Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2025 20:02 Theódóra S. Þorsteinsdóttir er oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Vísir/Stefán Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir miklar hækkanir á gjaldskrá vegna sumarnámskeiða bæjarins vera fráleitar. Það sé dapurlegt að ungmennaráð fái ekki að ræða hækkanirnar. Í fyrra greiddu foreldrar í Kópavogi rúmar tólf þúsund krónur fyrir heils dags námskeið sé miðað við fimm daga í viku. Gjaldið hækkar nú í 18.500 krónur, tæplega 53 prósent hækkun. Fyrir námskeið á smíðavelli fer gjaldið úr 9.500 og í 19.500. 105 prósent hækkun. Vildu ekki vísa til ungmennaráðs Minnihlutinn gagnrýndi þessa hækkun á fundi bæjarráðs og vildi vísa því til umsagnar í ungmennaráði. Því hafnaði meirihlutinn og vísaði til þess að gjaldskrárbreytingar séu almennt ekki teknar til umræðu hjá nefndum sem snúa að tilteknum hópum. „Það er auðvitað mjög sorglegt því Kópavogsbær er búinn að hafa mikið fyrir því að innleiða þetta verkefni, sem er að vera barnvænt samfélag. Partur af því er að ungt fólk í Kópavogi eigi að hafa áhrif á sín eigin mál. Það er hlutverk ungmennaráðs að fjalla um sín eigin mál þannig við vildum fá sjónarmið þeirra á þessar gjaldskrár hækkanir. Þetta er bara dapurlegt að þau hafni því,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Meirihlutinn segir í sinni bókun hækkunina koma meðal annars til þar sem námskeið samkeppnisaðila, íþróttafélaga og kirkjunnar, séu dýrari. Minnihlutinn telur þetta þó vera vegna nýrra kjarasamninga kennara. „Kópavogsbær hefur boðið upp á þetta í gegnum tíðina, sumarnámskeið á góðu verði, og á ekki að vera í samkeppni við neinn. Þetta er bara mikilvæg grunnþjónusta. Og það sem meirihlutanum hefur verið tíðrætt um í tengslum við þessar hagræðingaaðgerðir, er að þetta eigi ekki að bitna á grunnþjónustunni. En þetta gerir það. Það er mjög óvenjulegt að vera að hækka þetta um tugi prósenta,“ segir Theódóra. Fátækir foreldrar í klandri Hækkanirnar geti orðið til þess að börn með foreldra í viðkvæmri stöðu komist ekki á sumarnámskeið. „Það er bara nóg um álög á barnafjölskyldur í Kópavogi í dag. Sama hvort það er almennar hækkanir á húsnæðislánum, matarkörfunni og leikskólagjöldum, þá þarf ekki að bæta þessu við,“ segir Theódóra. Kópavogur Sveitarstjórnarmál Frístund barna Börn og uppeldi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Í fyrra greiddu foreldrar í Kópavogi rúmar tólf þúsund krónur fyrir heils dags námskeið sé miðað við fimm daga í viku. Gjaldið hækkar nú í 18.500 krónur, tæplega 53 prósent hækkun. Fyrir námskeið á smíðavelli fer gjaldið úr 9.500 og í 19.500. 105 prósent hækkun. Vildu ekki vísa til ungmennaráðs Minnihlutinn gagnrýndi þessa hækkun á fundi bæjarráðs og vildi vísa því til umsagnar í ungmennaráði. Því hafnaði meirihlutinn og vísaði til þess að gjaldskrárbreytingar séu almennt ekki teknar til umræðu hjá nefndum sem snúa að tilteknum hópum. „Það er auðvitað mjög sorglegt því Kópavogsbær er búinn að hafa mikið fyrir því að innleiða þetta verkefni, sem er að vera barnvænt samfélag. Partur af því er að ungt fólk í Kópavogi eigi að hafa áhrif á sín eigin mál. Það er hlutverk ungmennaráðs að fjalla um sín eigin mál þannig við vildum fá sjónarmið þeirra á þessar gjaldskrár hækkanir. Þetta er bara dapurlegt að þau hafni því,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Meirihlutinn segir í sinni bókun hækkunina koma meðal annars til þar sem námskeið samkeppnisaðila, íþróttafélaga og kirkjunnar, séu dýrari. Minnihlutinn telur þetta þó vera vegna nýrra kjarasamninga kennara. „Kópavogsbær hefur boðið upp á þetta í gegnum tíðina, sumarnámskeið á góðu verði, og á ekki að vera í samkeppni við neinn. Þetta er bara mikilvæg grunnþjónusta. Og það sem meirihlutanum hefur verið tíðrætt um í tengslum við þessar hagræðingaaðgerðir, er að þetta eigi ekki að bitna á grunnþjónustunni. En þetta gerir það. Það er mjög óvenjulegt að vera að hækka þetta um tugi prósenta,“ segir Theódóra. Fátækir foreldrar í klandri Hækkanirnar geti orðið til þess að börn með foreldra í viðkvæmri stöðu komist ekki á sumarnámskeið. „Það er bara nóg um álög á barnafjölskyldur í Kópavogi í dag. Sama hvort það er almennar hækkanir á húsnæðislánum, matarkörfunni og leikskólagjöldum, þá þarf ekki að bæta þessu við,“ segir Theódóra.
Kópavogur Sveitarstjórnarmál Frístund barna Börn og uppeldi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira