„Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2025 20:52 Stjarnan á enn eftir að fá sitt fyrsta stig í Bestu deild kvenna á tímabilinu. vísir/diego Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir 2-6 tapið fyrir Víkingi í Bestu deild kvenna í kvöld. Hann segir að leikmenn Stjörnunnar verði að taka meiri ábyrgð og liðið þurfi að bæta spilamennsku sína til muna í næstu leikjum. Eftir ágætis byrjun á leiknum hrundi allt hjá Stjörnunni eftir að Linda Líf Boama kom Víkingi yfir á 14. mínútu. Annan leikinn í röð fengu Stjörnukonur á sig sex mörk og þær sitja stigalausar á botni deildarinnar. „Það virðist vera að það hafi þurft ansi lítið til að slá okkur út af laginu. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en svo gerum við of stór mistök, einstaklingsmistök sem kosta rosalega mikið og erum alltof fljótar að brotna,“ sagði Jóhannes Karl við Vísi eftir leikinn. Hann hefði viljað sjá Stjörnukonur bregðast betur við mótlætinu sem þær lentu í kvöld. „Mér fannst við brotna strax og heilt yfir var þetta virkilega slök frammistaða,“ sagði Jóhannes Karl. Stjarnan var 1-3 undir í hálfleik og fékk svo mark á sig snemma í seinni hálfleik. „Við ætluðum að rífa okkur í gang og koma með 2-3 markið til að búa til leik úr þessu. En við vinnum ekki fótboltaleiki ef við getum ekki varist föstum leikatriðum. Ég held að við séum búnar að fá á okkur sex mörk úr föstum leikatriðum í fyrstu tveimur leikjunum. Það þurfum að byrja á að stoppa í þau göt,“ sagði Jóhannes Karl. Hann segir að fyrir utan einstaklingsmistök sé Stjörnuliðið alls ekki að spila vel og margt vanti upp á. „Leikur alls liðsins er engan veginn nógu góður. Sérstaklega sóknarlega erum við ekki að halda í boltann og hreyfa hann eins og við viljum gera. En svo er fótbolti þannig að allir þurfa að taka ábyrgð og þegar þú færð á þig mörg mörk úr föstum leikatriðum eins og við erum að gera þurfum við að byrja á að líta inn á við og vera aðeins stærri í því sem við erum að gera, gera þetta saman sem lið og koma þessum boltum í burt. En það er svolítið eins og allir séu að bíða eftir að næsti maður geri það.“ Aðspurður hvort Stjarnan myndi fá liðsauka áður en félagaskiptaglugganum verður lokað kvaðst Jóhannes Karl ekki eiga von á því. Hann vonaðist hins vegar til þess að endurheimta fyrirliðann Önnu Maríu Baldursdóttur í næsta leik sem er gegn Tindastóli á útivelli á sunnudaginn. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Fleiri fréttir Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
Eftir ágætis byrjun á leiknum hrundi allt hjá Stjörnunni eftir að Linda Líf Boama kom Víkingi yfir á 14. mínútu. Annan leikinn í röð fengu Stjörnukonur á sig sex mörk og þær sitja stigalausar á botni deildarinnar. „Það virðist vera að það hafi þurft ansi lítið til að slá okkur út af laginu. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en svo gerum við of stór mistök, einstaklingsmistök sem kosta rosalega mikið og erum alltof fljótar að brotna,“ sagði Jóhannes Karl við Vísi eftir leikinn. Hann hefði viljað sjá Stjörnukonur bregðast betur við mótlætinu sem þær lentu í kvöld. „Mér fannst við brotna strax og heilt yfir var þetta virkilega slök frammistaða,“ sagði Jóhannes Karl. Stjarnan var 1-3 undir í hálfleik og fékk svo mark á sig snemma í seinni hálfleik. „Við ætluðum að rífa okkur í gang og koma með 2-3 markið til að búa til leik úr þessu. En við vinnum ekki fótboltaleiki ef við getum ekki varist föstum leikatriðum. Ég held að við séum búnar að fá á okkur sex mörk úr föstum leikatriðum í fyrstu tveimur leikjunum. Það þurfum að byrja á að stoppa í þau göt,“ sagði Jóhannes Karl. Hann segir að fyrir utan einstaklingsmistök sé Stjörnuliðið alls ekki að spila vel og margt vanti upp á. „Leikur alls liðsins er engan veginn nógu góður. Sérstaklega sóknarlega erum við ekki að halda í boltann og hreyfa hann eins og við viljum gera. En svo er fótbolti þannig að allir þurfa að taka ábyrgð og þegar þú færð á þig mörg mörk úr föstum leikatriðum eins og við erum að gera þurfum við að byrja á að líta inn á við og vera aðeins stærri í því sem við erum að gera, gera þetta saman sem lið og koma þessum boltum í burt. En það er svolítið eins og allir séu að bíða eftir að næsti maður geri það.“ Aðspurður hvort Stjarnan myndi fá liðsauka áður en félagaskiptaglugganum verður lokað kvaðst Jóhannes Karl ekki eiga von á því. Hann vonaðist hins vegar til þess að endurheimta fyrirliðann Önnu Maríu Baldursdóttur í næsta leik sem er gegn Tindastóli á útivelli á sunnudaginn.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Fleiri fréttir Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn