Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2025 09:00 Trent Alexander-Arnold fagnaði sigurmarki sínu ber að ofan og með treyju sína á hornfánanum. Getty/Liverpool FC Trent Alexander-Arnold var hetja Liverpool um páskahelgina en hann skoraði þá sigurmarkið á móti Leicester aðeins nokkrum mínútum eftir að hafa komið inn á völlinn sem varamaður. Eftir leikinn vildi bakvörðurinn þó ekki segja neitt um framtíð sína hjá Liverpool. Alexander-Arnold hefur verið meiddur síðustu vikur en í millitíðinni hafa spænskir og enskir fjölmiðlar svo gott sem staðfest það að hann sé á förum til Real Madrid í sumar. Það sem meira er Liverpool fengi ekki krónu fyrir eina af sínum stærstu stjörnum. Liverpool hefur aftur á móti framlengt samninga sína við Mohamed Salah og Virgil van Dijk sem voru báðir að renna út á samningi eins og Alexander-Arnold. Það var mikil dramatík í gangi eftir að Alexander-Arnold skoraði sigurmarkið mikilvæga á móti Leicester en Liverpool er fyrir vikið aðeins einum sigri frá tuttugasta enska meistaratitlinum. Hengdi treyjuna á hornfánann Alexander-Arnold fagnaði með því að rífa sig úr treyjunni og hengja hana upp á hornfánann. Sumir eru farnir að reyna að lesa eitthvað í þessi fagnaðarlæti hans. „Ef þú ert á förum frá fótboltafélagið þá fagnar þú ekki svona,“ sagði Clinton Morrison, sérfræðingur á BBC. „Það er eitthvað kraftmikið í augunum hans eftir að hann skoraði þetta mark. Svo hljóp hann beint til stuðningsmanna Liverpool,“ sagði Gary Neville. Sérfræðingarnir voru að reyna að lesa eitthvað í fagnaðarlæti Trents því hann sjálfur gaf ekkert upp. Mun fylgja honum alla tíð „Ég vil ekki tala um stöðuna hjá mér. Svona dagar eru alltaf sérstakir. Þetta er einstök gleðistund sem mun fylgja mér alla tíð,“ sagði Trent Alexander-Arnold sjálfur eftir leikinn. Það mátti heyra eitthvað smá baul þegar Alexander-Arnold kom inn á sem varamaður en stuðningsmenn Liverpool voru fljótir að hætta öllu slíku eftir að hann skoraði. Þá var þessi uppaldi Liverpool strákur orðinn einn af þeim á ný. Hann ýtti mér fram Alexander-Arnold sagði líka frá því að fyrirliðinn Virgil van Dijk hafi ýtt honum í átt að stuðningsmönnunum. „Hann ýtti mér fram svo ég fengi að upplifa þetta. Stuðningsmennirnir hafa verið magnaðir á þessu tímabili og þeir hjálpuðu okkur enn á ný í þessum leik. Við erum að gera þetta fyrir okkur sjálfa, fyrir fjölskyldur okkar og fyrir okkar stuðningsfólk,“ sagði Alexander-Arnold. Hvort þetta var eins konar kveðjustund eða hvort að Alexander-Arnold taki U-beygju og semji aftur við Liverpool verður að koma í ljós. Það verður líka fróðlegt að sjá viðtökurnar sem hann fær í næsta leik Liverpool á Anfield. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Alexander-Arnold hefur verið meiddur síðustu vikur en í millitíðinni hafa spænskir og enskir fjölmiðlar svo gott sem staðfest það að hann sé á förum til Real Madrid í sumar. Það sem meira er Liverpool fengi ekki krónu fyrir eina af sínum stærstu stjörnum. Liverpool hefur aftur á móti framlengt samninga sína við Mohamed Salah og Virgil van Dijk sem voru báðir að renna út á samningi eins og Alexander-Arnold. Það var mikil dramatík í gangi eftir að Alexander-Arnold skoraði sigurmarkið mikilvæga á móti Leicester en Liverpool er fyrir vikið aðeins einum sigri frá tuttugasta enska meistaratitlinum. Hengdi treyjuna á hornfánann Alexander-Arnold fagnaði með því að rífa sig úr treyjunni og hengja hana upp á hornfánann. Sumir eru farnir að reyna að lesa eitthvað í þessi fagnaðarlæti hans. „Ef þú ert á förum frá fótboltafélagið þá fagnar þú ekki svona,“ sagði Clinton Morrison, sérfræðingur á BBC. „Það er eitthvað kraftmikið í augunum hans eftir að hann skoraði þetta mark. Svo hljóp hann beint til stuðningsmanna Liverpool,“ sagði Gary Neville. Sérfræðingarnir voru að reyna að lesa eitthvað í fagnaðarlæti Trents því hann sjálfur gaf ekkert upp. Mun fylgja honum alla tíð „Ég vil ekki tala um stöðuna hjá mér. Svona dagar eru alltaf sérstakir. Þetta er einstök gleðistund sem mun fylgja mér alla tíð,“ sagði Trent Alexander-Arnold sjálfur eftir leikinn. Það mátti heyra eitthvað smá baul þegar Alexander-Arnold kom inn á sem varamaður en stuðningsmenn Liverpool voru fljótir að hætta öllu slíku eftir að hann skoraði. Þá var þessi uppaldi Liverpool strákur orðinn einn af þeim á ný. Hann ýtti mér fram Alexander-Arnold sagði líka frá því að fyrirliðinn Virgil van Dijk hafi ýtt honum í átt að stuðningsmönnunum. „Hann ýtti mér fram svo ég fengi að upplifa þetta. Stuðningsmennirnir hafa verið magnaðir á þessu tímabili og þeir hjálpuðu okkur enn á ný í þessum leik. Við erum að gera þetta fyrir okkur sjálfa, fyrir fjölskyldur okkar og fyrir okkar stuðningsfólk,“ sagði Alexander-Arnold. Hvort þetta var eins konar kveðjustund eða hvort að Alexander-Arnold taki U-beygju og semji aftur við Liverpool verður að koma í ljós. Það verður líka fróðlegt að sjá viðtökurnar sem hann fær í næsta leik Liverpool á Anfield. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc)
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira