„Ég er mannleg“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2025 21:45 Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segist hafa verið að brúna kartöflur með páskalambinu þegar henni hafi brugðist bogalistin, eins og frægt er orðið. Hún notaði enskan titil Frans páfa í samfélagsmiðlafærslu um andlát hans. Vakti það hneykslan margra á samfélagsmiðlum. Í nýrri færslu segir forsetinn að henni þyki afskaplega vænt um Íslendinga og okkar dýrmæta tungumál. Hún hafi hins vegar ætlað að tengja við opinbera síðu páfans á Instagram, eins og fram kom fyrr í dag. „Ætlun mín var að tengja við opinbera síðu Frans páfa á Instagram svo ég sló inn Pope Francis og fékk upp @franciscus. Ég bað eiginmanninn (sem var að taka út hrygginn) að kanna hvort um rétta síðu væri að ræða á meðan ég kláraði kartöflurnar og færsluna í nokkrum flýti áður en mamma kom í mat. Í látunum fór að-merkið (@) forgörðum og því fór sem fór,“ skrifar Halla. Sjá einnig: Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Forsetinn segist axla fulla ábyrgð á færslunni og hún hafi breytt henni um leið og henni hafi verið bent á mistökin. Þá þakkar hún þeim sem standa vaktina og minna á mikilvægi þess að standa vörð um íslenskuna. Halla segist með þessu fólki í liði en hún sé mennsk og geti því ekki lofað að gera ekki fleiri mistök. Hins vegar trúi hún því að „af mistökunum lærum við mest og minnst lærum við þegar við teljum sjálfum okkur og öðrum trú um að við vitum allt best.“ Hún segir að sjaldan þekki fólk allar hliðar mála og að hennar mati sé fátt mikilvægara en að Íslendingar séu börnum sínum góð fyrirmynd og vandi orð sín og gjörðir og sýni þannig þroska til að skiptast á skoðunum og ræða mál af virðingu, umhyggju og kærleik. Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Íslensk tunga Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
Í nýrri færslu segir forsetinn að henni þyki afskaplega vænt um Íslendinga og okkar dýrmæta tungumál. Hún hafi hins vegar ætlað að tengja við opinbera síðu páfans á Instagram, eins og fram kom fyrr í dag. „Ætlun mín var að tengja við opinbera síðu Frans páfa á Instagram svo ég sló inn Pope Francis og fékk upp @franciscus. Ég bað eiginmanninn (sem var að taka út hrygginn) að kanna hvort um rétta síðu væri að ræða á meðan ég kláraði kartöflurnar og færsluna í nokkrum flýti áður en mamma kom í mat. Í látunum fór að-merkið (@) forgörðum og því fór sem fór,“ skrifar Halla. Sjá einnig: Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Forsetinn segist axla fulla ábyrgð á færslunni og hún hafi breytt henni um leið og henni hafi verið bent á mistökin. Þá þakkar hún þeim sem standa vaktina og minna á mikilvægi þess að standa vörð um íslenskuna. Halla segist með þessu fólki í liði en hún sé mennsk og geti því ekki lofað að gera ekki fleiri mistök. Hins vegar trúi hún því að „af mistökunum lærum við mest og minnst lærum við þegar við teljum sjálfum okkur og öðrum trú um að við vitum allt best.“ Hún segir að sjaldan þekki fólk allar hliðar mála og að hennar mati sé fátt mikilvægara en að Íslendingar séu börnum sínum góð fyrirmynd og vandi orð sín og gjörðir og sýni þannig þroska til að skiptast á skoðunum og ræða mál af virðingu, umhyggju og kærleik.
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Íslensk tunga Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02