Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2025 19:17 Brynjar Karl á leik Aþenu í Bónus-deild kvenna í vetur. vísir/Diego Körfuboltaþjálfarinn og frambjóðandi til forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Brynjar Karl Sigurðsson, svarar framkvæmdastjórn ÍSÍ fullum hálsi á Facebook-síðu sinni. Þannig er mál með vexti að fyrr í dag, föstudag, lýsti framkvæmdastjórn ÍSÍ yfir stuðningi og samstöðu með starfsfólki samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs í kjölfar þess að frambjóðandi til forseta ÍSÍ bar samskiptaráðgjafann þungum sökum. Brynjar Karl er sagður ráðast harkalega með ofbeldi og hótunum að fagmennsku, heiðri og mannorði einstaklings sem sinnir hlutverki samskiptaráðgjafa. Í áliti sem embætti samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs vann nýverið varðandi þjálfunarhætti Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara Aþenu og frambjóðandi til forseta ÍSÍ, segir að það sé alvarlegt mál að Brynjar Karl tali um að „gera tilraunir“ á börnum með þjálfunaraðferðum sínum og áhyggjuefni að hann telji sig í því sambandi geta treyst á eigið innsæi, án þess að styðjast við viðurkennd fræði eða gagnreynda aðferðafræði. Álitið var unnið eftir að fyrrverandi iðkendur Brynjars Karls hjá Aþenu og foreldrar þeirra leituðu til samskiptaráðgjafa og lýstu framferði hans í starfi. Framferði sem samkvæmt skýrslunni var talið fela í sér ógnandi framkomu og niðurlægjandi orðræðu. Brynjar Karl segir það tóman uppspuna að iðkendur hafi kvartað yfir aðferðunum. Hann hefur nú ritað langan pistil á Facebook-síðu sinni. „Allaf sama kjaftæðið“ „ÍSÍ eða samskiptafulltrúi lak umsögninni í fjölmiðla, þess vegna þurfti Binni litli að verja sig. Þetta er alltaf sama kjaftæðið; þau mega leka, sem er ólöglegt, en ég má ekki verja mig opinberlega, sem er löglegt,“ sem er meðal annars í færslu hans. „En af hverju er ÍSÍ svona einhliða í að verja þessa sköpun sína, sem samskiptafulltrúinn er? Er það kannski vegna þess að hún hefur þjónað íþróttamafíunni vel með sínum verkefnum, svo ÍSÍ þurfi ekki að óhreinka sig? Það þarf að skoða þetta rómantíska samband betur. Gott er þó að vita að ÍSÍ styður Þóru og samstarfsfólk hennar opinberlega. Þóra sem gengur fram gegn fólki í anda spænska rannsóknarréttarins með nafnlausum og ótilgreindum ásökunum, ófaglegum vinnubrögðum, óheilindum og brotum á stjórnsýslulögum. Þetta er auðvelt að sýna fram á. Skömm ÍSÍ er mikil og minnkar ekki.“ „Það eru alskonar senur í þessu mafíuhandriti: ÍSÍ, með Lárus Blöndal og Samskiptafulltrúi Þóra í rómantísku sambandi, ákveða að fara eftir Brynjari. Brynjar verður ósáttur – hvert á hann að leita? Til mennta- og barnamálaráðuneytisins? En hver er ráðuneytisstjóri þar? Jú, Erna Kristín Blöndal, dóttir forseta ÍSÍ, Lárusar Blöndal. Stundum er raunveruleikinn fáránlegri en léleg B-mynd.“ Þá spyr Brynjar Karl ýmissa spurninga er koma að heilindum og háttvísi: Eru það heilindi að leka trúnaðarmálum í fjölmiðla? Er það háttvísi að aðilar í framboði, sem eru jafnframt undir gagnrýni og sitja í stjórn ÍSÍ, álykti um annan frambjóðanda sem er að keppa um forsetaembætti? Er það heilindi að neita að stofna Aþenu í tvö ár frá 2019? Er það heilindi að verja KKÍ árið 2021 í alvarlegum #metoo-málum? Eru það heilindi að beina málum sem tengjast forseta ÍSÍ, Lárusi Blöndal, þar sem hann er sakaður um valdníðslu, til ráðuneytis menningar- og barnamála þar sem dóttir hans er ráðuneytisstjóri? Eru það heilindi að siga á mig Þóru "Hit-Man” Sigfríði til að taka mig úr umferð án dóms og stjórnsýslulaga. Er það velferð að saka mig um ofbeldi fjórum klukkustundum eftir að leikmenn mínir lýstu yfir stuðningi við mig og afgreiða þau sem valdlaus og virðingarlaus? „Það hriktir í Múmíndal – þetta er allt að falla. Love it,“ segir að lokum í færslunni sem lesa má í heild sinni hér að neðan. Kafað dýpra Aþena ÍSÍ Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
Þannig er mál með vexti að fyrr í dag, föstudag, lýsti framkvæmdastjórn ÍSÍ yfir stuðningi og samstöðu með starfsfólki samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs í kjölfar þess að frambjóðandi til forseta ÍSÍ bar samskiptaráðgjafann þungum sökum. Brynjar Karl er sagður ráðast harkalega með ofbeldi og hótunum að fagmennsku, heiðri og mannorði einstaklings sem sinnir hlutverki samskiptaráðgjafa. Í áliti sem embætti samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs vann nýverið varðandi þjálfunarhætti Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara Aþenu og frambjóðandi til forseta ÍSÍ, segir að það sé alvarlegt mál að Brynjar Karl tali um að „gera tilraunir“ á börnum með þjálfunaraðferðum sínum og áhyggjuefni að hann telji sig í því sambandi geta treyst á eigið innsæi, án þess að styðjast við viðurkennd fræði eða gagnreynda aðferðafræði. Álitið var unnið eftir að fyrrverandi iðkendur Brynjars Karls hjá Aþenu og foreldrar þeirra leituðu til samskiptaráðgjafa og lýstu framferði hans í starfi. Framferði sem samkvæmt skýrslunni var talið fela í sér ógnandi framkomu og niðurlægjandi orðræðu. Brynjar Karl segir það tóman uppspuna að iðkendur hafi kvartað yfir aðferðunum. Hann hefur nú ritað langan pistil á Facebook-síðu sinni. „Allaf sama kjaftæðið“ „ÍSÍ eða samskiptafulltrúi lak umsögninni í fjölmiðla, þess vegna þurfti Binni litli að verja sig. Þetta er alltaf sama kjaftæðið; þau mega leka, sem er ólöglegt, en ég má ekki verja mig opinberlega, sem er löglegt,“ sem er meðal annars í færslu hans. „En af hverju er ÍSÍ svona einhliða í að verja þessa sköpun sína, sem samskiptafulltrúinn er? Er það kannski vegna þess að hún hefur þjónað íþróttamafíunni vel með sínum verkefnum, svo ÍSÍ þurfi ekki að óhreinka sig? Það þarf að skoða þetta rómantíska samband betur. Gott er þó að vita að ÍSÍ styður Þóru og samstarfsfólk hennar opinberlega. Þóra sem gengur fram gegn fólki í anda spænska rannsóknarréttarins með nafnlausum og ótilgreindum ásökunum, ófaglegum vinnubrögðum, óheilindum og brotum á stjórnsýslulögum. Þetta er auðvelt að sýna fram á. Skömm ÍSÍ er mikil og minnkar ekki.“ „Það eru alskonar senur í þessu mafíuhandriti: ÍSÍ, með Lárus Blöndal og Samskiptafulltrúi Þóra í rómantísku sambandi, ákveða að fara eftir Brynjari. Brynjar verður ósáttur – hvert á hann að leita? Til mennta- og barnamálaráðuneytisins? En hver er ráðuneytisstjóri þar? Jú, Erna Kristín Blöndal, dóttir forseta ÍSÍ, Lárusar Blöndal. Stundum er raunveruleikinn fáránlegri en léleg B-mynd.“ Þá spyr Brynjar Karl ýmissa spurninga er koma að heilindum og háttvísi: Eru það heilindi að leka trúnaðarmálum í fjölmiðla? Er það háttvísi að aðilar í framboði, sem eru jafnframt undir gagnrýni og sitja í stjórn ÍSÍ, álykti um annan frambjóðanda sem er að keppa um forsetaembætti? Er það heilindi að neita að stofna Aþenu í tvö ár frá 2019? Er það heilindi að verja KKÍ árið 2021 í alvarlegum #metoo-málum? Eru það heilindi að beina málum sem tengjast forseta ÍSÍ, Lárusi Blöndal, þar sem hann er sakaður um valdníðslu, til ráðuneytis menningar- og barnamála þar sem dóttir hans er ráðuneytisstjóri? Eru það heilindi að siga á mig Þóru "Hit-Man” Sigfríði til að taka mig úr umferð án dóms og stjórnsýslulaga. Er það velferð að saka mig um ofbeldi fjórum klukkustundum eftir að leikmenn mínir lýstu yfir stuðningi við mig og afgreiða þau sem valdlaus og virðingarlaus? „Það hriktir í Múmíndal – þetta er allt að falla. Love it,“ segir að lokum í færslunni sem lesa má í heild sinni hér að neðan.
Kafað dýpra Aþena ÍSÍ Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira