„Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. maí 2025 22:46 Jóhann Þór er þjálfari Grindavíkur. Honum var heitt í hamsi eftir leik Vísir/Anton Brink Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ansi ósáttur við dómgæsluna í kvöld þegar hann mætti í viðtal við Andra Más eftir tap gegn Stjörnunni 74-70 í oddaleik. Jóhann var spurður hvar leikurinn hefði tapast en honum var efst í huga ræða Baldurs eftir síðasta leik um dómgæsluna í þeim leik. „Voðalega erfitt að segja svona strax eftir leik. En ég verð bara að koma inn á það, að ræðan hjá Baldri eftir síðasta leik hún virkaði heldur betur og þetta er annar oddaleikurinn á tveimur árum þar sem við lendum í algjörri þvælu. Þetta er bara ekki boðlegt. Ég er að reyna að halda ró minni.“ „Auðvitað eru þetta víti og tapaðir boltar í fyrri hálfleik. Við búum okkur til opin skot og erum of stuttir, eins og það vantaði smá orku í okkur. Lykilmenn kannski orðnir þreyttir, getur vel verið, eða það var þannig. Ég er ekki sáttur.“ Jóhann var beðinn um að útskýra nánar hvað hann ætti við með þessari vísun í ræðu Baldurs og var honum þá nokkuð heitt í hamsi. „Þú heyrðir hvað hann sagði. Hann kenndi dómurunum um að þeir hefðu tapað. Þeir hefðu verið með okkur í liði og allt það. Hvað má segja? Má þetta bara? Er engin aganefnd eða neitt þannig? Hann áskar dómarana um að vera með okkur í liði og það hafði heldur betur áhrif á þrjá hérna í kvöld. Það eru bara dómarar hérna 50/50 sem falla allir Stjörnumegin. „No call“ hinumegin sem eru brot hér. Ég næ þessu ekki. Þetta var líka svona á Hlíðarenda fyrir ári síðan.“ „En bara til hamingju Stjarnan. Bara geggjað að vera komnir í gegn, loksins fyrir þá. Vonandi verður þetta bara geggjuð sería og íslenskum körfubolta til sóma.“ Hvaða atvik áttu við? „Bara síðustu tvær mínúturnar. Skoðaðu þetta bara aftur. Til dæmis þegar Arnór tekur frákastið og Orri brýtur á honum. Svo svörin sem maður fær, „Já, þetta má hérna líka“, þetta bara heldur ekki vatni.“ Jóhann var að lokum spurður hvort hann yrði áfram með lið Grindavíkur. „Ég veit það ekki, ég var bara á leiðinni á Krókinn á fimmtudaginn. Ég er ekkert búinn að pæla neitt í því, það bara kemur í ljós.“ Hann fékk svo sömu spurningu um DeAndre Kane. „Aftur, ég bara veit það ekki, vonandi.“ Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Jóhann var spurður hvar leikurinn hefði tapast en honum var efst í huga ræða Baldurs eftir síðasta leik um dómgæsluna í þeim leik. „Voðalega erfitt að segja svona strax eftir leik. En ég verð bara að koma inn á það, að ræðan hjá Baldri eftir síðasta leik hún virkaði heldur betur og þetta er annar oddaleikurinn á tveimur árum þar sem við lendum í algjörri þvælu. Þetta er bara ekki boðlegt. Ég er að reyna að halda ró minni.“ „Auðvitað eru þetta víti og tapaðir boltar í fyrri hálfleik. Við búum okkur til opin skot og erum of stuttir, eins og það vantaði smá orku í okkur. Lykilmenn kannski orðnir þreyttir, getur vel verið, eða það var þannig. Ég er ekki sáttur.“ Jóhann var beðinn um að útskýra nánar hvað hann ætti við með þessari vísun í ræðu Baldurs og var honum þá nokkuð heitt í hamsi. „Þú heyrðir hvað hann sagði. Hann kenndi dómurunum um að þeir hefðu tapað. Þeir hefðu verið með okkur í liði og allt það. Hvað má segja? Má þetta bara? Er engin aganefnd eða neitt þannig? Hann áskar dómarana um að vera með okkur í liði og það hafði heldur betur áhrif á þrjá hérna í kvöld. Það eru bara dómarar hérna 50/50 sem falla allir Stjörnumegin. „No call“ hinumegin sem eru brot hér. Ég næ þessu ekki. Þetta var líka svona á Hlíðarenda fyrir ári síðan.“ „En bara til hamingju Stjarnan. Bara geggjað að vera komnir í gegn, loksins fyrir þá. Vonandi verður þetta bara geggjuð sería og íslenskum körfubolta til sóma.“ Hvaða atvik áttu við? „Bara síðustu tvær mínúturnar. Skoðaðu þetta bara aftur. Til dæmis þegar Arnór tekur frákastið og Orri brýtur á honum. Svo svörin sem maður fær, „Já, þetta má hérna líka“, þetta bara heldur ekki vatni.“ Jóhann var að lokum spurður hvort hann yrði áfram með lið Grindavíkur. „Ég veit það ekki, ég var bara á leiðinni á Krókinn á fimmtudaginn. Ég er ekkert búinn að pæla neitt í því, það bara kemur í ljós.“ Hann fékk svo sömu spurningu um DeAndre Kane. „Aftur, ég bara veit það ekki, vonandi.“
Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti