Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. apríl 2025 20:01 Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi, og Katrín Katrínardóttir, klínískur félagsráðgjafi, áfallasérfræðingur og myndlistarkona, ræddu lykilinn að farsælu hjónabandi við Bítið í morgun. Ómar Úlfur „Það er alltaf hægt að rækta neistann. Við erum alveg funheit í dag,“ segja hjónin Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi, og Katrín Katrínardóttir, klínískur félagsráðgjafi, áfallasérfræðingur og myndlistarkona. Þau hafa verið par í fjörutíu ár og ræddu við Bítið um hver lykillinn sé að langlífu hjónabandi. Upplifði að hún ætti lífið eftir Kata og Teddi, eins og þau kalla sig, hafa verið bestu vinir í 43 ár. Þau byrjuðu upphaflega að stinga saman nefjum þegar Teddi var fjórtán og Kata ári eldri. „Þá var ég bara alveg sannfærður að þetta væri rétta valið,“ segir Teddi kíminn en Kata var ekki alveg á sömu blaðsíðu þá. Þau voru upphaflega saman í fimm vikur í stöðugu kossaflensi. „Ég upplifði að ég ætti lífið eftir. Ég hafði nú aldrei hugsað mér að vera að prófa mig áfram í strákamálum svo ég sagði við Tedda að hann væri sá eini en ég væri ekki tilbúin að vera með honum. Tveimur árum seinna byrjum við svo saman,“ segir Kata. Þau segja að vináttan sé grunnurinn að þeirra hjónabandi þó að einhverjir gætu velt fyrir sér hvort það hafi áhrif á neistann. „Það er alltaf hægt að rækta neistann. Við erum alveg funheit í dag,“ segir Teddi léttur í bragði og Kata tekur undir. Gríðarlega mikilvægt að geta rætt erfiðleikana Samkvæmt Kötu segir metsöluhöfundurinn Esther Perel að fólk sem fer í gegnum lífið saman eigi nokkur ólík sambönd með sama makanum. Því séu þau hjónin í raun í sambandi með þriðja eða fjórða makanum. „Þú ert mismunandi maður í sama makanum. Við erum bæði búin að þroskast sem manneskjur í gegnum ólík lífsskeið. Það hefur auðvitað margt gengið á og við höfum þurft að takast á við ótrúlega erfiða hluti í lífinu, sem við höfum gert saman. Það hefur dýpkað og þroskað sambandið líka,“ segir Kata og bætir við: „Pör geta stundum ekki gengið í gegnum tráma og áföll og fara í sundur, það er alveg þekkt. En þrátt fyrir erfið tímabil, jafnvel þegar höfum við ekki geta talað saman um erfiðu hlutina, þá höfum við Teddi náð saman aftur því við tökum ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað sama hvað og haldast hönd í hönd,“ segir Kata en hjúin sammælast um að þau fari að sjálfsögðu stundum í taugarnar á hvort öðru. Ófeimin við að fá aðstoð Þá sé mikilvægt að geta fengið aðstoð hjá fagfólki. „Við erum ófeimin við að fá speglun frá utanaðkomandi aðilum, við erum alls ekki yfir það hafin. Við eigum gott samband vegna þess að við höfum ákveðið það, ekki vegna þess að við séum bara svona „perfect“ fyrir hvort annað, sem við höfum reyndar lært að vera.“ Hjúin sammælast um að vera mjög ólík en passa þó mjög vel saman. Þau segja að menntun þeirra nýtist þeim án efa vel þó að þau séu að sama skapi mannleg. „Þó ég segi sjálfur frá þá erum við mjög dugleg við það að nýta það sem við þekkjum. Svo hefur Kata mín menntað sig mjög mikið í úrvinnslu áfalla. Stundum hljómar það ekki jákvætt fyrir mig að eftir fjörutíu ár með mér sé hún orðin áfallasérfræðingur, ég veit ekki alveg hvað það segir um mig,“ segir Teddi hlæjandi en bætir við: „En við höfum verið ófeimin við að nota fræðin sem við vinnum við að nota á okkur sjálf.“ „Já en svo erum við samt bara manneskjur fyrst og síðast,“ svarar Kata. „Oft er erfitt að nota fræðin á mann sjálfan því maður er blindur á sjálfan sig og það er bara eðlilegt. Þá skiptir svo miklu máli að makinn umberi mann á þessu blinda skeiði og sé ekki bara að segja: „Þú ert svona“, heldur hlusti. Teddi hefur lært það, hann var ekki alltaf þannig en hann hefur lært það og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Katrín Katrínardóttir er sömuleiðis myndlistarkona. Hún er með sýningar á Kaffi Mílanó í Skeifunni og Listaseli í miðbænum á Selfossi. Instagram @katk_artist Öskur aldrei góð en hollt að geta verið ósammála Talið berst þá að rifrildi og hvort það sé eðlilegt að pör rífist. „Að rífast þar sem við öskrum á hvort annað, það hjálpar engum. En við Teddi erum alls ekki alltaf sammála og við leyfum okkur að vera ósammála og takast á um hlutina. Það er bara eðlilegt,“ segir Kata og hennar heittelskaði bætir við: „Ég hef stundum skilgreint það þannig að rifrildi er þegar við erum að rífa niður karakter einhvers, þegar við erum að vaða í manninn en ekki málið. Það er aldrei hollt og það verður aldrei neitt gott úr því. En að vera ósammála og geta rætt það á málefnalegum grundvelli, það er hollt.“ Kata segir sömuleiðis mikilvægt að finna hjá sér að maður sé tilbúinn að ræða hlutina. „Þú getur ekki tekist á við eitthvað þegar þú ert ekki „online“. Þegar þú ert í tilfinningunum þínum, öndunin of mikil og þú ert pirruð þá ferðu úr jafnvæginu þínu og þú nærð engri niðurstöðu þar.“ Bítið Ástin og lífið Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Upplifði að hún ætti lífið eftir Kata og Teddi, eins og þau kalla sig, hafa verið bestu vinir í 43 ár. Þau byrjuðu upphaflega að stinga saman nefjum þegar Teddi var fjórtán og Kata ári eldri. „Þá var ég bara alveg sannfærður að þetta væri rétta valið,“ segir Teddi kíminn en Kata var ekki alveg á sömu blaðsíðu þá. Þau voru upphaflega saman í fimm vikur í stöðugu kossaflensi. „Ég upplifði að ég ætti lífið eftir. Ég hafði nú aldrei hugsað mér að vera að prófa mig áfram í strákamálum svo ég sagði við Tedda að hann væri sá eini en ég væri ekki tilbúin að vera með honum. Tveimur árum seinna byrjum við svo saman,“ segir Kata. Þau segja að vináttan sé grunnurinn að þeirra hjónabandi þó að einhverjir gætu velt fyrir sér hvort það hafi áhrif á neistann. „Það er alltaf hægt að rækta neistann. Við erum alveg funheit í dag,“ segir Teddi léttur í bragði og Kata tekur undir. Gríðarlega mikilvægt að geta rætt erfiðleikana Samkvæmt Kötu segir metsöluhöfundurinn Esther Perel að fólk sem fer í gegnum lífið saman eigi nokkur ólík sambönd með sama makanum. Því séu þau hjónin í raun í sambandi með þriðja eða fjórða makanum. „Þú ert mismunandi maður í sama makanum. Við erum bæði búin að þroskast sem manneskjur í gegnum ólík lífsskeið. Það hefur auðvitað margt gengið á og við höfum þurft að takast á við ótrúlega erfiða hluti í lífinu, sem við höfum gert saman. Það hefur dýpkað og þroskað sambandið líka,“ segir Kata og bætir við: „Pör geta stundum ekki gengið í gegnum tráma og áföll og fara í sundur, það er alveg þekkt. En þrátt fyrir erfið tímabil, jafnvel þegar höfum við ekki geta talað saman um erfiðu hlutina, þá höfum við Teddi náð saman aftur því við tökum ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað sama hvað og haldast hönd í hönd,“ segir Kata en hjúin sammælast um að þau fari að sjálfsögðu stundum í taugarnar á hvort öðru. Ófeimin við að fá aðstoð Þá sé mikilvægt að geta fengið aðstoð hjá fagfólki. „Við erum ófeimin við að fá speglun frá utanaðkomandi aðilum, við erum alls ekki yfir það hafin. Við eigum gott samband vegna þess að við höfum ákveðið það, ekki vegna þess að við séum bara svona „perfect“ fyrir hvort annað, sem við höfum reyndar lært að vera.“ Hjúin sammælast um að vera mjög ólík en passa þó mjög vel saman. Þau segja að menntun þeirra nýtist þeim án efa vel þó að þau séu að sama skapi mannleg. „Þó ég segi sjálfur frá þá erum við mjög dugleg við það að nýta það sem við þekkjum. Svo hefur Kata mín menntað sig mjög mikið í úrvinnslu áfalla. Stundum hljómar það ekki jákvætt fyrir mig að eftir fjörutíu ár með mér sé hún orðin áfallasérfræðingur, ég veit ekki alveg hvað það segir um mig,“ segir Teddi hlæjandi en bætir við: „En við höfum verið ófeimin við að nota fræðin sem við vinnum við að nota á okkur sjálf.“ „Já en svo erum við samt bara manneskjur fyrst og síðast,“ svarar Kata. „Oft er erfitt að nota fræðin á mann sjálfan því maður er blindur á sjálfan sig og það er bara eðlilegt. Þá skiptir svo miklu máli að makinn umberi mann á þessu blinda skeiði og sé ekki bara að segja: „Þú ert svona“, heldur hlusti. Teddi hefur lært það, hann var ekki alltaf þannig en hann hefur lært það og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Katrín Katrínardóttir er sömuleiðis myndlistarkona. Hún er með sýningar á Kaffi Mílanó í Skeifunni og Listaseli í miðbænum á Selfossi. Instagram @katk_artist Öskur aldrei góð en hollt að geta verið ósammála Talið berst þá að rifrildi og hvort það sé eðlilegt að pör rífist. „Að rífast þar sem við öskrum á hvort annað, það hjálpar engum. En við Teddi erum alls ekki alltaf sammála og við leyfum okkur að vera ósammála og takast á um hlutina. Það er bara eðlilegt,“ segir Kata og hennar heittelskaði bætir við: „Ég hef stundum skilgreint það þannig að rifrildi er þegar við erum að rífa niður karakter einhvers, þegar við erum að vaða í manninn en ekki málið. Það er aldrei hollt og það verður aldrei neitt gott úr því. En að vera ósammála og geta rætt það á málefnalegum grundvelli, það er hollt.“ Kata segir sömuleiðis mikilvægt að finna hjá sér að maður sé tilbúinn að ræða hlutina. „Þú getur ekki tekist á við eitthvað þegar þú ert ekki „online“. Þegar þú ert í tilfinningunum þínum, öndunin of mikil og þú ert pirruð þá ferðu úr jafnvæginu þínu og þú nærð engri niðurstöðu þar.“
Bítið Ástin og lífið Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira