu rjóma sorbeti. Ljósmyndir/ Clément Morin
Íslendingar erlendis Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Svíþjóð Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Samkvæmislífið Tengdar fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09 Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Konungshjón Svía, Karl Gústaf XVI. konungur og Silvía Svíadrottning, tóku fyrr í dag á móti forsetahjónum Íslands, Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Birni Skúlasyni eiginmanni hennar við konungshöllina í Stokkhólmi. 6. maí 2025 10:37 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09
Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Konungshjón Svía, Karl Gústaf XVI. konungur og Silvía Svíadrottning, tóku fyrr í dag á móti forsetahjónum Íslands, Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Birni Skúlasyni eiginmanni hennar við konungshöllina í Stokkhólmi. 6. maí 2025 10:37