Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Stefán Árni Pálsson skrifar 7. maí 2025 10:31 Jói og Kristín njóta lífsins í Hveragerði. Jói Fel er nýtrúlofaður og ástfanginn og fluttur í Hveragerði þar sem hann er byrjaður á glænýju mjög spennandi verkefni. Jói eða Jóhannes Felixson eins og hann heitir fullu nafni er einn þekktasti bakari og kokkur landsins og hefur bæði gefið út bækur og verið með sjónvarpsþætti á Stöð 2. Nú eru hann og kærasta hans Kristín Eva Sveinsdóttir búin að kaupa sér mjög töff einbýlishús í Hveragerði þar sem Kristín Eva er orðin yfirmaður á Litla Hrauni og Jói er að vinna að netmatreiðslubókinni eldabaka.is þar sem hann bæði eldar og bakar og tekur upp video og klippir saman efnið og setur á síðuna og er netsíðan þegar farin að vekja mikinn áhuga enda allt girnilegt og gott sem Jói eldar og bakar. Vala Matt fór til Hveragerðis og heimsótti Jóa í glænýtt hús þeirra og fékk að sjá hvernig hann vinnur nýja netverkefnið. Alltaf draumurinn að búa í Hveragerði „Það er náttúran, blómin og lyktin, það er eitthvað við þetta,“ segir Jói um ástæðuna af hverju þau ákváðu að flytja til Hveragerðis. „Ég man þegar foreldrar mínir keyrðu hérna yfir á malarvegi þegar ég var lítill, mér fannst svo geggjað að keyra hérna niður kambana. Ég er búinn að hugsa um þetta síðan, síðan ég var smápolli. Þegar við fluttum hingað vorum við ekki að vinna hérna á svæðinu en við köllum þetta örlögin. Konan mín er orðin forstöðumaður á Litla Hrauni. Hún er lögreglumaður og hjúkrunarfræðingur og með meistarapróf í áfalla og krísustjórnun og hún bara datt þarna inn.“ Hann segir að seinna hafi verið auglýst eftir matreiðslumanni á hrauninu í afleysingar í sumar og hann hafi sótt um það starf. „Ég ætla fara kenna föngunum að elda, baka og mála í sumar,“ segir Jói en parið kynntist á sínum tíma í World Class það sem þau stunduðu bæði líkamsrækt af krafti. Hann segist hafa orðið ástfanginn af henni Evu þegar hann sá hana í fyrsta sinn. „Við erum ekki komin með brúðkaupsdag en ætlum að stefna á næsta ár og ætlum að undirbúa þetta alveg svakalega vel. En það verður í Vestmannaeyjum. Konan mín er fæddur og uppalinn Vestmanneyingur og ég sagði við hana, ef það verður brúðkaup þá verður það í Vestmannaeyjum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Matur Hveragerði Ástin og lífið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira
Jói eða Jóhannes Felixson eins og hann heitir fullu nafni er einn þekktasti bakari og kokkur landsins og hefur bæði gefið út bækur og verið með sjónvarpsþætti á Stöð 2. Nú eru hann og kærasta hans Kristín Eva Sveinsdóttir búin að kaupa sér mjög töff einbýlishús í Hveragerði þar sem Kristín Eva er orðin yfirmaður á Litla Hrauni og Jói er að vinna að netmatreiðslubókinni eldabaka.is þar sem hann bæði eldar og bakar og tekur upp video og klippir saman efnið og setur á síðuna og er netsíðan þegar farin að vekja mikinn áhuga enda allt girnilegt og gott sem Jói eldar og bakar. Vala Matt fór til Hveragerðis og heimsótti Jóa í glænýtt hús þeirra og fékk að sjá hvernig hann vinnur nýja netverkefnið. Alltaf draumurinn að búa í Hveragerði „Það er náttúran, blómin og lyktin, það er eitthvað við þetta,“ segir Jói um ástæðuna af hverju þau ákváðu að flytja til Hveragerðis. „Ég man þegar foreldrar mínir keyrðu hérna yfir á malarvegi þegar ég var lítill, mér fannst svo geggjað að keyra hérna niður kambana. Ég er búinn að hugsa um þetta síðan, síðan ég var smápolli. Þegar við fluttum hingað vorum við ekki að vinna hérna á svæðinu en við köllum þetta örlögin. Konan mín er orðin forstöðumaður á Litla Hrauni. Hún er lögreglumaður og hjúkrunarfræðingur og með meistarapróf í áfalla og krísustjórnun og hún bara datt þarna inn.“ Hann segir að seinna hafi verið auglýst eftir matreiðslumanni á hrauninu í afleysingar í sumar og hann hafi sótt um það starf. „Ég ætla fara kenna föngunum að elda, baka og mála í sumar,“ segir Jói en parið kynntist á sínum tíma í World Class það sem þau stunduðu bæði líkamsrækt af krafti. Hann segist hafa orðið ástfanginn af henni Evu þegar hann sá hana í fyrsta sinn. „Við erum ekki komin með brúðkaupsdag en ætlum að stefna á næsta ár og ætlum að undirbúa þetta alveg svakalega vel. En það verður í Vestmannaeyjum. Konan mín er fæddur og uppalinn Vestmanneyingur og ég sagði við hana, ef það verður brúðkaup þá verður það í Vestmannaeyjum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Matur Hveragerði Ástin og lífið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira