Innlent

Sinueldur við Landvegamót

Lovísa Arnardóttir skrifar
Brunavarnir Rangárvallasýslu eru á leið á vettvang.
Brunavarnir Rangárvallasýslu eru á leið á vettvang. Brunavarnir Rangárvallasýslu

Sinueldur kviknaði nærri Landvegamótum við Hellu eftir að kviknaði í sláttutraktor. Búið er að slökkva eldinn. 

„Þetta er búið. Þetta voru 500 fermetrar sem brunnu en var bara klárað fljótt og vel,“ segir Kristján Haraldsson aðalvarðstjóri hjá Brunavörnum Rangárvallasýslu.

Hann segir eldinn hafa kviknað út frá sláttutraktor.

„Það kviknaðui í sláttutraktor og svo í sinu út frá því. Það er mjög þurrt,“ segir Kristján.

Kristján hvetur fólk til að fara varlega með eld á meðan gróðurinn er svo þurr.

„Fólk verður bara að passa sig í öllum meðferðum með eld þegar gróðurinn er svona þurr.“

Sindratorfæran fór fram á Hellu um helgina og var umferð mjög þung á sama tíma og útkall barst um sinueldinn. Það tafði för slökkviliðs sem náði þó að slökkva eldinn nokkuð hratt.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Veistu meira um málið? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×