Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2025 11:03 Shedeur Sanders er skrautlegur karakter. vísir/getty Frægasti maðurinn í nýliðavali NFL-deildarinnar, Shedeur Sanders, átti erfiða daga í kringum nýliðavalið og ekki bætti úr skák er hann var gabbaður á ljótan hátt. Sanders er sonur goðsagnarinnar Deion Sanders, sem spilaði bæði í NFL og MLB, og hefur ferðalag þeirra feðga í háskólaboltanum allt verið skjalfest í þáttum sem Disney+ gerði. Er Sanders tilkynnti að hann ætlaði að gefa kost á sér í nýliðavalinu var í fyrstu talað um að hann gæti verið valinn fyrstur. Hann var alltaf í umræðunni um að vera á meðal fyrstu manna til að vera valinn. An NFL official said the league is looking into how Shedeur Sanders’ private number was leaked and then used for this prank call: pic.twitter.com/h5P1CIIQlI— Adam Schefter (@AdamSchefter) April 27, 2025 Síðustu vikur fóru hins vegar illa. Hann þótti ekki standa sig vel í viðtölum við félögin í NFL-deildinni og sjarminn fór smám saman af honum. Svo mikið reyndar að hann var ekki valinn fyrr en númer 144 og það af Cleveland Browns. Í millitíðinni lenti hann í því að hringt var í hann og honum sagt að New Orleans Saints ætlaði að velja sig. Það var aftur á móti hrekkur sem sonur varnarþjálfara Atlanta Falcons, Jeff Ulbrich, stóð fyrir. Jax Ulbrich, the son of #Falcons DC Jeff Ulbrich, has released a statement apologizing for his prank call to Shedeur Sanders during the 2025 NFL Draft. pic.twitter.com/dalUjHjrxZ— Ian Rapoport (@RapSheet) April 27, 2025 Sá hefði séð símanúmer Sanders í iPad pabba síns og skrifað það niður. Hann nýtti sér það svo til þess að gabba leikstjórnandann unga. Þetta fannst fæstum fyndið og drengurinn gaf frá sér afsökunarbeiðni í gær. Falcons gerði slíkt hið sama. NFL-deildin er að fara yfir alla verkferla vegna þessa en pabbanum verður ekki refsað. NFL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Sjá meira
Sanders er sonur goðsagnarinnar Deion Sanders, sem spilaði bæði í NFL og MLB, og hefur ferðalag þeirra feðga í háskólaboltanum allt verið skjalfest í þáttum sem Disney+ gerði. Er Sanders tilkynnti að hann ætlaði að gefa kost á sér í nýliðavalinu var í fyrstu talað um að hann gæti verið valinn fyrstur. Hann var alltaf í umræðunni um að vera á meðal fyrstu manna til að vera valinn. An NFL official said the league is looking into how Shedeur Sanders’ private number was leaked and then used for this prank call: pic.twitter.com/h5P1CIIQlI— Adam Schefter (@AdamSchefter) April 27, 2025 Síðustu vikur fóru hins vegar illa. Hann þótti ekki standa sig vel í viðtölum við félögin í NFL-deildinni og sjarminn fór smám saman af honum. Svo mikið reyndar að hann var ekki valinn fyrr en númer 144 og það af Cleveland Browns. Í millitíðinni lenti hann í því að hringt var í hann og honum sagt að New Orleans Saints ætlaði að velja sig. Það var aftur á móti hrekkur sem sonur varnarþjálfara Atlanta Falcons, Jeff Ulbrich, stóð fyrir. Jax Ulbrich, the son of #Falcons DC Jeff Ulbrich, has released a statement apologizing for his prank call to Shedeur Sanders during the 2025 NFL Draft. pic.twitter.com/dalUjHjrxZ— Ian Rapoport (@RapSheet) April 27, 2025 Sá hefði séð símanúmer Sanders í iPad pabba síns og skrifað það niður. Hann nýtti sér það svo til þess að gabba leikstjórnandann unga. Þetta fannst fæstum fyndið og drengurinn gaf frá sér afsökunarbeiðni í gær. Falcons gerði slíkt hið sama. NFL-deildin er að fara yfir alla verkferla vegna þessa en pabbanum verður ekki refsað.
NFL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Sjá meira