Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2025 11:02 Donald Trump og Gianni Infantino fóru yfir málin á fundi verkefnastjórnar bandarísku ríkisstjórnarinnar vegna HM í fótbolta 2026. Getty/Anna Moneymaker Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að það gæti verið hvatning fyrir Rússa til að binda enda á stríðið í Úkraínu, að þeir eigi annars ekki möguleika á að spila á HM í fótbolta á næsta ári í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Rússnesk knattspyrnulið hafa verið í banni frá alþjóðlegum fótbolta, í keppnum á vegum FIFA og UEFA, frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Trump, sem sagst hefur ætla að sjá til þess að stríðinu ljúki, var ekki meðvitaður um þetta bann Rússa þegar hann sat fyrir svörum ásamt Gianni Infantino, forseta FIFA, á fyrsta fundi verkefnahóps stjórnar Trumps vegna mótsins. „Þetta vissi ég ekki. Er þetta rétt?“ spurði Trump samkvæmt frétt BBC. „Þetta er rétt,“ svaraði Infantino. „Þeir [Rússar] eru í banni frá því að spila en við vonum að eitthvað gerist og friður komist á svo að Rússar geti aftur fengið þátttökurétt,“ sagði Infantino. „Það gæti gerst. Hey, það gæti verið góð hvatning, ekki satt?“ sagði Trump og hélt áfram: „Við viljum fá þá til að hætta. Við viljum að þeir hætti. Það er verið að drepa fimm þúsund ungar manneskjur í hverri viku – það er ekki einu sinni hægt að trúa þessu.“ Trump bætti því við að Infantino væri „stjórinn“ og réði því hvort að Rússar mættu vera með á HM. Stuðningsmenn velkomnir en verða svo að fara heim JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, var einnig á fundinum og sagði Bandaríkin hlakka til að taka á móti þeim fjölmörgu gestum sem koma til með að mæta á HM. Þeir verði hins vegar að fara heim til sín eftir mótið. Varað hefur við því að strangar innflytjendareglur í Bandaríkjunum og spenna í alþjóðastjórnmálum gæti valdið vandræðum fyrir stuðningsmenn þjóðanna sem spila á HM. „Ég veit að við fáum gesti, líklega frá um hundrað löndum. Við viljum að þeir komi. Við viljum að þeir fagni. Við viljum að þeir sjái leikina. En þegar tíminn er útrunninn þá þurfa þeir að fara heim til sín,“ sagði Vance. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Rússnesk knattspyrnulið hafa verið í banni frá alþjóðlegum fótbolta, í keppnum á vegum FIFA og UEFA, frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Trump, sem sagst hefur ætla að sjá til þess að stríðinu ljúki, var ekki meðvitaður um þetta bann Rússa þegar hann sat fyrir svörum ásamt Gianni Infantino, forseta FIFA, á fyrsta fundi verkefnahóps stjórnar Trumps vegna mótsins. „Þetta vissi ég ekki. Er þetta rétt?“ spurði Trump samkvæmt frétt BBC. „Þetta er rétt,“ svaraði Infantino. „Þeir [Rússar] eru í banni frá því að spila en við vonum að eitthvað gerist og friður komist á svo að Rússar geti aftur fengið þátttökurétt,“ sagði Infantino. „Það gæti gerst. Hey, það gæti verið góð hvatning, ekki satt?“ sagði Trump og hélt áfram: „Við viljum fá þá til að hætta. Við viljum að þeir hætti. Það er verið að drepa fimm þúsund ungar manneskjur í hverri viku – það er ekki einu sinni hægt að trúa þessu.“ Trump bætti því við að Infantino væri „stjórinn“ og réði því hvort að Rússar mættu vera með á HM. Stuðningsmenn velkomnir en verða svo að fara heim JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, var einnig á fundinum og sagði Bandaríkin hlakka til að taka á móti þeim fjölmörgu gestum sem koma til með að mæta á HM. Þeir verði hins vegar að fara heim til sín eftir mótið. Varað hefur við því að strangar innflytjendareglur í Bandaríkjunum og spenna í alþjóðastjórnmálum gæti valdið vandræðum fyrir stuðningsmenn þjóðanna sem spila á HM. „Ég veit að við fáum gesti, líklega frá um hundrað löndum. Við viljum að þeir komi. Við viljum að þeir fagni. Við viljum að þeir sjái leikina. En þegar tíminn er útrunninn þá þurfa þeir að fara heim til sín,“ sagði Vance.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira