Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Sindri Sverrisson skrifar 24. apríl 2025 12:46 Jamie Vardy hefur svo sannarlega ýmislegt til að gleðjast yfir þegar hann lítur til baka yfir tímann hjá Leicester. Getty/Leicester City FC Enski markahrókurinn Jamie Vardy mun yfirgefa Leicester í sumar eftir þrettán ár hjá félaginu sem keypti hann á sínum tíma frá utandeildarfélagi. Vardy var meðal annars lykilmaður í ótrúlegum Englandsmeistaratitli Leicester árið 2016. Vardy er orðinn 38 ára gamall en hefur ekki í hyggju að leggja skóna á hilluna. Hann mun hins vegar yfirgefa Leicester í sumar en þetta tilkynnti félagið í dag, nokkrum dögum eftir að fall liðsins úr úrvalsdeildinni var endanlega staðfest með 1-0 tapi gegn Liverpool á sunnudaginn. Vardy hefur lítið getað gert við skelfilegu gengi Leicester í vetur en liðið hefur til að mynda tapað síðustu níu heimaleikjum sínum í röð án þess að skora eitt einasta mark, sem er met. Leicester kveður hann hins vegar í myndbandi sem „geitina“ (e. GOAT), eða þann allra besta í sögu félagsins, eftir mögnuð afrek hans með félaginu. Goodbye to the GOAT 🐐 pic.twitter.com/romej28Kbr— Leicester City (@LCFC) April 24, 2025 Vardy hefur skorað 198 mörk og átt 69 stoðsendingar í 496 leikjum með Leicester. Þar á meðal skoraði hann 24 deildarmörk tímabilið magnaða þegar liðið varð, öllum að óvörum, Englandsmeistari 2016. Hann var valinn leikmaður tímabilsins það ár. Þá hlaut hann gullskóinn árið 2020 eftir að hafa skorað 23 mörk í úrvalsdeildinni. Vardy hefur í vetur skorað sjö mörk í 31 leik í úrvalsdeildinni og alls skorað 143 mörk í 338 leikjum í deildinni. Auk þess hefur hann skorað 38 mörk í 98 leikjum í næstefstu deild. Jamie Vardy made his Premier League debut at 27 and has since scored more goals than:🇨🇮 Didier Drogba🇵🇹 Cristiano Ronaldo🇺🇾 Luis Suárez🇧🇪 Romelu Lukaku🇸🇳 Sadio Mané🇹🇹 Dwight Yorke🏴 Ian Wright🇳🇱 Ruud van NistelrooyLate start, great finish 🍷 pic.twitter.com/jKTiDGLM1G— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2025 „Jamie er einstakur. Hann er einstakur leikmaður og ekki síður einstök manneskja,“ sagði Aiyawatt Srivaddhanaprabha, stjórnarformaður Leicester, og bætti við: „Hann mun alltaf eiga sess í hjörtum allra sem tengjast Leicester City og á svo sannarlega alla mína virðingu og kærleika. Ég verð endalaust þakklátur fyrir allt það sem hann hefur gefið þessu félagi.“ Enski boltinn Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Fleiri fréttir Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Vardy er orðinn 38 ára gamall en hefur ekki í hyggju að leggja skóna á hilluna. Hann mun hins vegar yfirgefa Leicester í sumar en þetta tilkynnti félagið í dag, nokkrum dögum eftir að fall liðsins úr úrvalsdeildinni var endanlega staðfest með 1-0 tapi gegn Liverpool á sunnudaginn. Vardy hefur lítið getað gert við skelfilegu gengi Leicester í vetur en liðið hefur til að mynda tapað síðustu níu heimaleikjum sínum í röð án þess að skora eitt einasta mark, sem er met. Leicester kveður hann hins vegar í myndbandi sem „geitina“ (e. GOAT), eða þann allra besta í sögu félagsins, eftir mögnuð afrek hans með félaginu. Goodbye to the GOAT 🐐 pic.twitter.com/romej28Kbr— Leicester City (@LCFC) April 24, 2025 Vardy hefur skorað 198 mörk og átt 69 stoðsendingar í 496 leikjum með Leicester. Þar á meðal skoraði hann 24 deildarmörk tímabilið magnaða þegar liðið varð, öllum að óvörum, Englandsmeistari 2016. Hann var valinn leikmaður tímabilsins það ár. Þá hlaut hann gullskóinn árið 2020 eftir að hafa skorað 23 mörk í úrvalsdeildinni. Vardy hefur í vetur skorað sjö mörk í 31 leik í úrvalsdeildinni og alls skorað 143 mörk í 338 leikjum í deildinni. Auk þess hefur hann skorað 38 mörk í 98 leikjum í næstefstu deild. Jamie Vardy made his Premier League debut at 27 and has since scored more goals than:🇨🇮 Didier Drogba🇵🇹 Cristiano Ronaldo🇺🇾 Luis Suárez🇧🇪 Romelu Lukaku🇸🇳 Sadio Mané🇹🇹 Dwight Yorke🏴 Ian Wright🇳🇱 Ruud van NistelrooyLate start, great finish 🍷 pic.twitter.com/jKTiDGLM1G— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2025 „Jamie er einstakur. Hann er einstakur leikmaður og ekki síður einstök manneskja,“ sagði Aiyawatt Srivaddhanaprabha, stjórnarformaður Leicester, og bætti við: „Hann mun alltaf eiga sess í hjörtum allra sem tengjast Leicester City og á svo sannarlega alla mína virðingu og kærleika. Ég verð endalaust þakklátur fyrir allt það sem hann hefur gefið þessu félagi.“
Enski boltinn Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Fleiri fréttir Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn