Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. apríl 2025 12:02 Daníel Orri Einarsson, formaður Frama, félags leigubílstjóra. Vísir/Friðrik Formaður Frama - félags leigubílstjóra segir mikið áhyggjuefni ef farþegar treysti ekki lengur leigubílstjórum. Hann segir það hafa mikil áhrif að ekki sé lengur skylda að taka starfsnám, þá hafi kvenkyns bílstjórum fækkað á sama tíma og þeirra er óskað í auknum mæli af farþegum. Framkvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar City Taxi sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær óttast að leigubílastöðvar hefðu ekki nægar upplýsingar um leigubílastjóra á sínum snærum. Þá hafa fréttir borist af því að konur óski í auknum mæli eftir leigubílum með kvenkyns leigubílstjórum. Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir það áhyggjuefni að almenningur treysti ekki leigubílstjórum. Reynslulausir ökumenn á götunum „Það á náttúrulega ekki að mismuna bílstjórum eftir kyni frekar en þjóðerni. Það eiga bara allir að uppfylla jafnt skilyrði þess að vera treystandi fyrir leiguakstri og það kemur náttúrulega í ljós með því að bílstjórar eru látnir stunda leiguakstur í starfsnámi áður en þeir fara að reka eigin leigubíl og á þeim tíma sem þeir eru að keyra í afleysingum hjá öðrum og eru undir tilsjón annarra er hægt að sjá hvernig þeim gengur og hvort það heyrist eitthvað misjafnt af þeim, hvort þeir misbjóði farþegum eða sinni vinnunni ekki vel og þá bara halda þeir ekkert áfram.“ Ekki sé lengur skylda að taka starfsnámið og því keyri reynslulausir ökumenn leigubílum. Daníel segir umtalaðar breytingar á lögum um leigubílamarkaðinn enn draga dilk á eftir sér. Hann segir að verið sé að bæta eftirlit á Norðurlöndum með leigubílaakstri, til dæmis standi til að taka í notkun litaðar númeraplötur í Finnlandi sem muni auðvelda eftirlit í framkvæmd. Daníel segir ýmislegt til ráða til að sporna gegn þessari þróun hér á landi. „Það er til ráða að hafa eftirlit með úthlutun, hún getur ekki gengið upp endalaust, að dæla út leyfum og enginn getur lifað á því. Þetta er eins og gullæðið forðum. Það lifir enginn á þessu, og þá verða fyrir rest mjög léleg þjónusta og stöðvarnar gefast líka upp því þær halda ekki rekstri.“ Mikil fækkun kvenkyns leigubílstjóra Hann segir að eftir breytingar á lögum um leigubílamarkaðinn hafi orðið mikil fækkun á kvenkyns leigubílstjórum, þær séu nú einungis átta prósent félagsmanna. „Helmingur farþeganna eru konur og ef það eiga bara konur að keyra þær þá þarf að fjölga kvenkyns bílstjórum en það gengur ekki upp, það eiga allir að uppfylla skilyrðin til þess að þjóna öllum.“ Leigubílar Samgöngur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar City Taxi sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær óttast að leigubílastöðvar hefðu ekki nægar upplýsingar um leigubílastjóra á sínum snærum. Þá hafa fréttir borist af því að konur óski í auknum mæli eftir leigubílum með kvenkyns leigubílstjórum. Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir það áhyggjuefni að almenningur treysti ekki leigubílstjórum. Reynslulausir ökumenn á götunum „Það á náttúrulega ekki að mismuna bílstjórum eftir kyni frekar en þjóðerni. Það eiga bara allir að uppfylla jafnt skilyrði þess að vera treystandi fyrir leiguakstri og það kemur náttúrulega í ljós með því að bílstjórar eru látnir stunda leiguakstur í starfsnámi áður en þeir fara að reka eigin leigubíl og á þeim tíma sem þeir eru að keyra í afleysingum hjá öðrum og eru undir tilsjón annarra er hægt að sjá hvernig þeim gengur og hvort það heyrist eitthvað misjafnt af þeim, hvort þeir misbjóði farþegum eða sinni vinnunni ekki vel og þá bara halda þeir ekkert áfram.“ Ekki sé lengur skylda að taka starfsnámið og því keyri reynslulausir ökumenn leigubílum. Daníel segir umtalaðar breytingar á lögum um leigubílamarkaðinn enn draga dilk á eftir sér. Hann segir að verið sé að bæta eftirlit á Norðurlöndum með leigubílaakstri, til dæmis standi til að taka í notkun litaðar númeraplötur í Finnlandi sem muni auðvelda eftirlit í framkvæmd. Daníel segir ýmislegt til ráða til að sporna gegn þessari þróun hér á landi. „Það er til ráða að hafa eftirlit með úthlutun, hún getur ekki gengið upp endalaust, að dæla út leyfum og enginn getur lifað á því. Þetta er eins og gullæðið forðum. Það lifir enginn á þessu, og þá verða fyrir rest mjög léleg þjónusta og stöðvarnar gefast líka upp því þær halda ekki rekstri.“ Mikil fækkun kvenkyns leigubílstjóra Hann segir að eftir breytingar á lögum um leigubílamarkaðinn hafi orðið mikil fækkun á kvenkyns leigubílstjórum, þær séu nú einungis átta prósent félagsmanna. „Helmingur farþeganna eru konur og ef það eiga bara konur að keyra þær þá þarf að fjölga kvenkyns bílstjórum en það gengur ekki upp, það eiga allir að uppfylla skilyrðin til þess að þjóna öllum.“
Leigubílar Samgöngur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira