Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2025 11:55 Foreldrarnir sæta gæsluvarðhaldi og börnin eru í umsjá barnaverndaryfirvalda í héraðinu. EPA/Paco Paredes Hjón hafa verið handtekin í Oviedo á Spáni fyrir að hafa haldið þremur börnum sínum læstum á heimili þeirra frá árinu 2021. Lögregla segir aðstæður á heimilinu heilsuspillandi og að börnunum hafi verið haldið frá skóla og látin sofa í rimlarúmum. Fjölmiðlar á Spáni hafa gefið húsinu nafnbótina „hryllingshúsið.“ Tvö barnanna eru tvíburar á níunda ári og hitt er tíu ára. Þeim hefur verið haldið innilokuðum í einbýlishúsi í Oviedo í Astúríashéraði í norðurhluta Spánar. El País og aðrir miðlar á Spáni hafa fjallað um málið síðustu daga en þar er greint frá því að börnin hafi búið við hreint hrottafengnar aðstæður, umkringd úrgangi, saur, dýrum. Þar að auki voru þau látin ganga um með bleyjur. Nágrannakonu grunaði að börn byggju í húsinu Börnin höfðu verið innilokuð frá því að sjötta bylgja faraldurs kórónuveirunnar reið yfir Spán árið 2021. Heimilisfaðirinn er rúmlega fimmtugur Þjóðverji og móðirin tæplega fimmtugur Bandaríkjamaður sem er einnig þýskur ríkisborgari. Bæði sæta þau gæsluvarðhaldi og börnin eru í umsjá barnaverndar héraðsyfirvalda. Samkvæmt umfjöllun El País barst lögreglu tilkynning þann fjórtánda apríl síðastliðinn þegar nágrannakona gerði barnaverndaryfirvöldum í héraðinu viðvart um mögulega vanrækslu. Nágrannakonan sagðist vera næstum viss um að börn ættu heima á heimilinu, hún hefði heyrt raddir þeirra og séð þeim bregða fyrir í gegnum gluggana, en að hún hefði aldrei séð þau stíga út fyrir dyr hússins. Lögregla hóf eftirlit með húsinu og urðu þess áskynja að dyrnar voru aðeins opnaðar til þess að sækja mat sem fékkst sendur heim að dyrum frá matvöruverslun í nágrenninu. Börnin í engu sambandi við raunveruleikann Lögreglumenn höfðu sterkan grun um að ekki væri allt með felldu því að magn matar sem pantaður var heim var umfangsmikið og kom ekki heim og saman við það að heimilisfaðirinn byggi þar einn. Lögreglan ákvað að kanna aðstæður. „Það var hann sem hleypti okkur inn, en hann bað okkur um að bíða svo hann gæti sett sóttvarnargrímur á börnin. Þau voru mjög hrædd og földu sig á bak við móður sína sem sagði okkur að börnin ættu við geðræn vandamál að stríða og að við ættum ekki að koma of nálægt þeim. Þau höfðu á sér þrjár sóttvarnargrímur, eina ofan á annarri. Þau voru í engu sambandi við raunveruleikann,“ hefur La Nueva España eftir ónafngreindum lögreglumanni. „Eitt þeirra strauk grasið með höndunum, mjög hissa. Um leið og við fórum með þau út fóru þau að draga andann djúpt líkt og þau hefðu aldrei staðið undir beru lofti,“ sagði hann svo. Francisco Javier Lozano, lögreglustjóri lögreglunnar í Oviedo, dró aðgerðina saman í einni setningu í samtali við héraðsmiðil: „Við höfum rifið hryllingshúsið niður.“ Spánn Erlend sakamál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Tvö barnanna eru tvíburar á níunda ári og hitt er tíu ára. Þeim hefur verið haldið innilokuðum í einbýlishúsi í Oviedo í Astúríashéraði í norðurhluta Spánar. El País og aðrir miðlar á Spáni hafa fjallað um málið síðustu daga en þar er greint frá því að börnin hafi búið við hreint hrottafengnar aðstæður, umkringd úrgangi, saur, dýrum. Þar að auki voru þau látin ganga um með bleyjur. Nágrannakonu grunaði að börn byggju í húsinu Börnin höfðu verið innilokuð frá því að sjötta bylgja faraldurs kórónuveirunnar reið yfir Spán árið 2021. Heimilisfaðirinn er rúmlega fimmtugur Þjóðverji og móðirin tæplega fimmtugur Bandaríkjamaður sem er einnig þýskur ríkisborgari. Bæði sæta þau gæsluvarðhaldi og börnin eru í umsjá barnaverndar héraðsyfirvalda. Samkvæmt umfjöllun El País barst lögreglu tilkynning þann fjórtánda apríl síðastliðinn þegar nágrannakona gerði barnaverndaryfirvöldum í héraðinu viðvart um mögulega vanrækslu. Nágrannakonan sagðist vera næstum viss um að börn ættu heima á heimilinu, hún hefði heyrt raddir þeirra og séð þeim bregða fyrir í gegnum gluggana, en að hún hefði aldrei séð þau stíga út fyrir dyr hússins. Lögregla hóf eftirlit með húsinu og urðu þess áskynja að dyrnar voru aðeins opnaðar til þess að sækja mat sem fékkst sendur heim að dyrum frá matvöruverslun í nágrenninu. Börnin í engu sambandi við raunveruleikann Lögreglumenn höfðu sterkan grun um að ekki væri allt með felldu því að magn matar sem pantaður var heim var umfangsmikið og kom ekki heim og saman við það að heimilisfaðirinn byggi þar einn. Lögreglan ákvað að kanna aðstæður. „Það var hann sem hleypti okkur inn, en hann bað okkur um að bíða svo hann gæti sett sóttvarnargrímur á börnin. Þau voru mjög hrædd og földu sig á bak við móður sína sem sagði okkur að börnin ættu við geðræn vandamál að stríða og að við ættum ekki að koma of nálægt þeim. Þau höfðu á sér þrjár sóttvarnargrímur, eina ofan á annarri. Þau voru í engu sambandi við raunveruleikann,“ hefur La Nueva España eftir ónafngreindum lögreglumanni. „Eitt þeirra strauk grasið með höndunum, mjög hissa. Um leið og við fórum með þau út fóru þau að draga andann djúpt líkt og þau hefðu aldrei staðið undir beru lofti,“ sagði hann svo. Francisco Javier Lozano, lögreglustjóri lögreglunnar í Oviedo, dró aðgerðina saman í einni setningu í samtali við héraðsmiðil: „Við höfum rifið hryllingshúsið niður.“
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira