Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. apríl 2025 00:01 Svipmyndir úr sigri rithöfunda á útgefendum á Valbjarnavelli á laugardag. Rithöfundar sigruðu útgefendur 2-0 í æsispennandi leik á Valbjarnarvelli í Laugardal í gær. Leikurinn er árleg hefð í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík og höfðu útgefendur unnið síðustu þrjú ár í röð. Bókmenntahátíð í Reykjavík fagnar fjörutíu ára afmæli og var því viðeigandi að um tímamótaleik væri að ræða, aðeins annar sigur rithöfunda síðustu tuttugu ár. Rithöfundar klæddust svörtum treyjum sem voru merktar „Skáld eru aldrei rangstæð!“ og útgefendur klddust fagurbláum treyjum. Anna Lea Friðriksdóttir, útgefandi hjá Sölku, var fyrirliði útgefenda og Börkur Gunnarsson, leikstjóri og rithöfundur, var fyrirliði rithöfunda. Þá nutu rithöfundar þjálfunar Höllu Gunnarsdóttur, formanns VR og rithöfundar, sem sýndi mikla kænsku í skiptingum sínum og var óhrædd við að rótera liði skáldanna. Halla Gunnars fór með innblásna ræðu fyrir leik. Hjalti, Einar og Jón spekúlera í bakgrunni. Mark sitt í hvorum hálfleiknum Leikurinn var fimmtíu mínútna langur, tvisvar sinnum 25 mínútur, með stuttu hléi. Spilað var átta á átta en töluverður munur var á varamannafjölda liðanna. Útgefendur voru aðeins tíu talsins en rithöfundar nítján, tveir varamenn á móti ellefu. Halldór Armand spilaði sem regista fyrir útgefendur. Hér fylgist Einar Lövdahl grannt með honum. Rithöfundurinn Halldór Armand, sem nýlega stofnaði útgáfuna Flatkökuna, sá auman á fáliðuðum útgefendum og sveik lit. Fór úr svörtu í blátt. En hann átti eftir að sjá eftir því... Leikurinn var afar jafn allan fyrri hálfleikinn þar til hægri bakvörðurinn Huldar Breiðfjörð gaf fallega fyrirgjöf á Einar Lövdahl sem skallaði boltann smekklega í netið. Staðan 1-0 og hún hélst þannig óbreytt út fyrri hálfleikinn. Hjalti Halldórsson sprettir úr spori. Útgefendur voru í vígahug eftir slakan fyrri hálfleik en fengu hins vegar stóran skell snemma í þeim seinni. Hinn óþreytandi Einar Lövdahl gaf þá stungusendingu á Hjalta Hallgrímsson sem spændi sig í gegnum vörn útgefenda og skaut boltanum í fjærhornið. Staðan 2-0. Útgefendur gáfust þó ekki upp og lágu á rithöfundum. Stefán Þ. Hermannsson, markmaður rithöfunda, varði þónokkrum sinnum stórglæsilega og tryggði rithöfundum hreint blað þegar flautan gall í lokin. Skáldin fylgjast með Jóni Kalman tækla Bjarna Fritzson allkröftuglega. Bjarni í grasinu. Ekkert að þessu. Útgefendur vinni alltaf... en ekki í ár „Við erum í skýjunum. Þvílíkt hvað menn eru glaðir,“ sagði Börkur Gunnarsson þegar fréttastofa náði tali af honum á lokahófi Bókmenntahátíðarinnar á laugardagskvöld. Börkur sá um alla umgjörð fyrir rithöfundana sem skipti sköpum.Vísir/Vilhelm Sigurinn var umtalaður meðal gesta hátíðarinnar að sögn Barkar. „Það er ekki verið að tala um þessi stórkostlegu skáld og rithöfunda sem hafa verið með svo flotta fyrirlestra og góðar umræður heldur um fótboltaleikinn í dag þar sem við loksins unnum útgefendur okkar sem annars vinna eiginlega alltaf; bæði í samningum og fótboltaleikjum,“ sagði hann. Sjálfur spilaði Börkur ekki, í fyrsta skiptið í átta ár, vegna meiðsla en hann sinnti framkvæmdastjórn liðsins: smalaði skáldum saman, þreif treyjurnar, skrásetti leikinn á mynd og hvatti liðið áfram. Magnús Jochum eltir uppi boltann með Bjarna Fritz í eftirdragi. Ekkert tuð og engin ljóð „Liðsheildin. Rithöfundar eru röfl- og tuðgjarnir en það var lítið um það hjá okkur í dag. Við náðum að standa saman og enginn fór út í horn að yrkja ljóð í miðjum leik,“ sagði Börkur aðspurður hver lykillinn að sigrinum hefði verið. „Við vorum líka með fleiri á varamannabekknum. Gátum hvílst meira en þeir,“ bætti hann við. Embla Bachmann þrusar og Sölvi Halldórsson reynir að kasta sér fyrir boltann. Öfugt við leikinn í fyrra voru það ekki rithöfundarnir sem áttu erfitt með að skora. „En þetta var jafn leikur þótt hann hafi endað 2-0 fyrir okkur. Þeir spiluðu vel og voru óheppnir að klára ekki 3-4 færi sem þeir fengu. En það var á hinn veginn á síðustu bókmenntahátíð þegar þeir unnu 2-1, við áttum að klára nokkuð mörg góð færi þá, en gerðum það ekki,“ sagði Börkur. Útgefendur voru kampakátir þó blásið hefði dálítið á móti. Fyrirliði útgefenda, Anna Lea, tók í sama streng og sagði að útgefendur hefðu legið í færum. „Það var algjör skandall að við skyldum ekki hafa náð að saxa á þetta,“ sagði hún í samtali við mbl. Taldi Börkur að um tímamótasigur væri að ræða: aðeins annar sigur rithöfunda á kvölurum sínum á tuttugu árum. Liðin tvö stilltu sér upp saman eftir leik. Bókmenntahátíð Fótbolti Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Bókmenntahátíð í Reykjavík fagnar fjörutíu ára afmæli og var því viðeigandi að um tímamótaleik væri að ræða, aðeins annar sigur rithöfunda síðustu tuttugu ár. Rithöfundar klæddust svörtum treyjum sem voru merktar „Skáld eru aldrei rangstæð!“ og útgefendur klddust fagurbláum treyjum. Anna Lea Friðriksdóttir, útgefandi hjá Sölku, var fyrirliði útgefenda og Börkur Gunnarsson, leikstjóri og rithöfundur, var fyrirliði rithöfunda. Þá nutu rithöfundar þjálfunar Höllu Gunnarsdóttur, formanns VR og rithöfundar, sem sýndi mikla kænsku í skiptingum sínum og var óhrædd við að rótera liði skáldanna. Halla Gunnars fór með innblásna ræðu fyrir leik. Hjalti, Einar og Jón spekúlera í bakgrunni. Mark sitt í hvorum hálfleiknum Leikurinn var fimmtíu mínútna langur, tvisvar sinnum 25 mínútur, með stuttu hléi. Spilað var átta á átta en töluverður munur var á varamannafjölda liðanna. Útgefendur voru aðeins tíu talsins en rithöfundar nítján, tveir varamenn á móti ellefu. Halldór Armand spilaði sem regista fyrir útgefendur. Hér fylgist Einar Lövdahl grannt með honum. Rithöfundurinn Halldór Armand, sem nýlega stofnaði útgáfuna Flatkökuna, sá auman á fáliðuðum útgefendum og sveik lit. Fór úr svörtu í blátt. En hann átti eftir að sjá eftir því... Leikurinn var afar jafn allan fyrri hálfleikinn þar til hægri bakvörðurinn Huldar Breiðfjörð gaf fallega fyrirgjöf á Einar Lövdahl sem skallaði boltann smekklega í netið. Staðan 1-0 og hún hélst þannig óbreytt út fyrri hálfleikinn. Hjalti Halldórsson sprettir úr spori. Útgefendur voru í vígahug eftir slakan fyrri hálfleik en fengu hins vegar stóran skell snemma í þeim seinni. Hinn óþreytandi Einar Lövdahl gaf þá stungusendingu á Hjalta Hallgrímsson sem spændi sig í gegnum vörn útgefenda og skaut boltanum í fjærhornið. Staðan 2-0. Útgefendur gáfust þó ekki upp og lágu á rithöfundum. Stefán Þ. Hermannsson, markmaður rithöfunda, varði þónokkrum sinnum stórglæsilega og tryggði rithöfundum hreint blað þegar flautan gall í lokin. Skáldin fylgjast með Jóni Kalman tækla Bjarna Fritzson allkröftuglega. Bjarni í grasinu. Ekkert að þessu. Útgefendur vinni alltaf... en ekki í ár „Við erum í skýjunum. Þvílíkt hvað menn eru glaðir,“ sagði Börkur Gunnarsson þegar fréttastofa náði tali af honum á lokahófi Bókmenntahátíðarinnar á laugardagskvöld. Börkur sá um alla umgjörð fyrir rithöfundana sem skipti sköpum.Vísir/Vilhelm Sigurinn var umtalaður meðal gesta hátíðarinnar að sögn Barkar. „Það er ekki verið að tala um þessi stórkostlegu skáld og rithöfunda sem hafa verið með svo flotta fyrirlestra og góðar umræður heldur um fótboltaleikinn í dag þar sem við loksins unnum útgefendur okkar sem annars vinna eiginlega alltaf; bæði í samningum og fótboltaleikjum,“ sagði hann. Sjálfur spilaði Börkur ekki, í fyrsta skiptið í átta ár, vegna meiðsla en hann sinnti framkvæmdastjórn liðsins: smalaði skáldum saman, þreif treyjurnar, skrásetti leikinn á mynd og hvatti liðið áfram. Magnús Jochum eltir uppi boltann með Bjarna Fritz í eftirdragi. Ekkert tuð og engin ljóð „Liðsheildin. Rithöfundar eru röfl- og tuðgjarnir en það var lítið um það hjá okkur í dag. Við náðum að standa saman og enginn fór út í horn að yrkja ljóð í miðjum leik,“ sagði Börkur aðspurður hver lykillinn að sigrinum hefði verið. „Við vorum líka með fleiri á varamannabekknum. Gátum hvílst meira en þeir,“ bætti hann við. Embla Bachmann þrusar og Sölvi Halldórsson reynir að kasta sér fyrir boltann. Öfugt við leikinn í fyrra voru það ekki rithöfundarnir sem áttu erfitt með að skora. „En þetta var jafn leikur þótt hann hafi endað 2-0 fyrir okkur. Þeir spiluðu vel og voru óheppnir að klára ekki 3-4 færi sem þeir fengu. En það var á hinn veginn á síðustu bókmenntahátíð þegar þeir unnu 2-1, við áttum að klára nokkuð mörg góð færi þá, en gerðum það ekki,“ sagði Börkur. Útgefendur voru kampakátir þó blásið hefði dálítið á móti. Fyrirliði útgefenda, Anna Lea, tók í sama streng og sagði að útgefendur hefðu legið í færum. „Það var algjör skandall að við skyldum ekki hafa náð að saxa á þetta,“ sagði hún í samtali við mbl. Taldi Börkur að um tímamótasigur væri að ræða: aðeins annar sigur rithöfunda á kvölurum sínum á tuttugu árum. Liðin tvö stilltu sér upp saman eftir leik.
Bókmenntahátíð Fótbolti Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“