Enski boltinn

Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jamie Vardy blæs í flautu dómarans Davids Webb.
Jamie Vardy blæs í flautu dómarans Davids Webb.

Það er alltaf stutt í prakkaraskapinn hjá Jamie Vardy eins og kom í ljós í leik Leicester City og Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Vardy kom Refunum yfir á 17. mínútu. Fjórum mínútum síðar féll dómari leiksins, David Webb, við eftir að hafa rekist á Jordan Ayew.

Vardy brá á leik, beygði sig niður í átt að Webb, tók flautuna af honum og blés í hana.

Vardy er að spila sína síðustu leiki með Leicester en hann yfirgefur félagið eftir tímabilið. Hann hefur leikið með Leicester síðan 2012 og varð Englandsmeistari með liðinu 2016 og bikarmeistari 2021. Vardy varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2019-20.

Leicester er fallið úr ensku úrvalsdeildinni en liðið hefur aðeins unnið fjóra af 34 leikjum sínum. Fimmti sigurinn gæti bæst við í dag en Leicester er 2-0 yfir gegn Southampton. Ayew skoraði annað mark heimamanna mínútu fyrir hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×