Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2025 08:02 Rashford var magnaður á þriðjudagskvöld. Aurelien Meunier/Getty Images Marcus Rashford átti sinn besta leik í langan tíma þegar Aston Villa var nálægt því koma einvígi sínu gegn París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í framlengingu. Unai Emery, þjálfari Villa, tók Rashford hins vegar af velli þegar stundarfjórðungur lifði leiks. PSG er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar þökk sé 3-1 sigri í París. Villa vann leikinn á þriðjudagskvöld 3-2 og var nálægt því að koma einvíginu í framlengingu. Rashford hefði án efa skorað að lágmarki eitt mark ef ekki hefði verið fyrir magnaðar markvörslur Gianluigi Donnarumma í marki gestanna. Hann lagði hins vegar upp þriðja mark Villa og ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti. Það kom því á óvart þegar Emery tók hann af velli. Hann átti flestar snertingar inn í teig (12) mótherjanna, skapaði flest færi (4) og átti flestar fyrirgjafir (9). „Rashford skoraði ekki en orkustigið sem hann spilaði á, hann neyddi varnarmenn PSG í að gera mistök. Fyrir mér var hann maður leiksins hjá Villa,“ sagði Dion Dublin, fyrrverandi leikmaður Man United og núverandi sparkspekingur hjá breska ríkisútvarpinu. „Rashford var frábær. Hann var hluti af öllu sem Villa gerði og allt það sem liðið gerði kom í gegnum hann,“ sagði Stephen Warnock, fyrrverandi leikmaður Villa og núverandi sparkspekingur. Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmaður Liverpool, tók í sama streng og sagði að Rashford hefði afsannað allar hrakfaraspár í kringum skipti sín frá Manchester United til Villa. Sparkspekingarnir voru sammála um að sóknarleikur Villa hefði aldrei náð sama takti eftir að Rashford var tekinn af velli og veltu fyrir sér af hverju Emery hefði tekið lánsmanninn frá Man United af velli. „Honum líður betur og hann átti frábæran leik. Við erum glaðir, ef hann er glaður erum við glaðir,“ sagði Emery í viðtali eftir leik. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Sjá meira
PSG er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar þökk sé 3-1 sigri í París. Villa vann leikinn á þriðjudagskvöld 3-2 og var nálægt því að koma einvíginu í framlengingu. Rashford hefði án efa skorað að lágmarki eitt mark ef ekki hefði verið fyrir magnaðar markvörslur Gianluigi Donnarumma í marki gestanna. Hann lagði hins vegar upp þriðja mark Villa og ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti. Það kom því á óvart þegar Emery tók hann af velli. Hann átti flestar snertingar inn í teig (12) mótherjanna, skapaði flest færi (4) og átti flestar fyrirgjafir (9). „Rashford skoraði ekki en orkustigið sem hann spilaði á, hann neyddi varnarmenn PSG í að gera mistök. Fyrir mér var hann maður leiksins hjá Villa,“ sagði Dion Dublin, fyrrverandi leikmaður Man United og núverandi sparkspekingur hjá breska ríkisútvarpinu. „Rashford var frábær. Hann var hluti af öllu sem Villa gerði og allt það sem liðið gerði kom í gegnum hann,“ sagði Stephen Warnock, fyrrverandi leikmaður Villa og núverandi sparkspekingur. Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmaður Liverpool, tók í sama streng og sagði að Rashford hefði afsannað allar hrakfaraspár í kringum skipti sín frá Manchester United til Villa. Sparkspekingarnir voru sammála um að sóknarleikur Villa hefði aldrei náð sama takti eftir að Rashford var tekinn af velli og veltu fyrir sér af hverju Emery hefði tekið lánsmanninn frá Man United af velli. „Honum líður betur og hann átti frábæran leik. Við erum glaðir, ef hann er glaður erum við glaðir,“ sagði Emery í viðtali eftir leik.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Sjá meira