Innherji

Markaðurinn tals­vert undir­verðlagður og á­fram er út­lit fyrir ó­vissu og óró­leika

Hörður Ægisson skrifar
Eftir gott gengi á fyrstu vikum ársins hefur staðan á markaði súrnað verulega og frá lokum janúar er Úrvalsvísitalan – leiðrétt fyrir arðgreiðslum – niður um meira en fimmtán prósent.
Eftir gott gengi á fyrstu vikum ársins hefur staðan á markaði súrnað verulega og frá lokum janúar er Úrvalsvísitalan – leiðrétt fyrir arðgreiðslum – niður um meira en fimmtán prósent. Samsett

Mikil umskipti hafa orðið á skömmum tíma í verðlagningu á félögum í Kauphöllinni, sem var að nálgast jafnvægi í byrjun ársins, en eftir að „eldi og brennisteini tók að rigna“ eru fyrirtæki á markaði núna að nýju almennt verulega vanmetin, samkvæmt hlutabréfagreinanda. Hann telur líklegt að óvissa og óróleiki muni einkenna hlutabréfamarkaði næstu misserin og við slíkar aðstæður sé „almennt skynsamlegt“ að auka vægi stöðugra arðgreiðslufélaga í eignasafninu.


Tengdar fréttir

Markaðurinn nálgast jafn­vægi eftir langt tíma­bil þar sem öll félög voru vanmetin

Eftir langt tímabil þar sem flest félög í Kauphöllinni voru undirverðlögð, ásamt því að vera mun ódýrari í samanburði við verðkennitölur erlendis, þá virðist íslenski hlutabréfamarkaðurinn núna vera að komast í jafnvægi eftir hraustlegar verðhækkanir flestra félaga síðustu mánuði, að sögn hlutabréfagreinanda. Það eru hins vegar blikur samhliða hratt versnandi samkeppnishæfni landsins sem gæti einkum bitnað á mannaflsfrekum greinum sem eru í erlendri samkeppni.

Þegar búið að verð­leggja inn „ansi mikil“ neikvæð áhrif í núverandi verð félaga

Sé litið til fyrri stórra niðursveiflna á hlutabréfamörkuðum, eins og við upphaf heimsfaraldursins og þegar netbólan sprakk um aldamótin, þá hefur sagan sýnt að kaup í markaði við núverandi aðstæður geta reynst hagfelld til lengri tíma litið, segir framkvæmdastjóri Acro Verðbréfa. Hann telur ljóst að búið sé að verðleggja nú þegar inn „ansi mikil“ neikvæð áhrif í hlutabréfaverð félaga í Kauphöllinni vegna óvissu og umróts á alþjóðamörkuðum og sér þess ekki endilega merki að almenningur sé að losa um stöður umfram stærri fjárfesta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×