Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2025 07:32 Indiana Pacers fögnuðu hádramatískum endurkomusigri gegn Cleveland Cavaliers í gærkvöld. Getty/Jason Miller Indiana Pacers eru komnir í 2-0 í einvíginu við Cleveland Cavaliers sem enduðu á toppi austurdeildar NBA-deildarinnar, eftir þriggja stiga sigurkörfu Tyrese Haliburton. Golden State Warriors misstu Stephen Curry meiddan af velli í sigri á Minnesota Timberwolves. Hinn 37 ára Curry meiddist í læri í fyrri hálfleik, í 99-88 sigri Warriors í gær. Hann virtist í fyrstu ætla að reyna að halda áfram en bað svo um að fara af velli. „Við gerum klárlega ekki ráð fyrir að hann verði til taks í leik tvö en við vitum það ekki enn. Þegar um meiðsli í læri er að ræða þá er erfitt að ímynda sér að hann spili,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Warriors. Stephen Curry was diagnosed with a “hamstring strain” This is worst case scenario in a playoff series Typical timeline of healing is Grade I: 7-10 days Grade II: 3-6 weeks pic.twitter.com/fSY4ElyyaM— Dr. Evan Jeffries, DPT (@GameInjuryDoc) May 7, 2025 „Ég talaði við hann í hálfleik, hann er algjörlega niðurbrotinn. Strákarnir fylltu í skarðið og spiluðu frábæran leik en við finnum allir til með Steph. Þetta er hins vegar hluti af leiknum. Menn meiðast og við höldum áfram,“ sagði Kerr. Buddy Hield, Jimmy Butler og Draymond Green sáu um að skora stigin í fjarveru Curry og gerðu samtals 62 stig. Tuttugu stigum undir en unnu í blálokin Cleveland Cavaliers unnu deildarkeppnina austanmegin en eru komnir í erfiða stöðu eftir sigurþrist Haliburton í gær, í leik sem endaði 120-119. TYRESE HALIBURTON WINS GAME 2 FOR THE PACERS 😱🤯WHAT. A. WILD. PLAY. pic.twitter.com/rFsjZmtrBz— NBA (@NBA) May 7, 2025 Pacers voru undir í gegnum allan leikinn eða þar til í fjórða leikhluta sem þeir unnu með fimmtán stiga mun, 36-21. Cavaliers höfðu um tíma náð tuttugu stiga forskoti en það hvarf allt saman á endanum. Aaron Nesmith og Myles Turner voru stigahæstir Pacers með 23 stig hvor en Haliburton skoraði 20. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
Hinn 37 ára Curry meiddist í læri í fyrri hálfleik, í 99-88 sigri Warriors í gær. Hann virtist í fyrstu ætla að reyna að halda áfram en bað svo um að fara af velli. „Við gerum klárlega ekki ráð fyrir að hann verði til taks í leik tvö en við vitum það ekki enn. Þegar um meiðsli í læri er að ræða þá er erfitt að ímynda sér að hann spili,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Warriors. Stephen Curry was diagnosed with a “hamstring strain” This is worst case scenario in a playoff series Typical timeline of healing is Grade I: 7-10 days Grade II: 3-6 weeks pic.twitter.com/fSY4ElyyaM— Dr. Evan Jeffries, DPT (@GameInjuryDoc) May 7, 2025 „Ég talaði við hann í hálfleik, hann er algjörlega niðurbrotinn. Strákarnir fylltu í skarðið og spiluðu frábæran leik en við finnum allir til með Steph. Þetta er hins vegar hluti af leiknum. Menn meiðast og við höldum áfram,“ sagði Kerr. Buddy Hield, Jimmy Butler og Draymond Green sáu um að skora stigin í fjarveru Curry og gerðu samtals 62 stig. Tuttugu stigum undir en unnu í blálokin Cleveland Cavaliers unnu deildarkeppnina austanmegin en eru komnir í erfiða stöðu eftir sigurþrist Haliburton í gær, í leik sem endaði 120-119. TYRESE HALIBURTON WINS GAME 2 FOR THE PACERS 😱🤯WHAT. A. WILD. PLAY. pic.twitter.com/rFsjZmtrBz— NBA (@NBA) May 7, 2025 Pacers voru undir í gegnum allan leikinn eða þar til í fjórða leikhluta sem þeir unnu með fimmtán stiga mun, 36-21. Cavaliers höfðu um tíma náð tuttugu stiga forskoti en það hvarf allt saman á endanum. Aaron Nesmith og Myles Turner voru stigahæstir Pacers með 23 stig hvor en Haliburton skoraði 20.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira