Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 09:31 Luka Doncic og Donte DiVincenzo í kröppum dansi í LA í nótt. Getty/Ronald Martinez Úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hófst í gær en hún byrjaði ekki vel fyrir Luka Doncic, LeBron James og félaga í LA Lakers sem voru eina liðið sem tapaði á heimavelli. Lakers urðu að sætta sig við 117-95 tap gegn Minnesota Timberwolves í slag liðanna sem enduðu í 3. og 6. sæti vesturdeildarinnar. Doncic var stigahæstur hjá Lakers með 37 stig og James, sem skoraði ekki stig í fyrsta leikhluta, endaði með 19 stig. Hjá gestunum, sem röðuðu niður þristum og komust mest 27 stigum yfir í leiknum, var Jaden McDaniels stigahæstur með 25 stig, Naz Reid skoraði 23 og Anthony Edwards 22. RUSSELL WESTBROOK FORCES THE TURNOVER!!NUGGETS WIN GAME 1 🔥 pic.twitter.com/nWOpRyxShg— NBA (@NBA) April 19, 2025 JJ Redick, þjálfari Lakers, sagði lið sitt hafa verið tilbúið andlega en ekki náð að mæta líkamlegri hörku Minnesota í leiknum. „Mér fannst andinn okkar vera alveg réttur. Mér fannst jafnvel þegar þeir tóku hlaupin sín að við værum virkilega þéttir og menn tengdu vel saman. En þegar þeir fóru að spila af meiri hörku og nota líkamann þá brugðumst við ekki strax við því,“ sagði Redick. Nuggets kreistu fram sigur Mikil spenna var í hinum vesturdeildarslagnum í gær, þar sem Denver Nuggets unnu LA Clippers í framlengdum leik, 112-110. Russell Westbrook átti risastóran þátt í sigrinum gegn sínum gömlu félögum, með þriggja stiga körfu seint í venjulegum leiktíma og varnartilburðum í framlengingunni þegar hann komst inn í sendingu James Harden. RUSSELL WESTBROOK FORCES THE TURNOVER!!NUGGETS WIN GAME 1 🔥 pic.twitter.com/nWOpRyxShg— NBA (@NBA) April 19, 2025 Nikola Jokic var þó stigahæstur með 29 stig, átti 12 stoðsendingar og tók níu fráköst fyrir Nuggets sem um tima voru 15 stigum undir. Knicks og Pacers byrja vel Í úrslitakeppni austurdeildarinnar skoruðu New York Knicks 21 stig í röð í lokaleikhlutanum og unnu 123-112 sigur á Detroit Pistons sem ekki hafa unnið leik í úrslitakeppni síðan árið 2008. Það dugði svo ekki fyrir Milwaukee Bucks að Giannis Antetokounmpo skoraði 36 stig því liðið tapaði 117-98 fyrir Indiana Pacers. Úrslitin í nótt: Lakers – Timberwolves, 95-117 Knicks – Pistons, 123-112 Nuggets – Clippers, 112-110 Pacers – Bucks, 117-98 NBA Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
Lakers urðu að sætta sig við 117-95 tap gegn Minnesota Timberwolves í slag liðanna sem enduðu í 3. og 6. sæti vesturdeildarinnar. Doncic var stigahæstur hjá Lakers með 37 stig og James, sem skoraði ekki stig í fyrsta leikhluta, endaði með 19 stig. Hjá gestunum, sem röðuðu niður þristum og komust mest 27 stigum yfir í leiknum, var Jaden McDaniels stigahæstur með 25 stig, Naz Reid skoraði 23 og Anthony Edwards 22. RUSSELL WESTBROOK FORCES THE TURNOVER!!NUGGETS WIN GAME 1 🔥 pic.twitter.com/nWOpRyxShg— NBA (@NBA) April 19, 2025 JJ Redick, þjálfari Lakers, sagði lið sitt hafa verið tilbúið andlega en ekki náð að mæta líkamlegri hörku Minnesota í leiknum. „Mér fannst andinn okkar vera alveg réttur. Mér fannst jafnvel þegar þeir tóku hlaupin sín að við værum virkilega þéttir og menn tengdu vel saman. En þegar þeir fóru að spila af meiri hörku og nota líkamann þá brugðumst við ekki strax við því,“ sagði Redick. Nuggets kreistu fram sigur Mikil spenna var í hinum vesturdeildarslagnum í gær, þar sem Denver Nuggets unnu LA Clippers í framlengdum leik, 112-110. Russell Westbrook átti risastóran þátt í sigrinum gegn sínum gömlu félögum, með þriggja stiga körfu seint í venjulegum leiktíma og varnartilburðum í framlengingunni þegar hann komst inn í sendingu James Harden. RUSSELL WESTBROOK FORCES THE TURNOVER!!NUGGETS WIN GAME 1 🔥 pic.twitter.com/nWOpRyxShg— NBA (@NBA) April 19, 2025 Nikola Jokic var þó stigahæstur með 29 stig, átti 12 stoðsendingar og tók níu fráköst fyrir Nuggets sem um tima voru 15 stigum undir. Knicks og Pacers byrja vel Í úrslitakeppni austurdeildarinnar skoruðu New York Knicks 21 stig í röð í lokaleikhlutanum og unnu 123-112 sigur á Detroit Pistons sem ekki hafa unnið leik í úrslitakeppni síðan árið 2008. Það dugði svo ekki fyrir Milwaukee Bucks að Giannis Antetokounmpo skoraði 36 stig því liðið tapaði 117-98 fyrir Indiana Pacers. Úrslitin í nótt: Lakers – Timberwolves, 95-117 Knicks – Pistons, 123-112 Nuggets – Clippers, 112-110 Pacers – Bucks, 117-98
NBA Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira