„Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. apríl 2025 22:43 Jóhann Þór lætur í sér heyra á hliðarlínunni. Vísir/Guðmundur Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tap hans liðs gegn Stjörnunni í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Tapið þýðir að Grindavík er 2-0 undir í einvígi liðanna. „Ég á bara eftir að átta mig á þessu, við bara hendum þessu frá okkur. Stutta útgáfan er þannig,“ sagði Jóhann Þór í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leikinn í kvöld. „Við töpum tuttugu og tveimur boltum í leiknum og það er erfitt að koma orðum á þetta. Algjör aulaskapur en Stjarnan gerir ágætlega að koma okkur í erfiða hluti og við frjósum. Þetta er bara hræðilegt í alla staði.“ Grindvíkingar voru með forystuna nánast allan leikinn í kvöld, komust mest fimmtán stigum yfir í fyrri hálfleik og voru tíu stigum yfir þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. „Tvisvar förum við tólf eða fimmtán stig yfir og bara hættum einhvern veginn. Ég veit ekki hvað á að segja, dómar í restina sem féllu ekki með okkur en í grunninn þá hendum við þessu frá okkur. Við bara hendum boltanum frá okkur trekk í trekk og erum ekki sterkari á svellinum en það. Tuttugu og tveir tapaðir boltar, þá vinnur þú ekki körfuboltaleiki.“ Dramatíkin undir lokin var mikil. Þegar fimm sekúndur voru eftir áttu Grindvíkingar innkast á vallarhelmingi Stjörnunnar. Valur Orri Valsson kastaði boltanum inn, Jeremy Pargo náði ekki að handsama boltann með Ægi Þór Steinarsson í andlitinu á sér og boltinn endaði fyrir utan hliðarlínu. Dómararnir dæmdu Stjörnunni boltann og fóru svo í skjáinn og staðfestu dóminn, en frá einu sjónarhorni virtist sem Ægir Þór hefði snert boltann. „Þeir giska á það að þeir eigi boltann og þar af leiðandi er það ekki nógu augljóst að þeir geti snúið því. Það er eitt sjónarhorn sem sýnir það augljóslega að Ægir kemur við boltann. Ég sagði við aðstoðardómarann, þeir eru stundum eins og krakkar í nammibúð að hlaupa í þennan skjá.“ Það var mikið að gera hjá dómurum leiksins og hér hefur Jeremy Pargo eitthvað við málin að athuga.Vísir/Guðmundur „Til dæmis eins og í fyrri hálfleik þegar Jese [Febres] fellir Daniel [Mortensen], það er augljós óíþróttamannsleg villa. Og þetta fíaskó þegar er bara karfa góð og hvað heldur þú að það séu margir hérna inni, 2000 manns? Það sjá það allir nema einhverjir tveir sem horfa eitthvað annað og allt í einu megum við challenga það,“ en Jóhann Þór vísar þarna í atvik þar sem Grindvíkingar gátu skorað á ákvörðun dómara eftir að leikurinn hafði verið látinn ganga í nokkrar sekúndur og DeAndre Kane fengið villu sem síðan var dregin til baka. Jóhann Þór vildi þó ekki beina of mikilli athygli á dómarana. „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa, hvernig við hendum þessu frá okkur. Við erum bara með þetta og svo bara lykilmenn, þetta er alveg óþolandi. Ég veit ekki hvað ég get sagt.“ Jóhann Þór íbygginn á svip í leiknum í Smáranum.Vísir/Guðmundur Hann segist ekki þekkja reglurnar nógu vel hvað varðar það þegar þjálfarar mega skora á ákvarðanir dómara og senda þá í skjáinn. „Ég þekki ekki reglurnar, þeir hljóta að gera það fjandinn hafi það. Við máttum gera það og gerðum það en það hefði ekki þurft, hefði ekki átt að þurfa af því þetta var augljóst. Það sáu þetta allir í húsinu nema þeir, það er ekki að drepa okkur heldur við sjálfir sem köstum þessu frá okkur. Tuttugu og tveir tapaðir og þá vinnur þú ekki lið eins og Stjörnuna.“ Grindvíkingar eru núna með bakið upp við vegg og eru fallnir úr leik tapi þeir í þriðja leik liðanna á mánudaginn. „Við erum hér í tviemur hörkuleikjum og lendum öfugu megin við línuna. Þurfum bara að vinna einn leik og byrja á mánudag, taka þá í Garðabæ og koma þessu aftur í Smárann.“ Bónus-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Stjarnan er komin í 2-0 gegn Grindavík í undanúrslitaeinvígi liðanna í Bónus-deild karla. Stjarnan vann 100-99 sigur eftir ótrúlega dramatík og getur tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í þriðja leik liðanna á mánudag. 24. apríl 2025 18:30 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
„Ég á bara eftir að átta mig á þessu, við bara hendum þessu frá okkur. Stutta útgáfan er þannig,“ sagði Jóhann Þór í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leikinn í kvöld. „Við töpum tuttugu og tveimur boltum í leiknum og það er erfitt að koma orðum á þetta. Algjör aulaskapur en Stjarnan gerir ágætlega að koma okkur í erfiða hluti og við frjósum. Þetta er bara hræðilegt í alla staði.“ Grindvíkingar voru með forystuna nánast allan leikinn í kvöld, komust mest fimmtán stigum yfir í fyrri hálfleik og voru tíu stigum yfir þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. „Tvisvar förum við tólf eða fimmtán stig yfir og bara hættum einhvern veginn. Ég veit ekki hvað á að segja, dómar í restina sem féllu ekki með okkur en í grunninn þá hendum við þessu frá okkur. Við bara hendum boltanum frá okkur trekk í trekk og erum ekki sterkari á svellinum en það. Tuttugu og tveir tapaðir boltar, þá vinnur þú ekki körfuboltaleiki.“ Dramatíkin undir lokin var mikil. Þegar fimm sekúndur voru eftir áttu Grindvíkingar innkast á vallarhelmingi Stjörnunnar. Valur Orri Valsson kastaði boltanum inn, Jeremy Pargo náði ekki að handsama boltann með Ægi Þór Steinarsson í andlitinu á sér og boltinn endaði fyrir utan hliðarlínu. Dómararnir dæmdu Stjörnunni boltann og fóru svo í skjáinn og staðfestu dóminn, en frá einu sjónarhorni virtist sem Ægir Þór hefði snert boltann. „Þeir giska á það að þeir eigi boltann og þar af leiðandi er það ekki nógu augljóst að þeir geti snúið því. Það er eitt sjónarhorn sem sýnir það augljóslega að Ægir kemur við boltann. Ég sagði við aðstoðardómarann, þeir eru stundum eins og krakkar í nammibúð að hlaupa í þennan skjá.“ Það var mikið að gera hjá dómurum leiksins og hér hefur Jeremy Pargo eitthvað við málin að athuga.Vísir/Guðmundur „Til dæmis eins og í fyrri hálfleik þegar Jese [Febres] fellir Daniel [Mortensen], það er augljós óíþróttamannsleg villa. Og þetta fíaskó þegar er bara karfa góð og hvað heldur þú að það séu margir hérna inni, 2000 manns? Það sjá það allir nema einhverjir tveir sem horfa eitthvað annað og allt í einu megum við challenga það,“ en Jóhann Þór vísar þarna í atvik þar sem Grindvíkingar gátu skorað á ákvörðun dómara eftir að leikurinn hafði verið látinn ganga í nokkrar sekúndur og DeAndre Kane fengið villu sem síðan var dregin til baka. Jóhann Þór vildi þó ekki beina of mikilli athygli á dómarana. „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa, hvernig við hendum þessu frá okkur. Við erum bara með þetta og svo bara lykilmenn, þetta er alveg óþolandi. Ég veit ekki hvað ég get sagt.“ Jóhann Þór íbygginn á svip í leiknum í Smáranum.Vísir/Guðmundur Hann segist ekki þekkja reglurnar nógu vel hvað varðar það þegar þjálfarar mega skora á ákvarðanir dómara og senda þá í skjáinn. „Ég þekki ekki reglurnar, þeir hljóta að gera það fjandinn hafi það. Við máttum gera það og gerðum það en það hefði ekki þurft, hefði ekki átt að þurfa af því þetta var augljóst. Það sáu þetta allir í húsinu nema þeir, það er ekki að drepa okkur heldur við sjálfir sem köstum þessu frá okkur. Tuttugu og tveir tapaðir og þá vinnur þú ekki lið eins og Stjörnuna.“ Grindvíkingar eru núna með bakið upp við vegg og eru fallnir úr leik tapi þeir í þriðja leik liðanna á mánudaginn. „Við erum hér í tviemur hörkuleikjum og lendum öfugu megin við línuna. Þurfum bara að vinna einn leik og byrja á mánudag, taka þá í Garðabæ og koma þessu aftur í Smárann.“
Bónus-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Stjarnan er komin í 2-0 gegn Grindavík í undanúrslitaeinvígi liðanna í Bónus-deild karla. Stjarnan vann 100-99 sigur eftir ótrúlega dramatík og getur tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í þriðja leik liðanna á mánudag. 24. apríl 2025 18:30 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Stjarnan er komin í 2-0 gegn Grindavík í undanúrslitaeinvígi liðanna í Bónus-deild karla. Stjarnan vann 100-99 sigur eftir ótrúlega dramatík og getur tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í þriðja leik liðanna á mánudag. 24. apríl 2025 18:30