Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2025 16:17 Southampton náði óvænt í stig. Justin Setterfield/Getty Images Southampton náði í óvænt stig gegn West Ham United í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þar með hefur Southampton jafnað stigafjölda Derby County frá tímabilinu 2007/08 en það tímabilið fékk Derby lægsta stigafjölda í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Southampton hefur verið vægast sagt átakanlegt á leiktíðinni og stefndi lengi í vel að það myndi skáka Derby sem slakasta lið í sögu deildarinnar. Það verður ekki sagt að það hafi legið í loftinu að liðið myndi fá stig í dag en þegar komið var inn í uppbótartíma var staðan 1-0 West Ham í vil þökk sé marki Jarrod Bowen í upphafi síðari hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Lesley Ugochukwu hins vegar metin, lokatölur í Lundúnum 1-1. Stigið þýðir að Southampton, sem er löngu fallið, er með 11 stig á meðan Hamrarnir eru í 16. sæti með 36 stig. 💛 pic.twitter.com/kA226mQk76— Southampton FC (@SouthamptonFC) April 19, 2025 Stigið þýðir að eins og staðan er í dag eru Southampton og Derby County slökustu lið í sögu úrvalsdeildarinnar sem stofnuð var 1992. Dýrlingarnir hafa nú sex leiki til að næla sér í að lágmarki eitt stig í viðbót og skilja Derby eitt eftir sem slaksta liðið. Brentford vann Brighton & Hove Albion í miklum markaleik, lokatölur 4-2. Bryan Mbeumo skoraði tvívegis fyrir Brentford á meðan Yoane Wissa og Christian Nørgaard skoruðu sitthvort markið. Danny Welbeck og Kaoru Mitoma skoruðu mörk gestanna. Brighton var manni færri síðasta hálftímann eftir að João Pedro fékk beint rautt spjald. Eftir leikinn er Brighton áfram með 48 stig í 10. sæti á meðan Brentford er með 46 stig í sætinu fyrir neðan. Mbeumo goal 🤝 Wissa assist pic.twitter.com/hS0WinlSGb— Premier League (@premierleague) April 19, 2025 Þá gerðu Crystal Palace og Bournemouth markalaust jafntefli. Heimamenn voru manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Chris Richards fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma þess fyrri. Bournemouth eru með 49 stig í 8. sæti á meðan Palae er í 12. sæti með 44 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Southampton hefur verið vægast sagt átakanlegt á leiktíðinni og stefndi lengi í vel að það myndi skáka Derby sem slakasta lið í sögu deildarinnar. Það verður ekki sagt að það hafi legið í loftinu að liðið myndi fá stig í dag en þegar komið var inn í uppbótartíma var staðan 1-0 West Ham í vil þökk sé marki Jarrod Bowen í upphafi síðari hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Lesley Ugochukwu hins vegar metin, lokatölur í Lundúnum 1-1. Stigið þýðir að Southampton, sem er löngu fallið, er með 11 stig á meðan Hamrarnir eru í 16. sæti með 36 stig. 💛 pic.twitter.com/kA226mQk76— Southampton FC (@SouthamptonFC) April 19, 2025 Stigið þýðir að eins og staðan er í dag eru Southampton og Derby County slökustu lið í sögu úrvalsdeildarinnar sem stofnuð var 1992. Dýrlingarnir hafa nú sex leiki til að næla sér í að lágmarki eitt stig í viðbót og skilja Derby eitt eftir sem slaksta liðið. Brentford vann Brighton & Hove Albion í miklum markaleik, lokatölur 4-2. Bryan Mbeumo skoraði tvívegis fyrir Brentford á meðan Yoane Wissa og Christian Nørgaard skoruðu sitthvort markið. Danny Welbeck og Kaoru Mitoma skoruðu mörk gestanna. Brighton var manni færri síðasta hálftímann eftir að João Pedro fékk beint rautt spjald. Eftir leikinn er Brighton áfram með 48 stig í 10. sæti á meðan Brentford er með 46 stig í sætinu fyrir neðan. Mbeumo goal 🤝 Wissa assist pic.twitter.com/hS0WinlSGb— Premier League (@premierleague) April 19, 2025 Þá gerðu Crystal Palace og Bournemouth markalaust jafntefli. Heimamenn voru manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Chris Richards fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma þess fyrri. Bournemouth eru með 49 stig í 8. sæti á meðan Palae er í 12. sæti með 44 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira