Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2025 11:02 Í stað þess að fá boltann í lappairnar og inn í hlaupin sín þá voru Real Madrid mennirnir Kylian Mbappe og Vinicius Junior að glíma við eintómar fyrirgjafir allan leikinn. Getty/Angel Martinez Real Madrid er úr leik í Meistaradeildinni í fótbolta eftir tap í báðum leikjunum á móti Arsenal. Sá fyrri tapaðist 3-0 í London og sá seinni 2-1 á Bernabeu í Madrid í gærkvöldi. Óvenjuleg taktík Real Madrid í seinni leiknum vakti athygli en það var eins og Real Madrid ætlaði sér að vinna Arsenal með fyrirgjöfum. Arsenal er vissulega búið að missa hinn mikilvæga miðvörð, Gabriel Magalhaes, út úr vörninni vegna meiðsla en það er ekki beint þekktur leikstíll hjá Real að beita eintómum fyrirgjöfum í sínum leikjum. Það kom líka í ljós þrátt fyrir að Real Marid hafi reynt 43 fyrirgjafir þá heppnuðust aðeins sjö þeirra. Arsenal reyndi á sama tíma níu fyrirgjafir eða 32 færri en spænska liðið. Real Madrid var 66 prósent með boltann í leiknum og átti 48 fleiri sendingar en Arsenal á síðasta þriðjungnum. Leikmenn Real fundu þó sjaldan leiðir að markinu og náðu aðeins þrjú skot á mark í leiknum. Arsenal átti aftur á móti sex skot á markið. Rio Ferdinand var sérfræðingur á TNT Sports eftir leikinn og þessi fyrrum frábæri miðvörður ætti að þekkja það vel að eiga við fyrirgjafir. „Real Madrid er bara að gefa boltann fyrir markið. Það er eina ógnin frá þeim sem ég sé. Að senda boltann fyrir markið og vona það besta,“ sagði Rio Ferdinand og gaf þessari taktík falleinkunn. Arsenal (2,05) var með hærra xG, áætluð mörk, en Real Madrid (1,41) en aðeins 3 af 18 skottilraunum spænska liðsins hittu markið. „Ef segðir mér að ég væri að fara að spila á Bernabeu og það eina sem ég þyrfti að gera væri að verjast fyrirgjöfum þá yrði ég ánægður. Þeir þurftu miklu frekar að finna einhverja leið til að lauma sér inn í vasana á vörninni,“ sagði Ferdinand. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum. Klippa: Sjáðu mörkin og vítin í sigri Arsenal á Real Madrid Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Óvenjuleg taktík Real Madrid í seinni leiknum vakti athygli en það var eins og Real Madrid ætlaði sér að vinna Arsenal með fyrirgjöfum. Arsenal er vissulega búið að missa hinn mikilvæga miðvörð, Gabriel Magalhaes, út úr vörninni vegna meiðsla en það er ekki beint þekktur leikstíll hjá Real að beita eintómum fyrirgjöfum í sínum leikjum. Það kom líka í ljós þrátt fyrir að Real Marid hafi reynt 43 fyrirgjafir þá heppnuðust aðeins sjö þeirra. Arsenal reyndi á sama tíma níu fyrirgjafir eða 32 færri en spænska liðið. Real Madrid var 66 prósent með boltann í leiknum og átti 48 fleiri sendingar en Arsenal á síðasta þriðjungnum. Leikmenn Real fundu þó sjaldan leiðir að markinu og náðu aðeins þrjú skot á mark í leiknum. Arsenal átti aftur á móti sex skot á markið. Rio Ferdinand var sérfræðingur á TNT Sports eftir leikinn og þessi fyrrum frábæri miðvörður ætti að þekkja það vel að eiga við fyrirgjafir. „Real Madrid er bara að gefa boltann fyrir markið. Það er eina ógnin frá þeim sem ég sé. Að senda boltann fyrir markið og vona það besta,“ sagði Rio Ferdinand og gaf þessari taktík falleinkunn. Arsenal (2,05) var með hærra xG, áætluð mörk, en Real Madrid (1,41) en aðeins 3 af 18 skottilraunum spænska liðsins hittu markið. „Ef segðir mér að ég væri að fara að spila á Bernabeu og það eina sem ég þyrfti að gera væri að verjast fyrirgjöfum þá yrði ég ánægður. Þeir þurftu miklu frekar að finna einhverja leið til að lauma sér inn í vasana á vörninni,“ sagði Ferdinand. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum. Klippa: Sjáðu mörkin og vítin í sigri Arsenal á Real Madrid
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira