„Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 15. apríl 2025 21:33 Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV. Vísir/Diego Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var sár svekktur eftir tap á Ásvöllum gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi um laust sæti í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Leiknum lauk með sex marka sigri Hauka, 26-20, en Eyjakonur leiddu í hálfleik með tveimur mörkum, 11-13. Sigurður segir góðan fyrri hálfleik þó ekki skila neinu og ekki sé hægt að fagna of snemma. „Ég sagði í hálfleiksræðunni að ég nenni ekki að fara í hundraðasta viðtalið og segja að þetta hafi verið frábær fyrri hálfleikur og tapa. Ég get alveg verið sammála því að þetta var flottu fyrri hálfleikur, en það er bara ekkert í fokking íþróttum. Ég held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt og er óþolandi. Við förum og réttum þeim leikinn og okkar reynslumiklu menn fá tvær tveggja mínútna brottvísanir sem eru bara hrikalega dýrar. Við förum í yfirsnúning og okkar yngstu leikmenn á sínu fyrst tímabili, þær bara ráða ekkert við það. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður en við erum bara svona góðar. Þetta var alveg óþolandi.“ Aðspurður hvað hafi valdið því að liðið hafi misst forystuna fljótlega í síðari hálfleik, þá hafði Sigurður þetta að segja. „Þær tóku Birnu Berg úr leik í síðasta leik og við spiluðum þar þetta sjö á sex og gerðum það mjög vel, en við vorum komnar í yfirsnúning. Við vorum orðnar stressaðar, við vorum hræddar við það að gera mistök, þorðum ekki að taka af skarið og allt þetta. Britney lætur reka sig tvisvar mjög heimskulega út af og það er bara ógeðslega dýrt, mjög dýrt. Það að vera komin fjögur til fimm mörk undir er bara erfitt og þá bara þurfum við kannski að fara selja okkur meira og hugrekkið búið og kannski orkan líka. Birna Berg var orðin mjög þreytt. En ég er pirraður, þetta var dauðafæri á að vinna þetta lið.“ Elín Klara er svo bara different-class Næsti leikur liðanna er út í Eyjum á laugardaginn. Sigurður segir Haukaliðið vera betra en sitt lið og þá standi Elín Klara Þorkelsdóttir upp úr. „Þetta er úrslitakeppni og það er bara þannig. Við erum í sjötta sæti, fengum tíu stig og bara erfiður vetur, en þetta er allt annað dæmi. Við erum bara með gott lið og það er fullt af hörku góðum leikmönnum þarna, en við erum ekki eins góðar og þær. Þá þurfum við að vera skynsamar og ekki að hleypa þeim í þetta. Elín Klara er svo bara different-class og við bara ráðum illa við hana, bara frábær en við vitum það alveg. Hún er bara gella sem vinnur sigra. En það er einn leikur út í Vestmannaeyjum og ég bara biðla til fólksins heima, strákarnir eru búnir, þannig að stelpurnar fái stuðning. Þetta eru bara Eyjastelpur mikið og þær eiga það skilið,“ sagði Sigurður að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira
Leiknum lauk með sex marka sigri Hauka, 26-20, en Eyjakonur leiddu í hálfleik með tveimur mörkum, 11-13. Sigurður segir góðan fyrri hálfleik þó ekki skila neinu og ekki sé hægt að fagna of snemma. „Ég sagði í hálfleiksræðunni að ég nenni ekki að fara í hundraðasta viðtalið og segja að þetta hafi verið frábær fyrri hálfleikur og tapa. Ég get alveg verið sammála því að þetta var flottu fyrri hálfleikur, en það er bara ekkert í fokking íþróttum. Ég held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt og er óþolandi. Við förum og réttum þeim leikinn og okkar reynslumiklu menn fá tvær tveggja mínútna brottvísanir sem eru bara hrikalega dýrar. Við förum í yfirsnúning og okkar yngstu leikmenn á sínu fyrst tímabili, þær bara ráða ekkert við það. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður en við erum bara svona góðar. Þetta var alveg óþolandi.“ Aðspurður hvað hafi valdið því að liðið hafi misst forystuna fljótlega í síðari hálfleik, þá hafði Sigurður þetta að segja. „Þær tóku Birnu Berg úr leik í síðasta leik og við spiluðum þar þetta sjö á sex og gerðum það mjög vel, en við vorum komnar í yfirsnúning. Við vorum orðnar stressaðar, við vorum hræddar við það að gera mistök, þorðum ekki að taka af skarið og allt þetta. Britney lætur reka sig tvisvar mjög heimskulega út af og það er bara ógeðslega dýrt, mjög dýrt. Það að vera komin fjögur til fimm mörk undir er bara erfitt og þá bara þurfum við kannski að fara selja okkur meira og hugrekkið búið og kannski orkan líka. Birna Berg var orðin mjög þreytt. En ég er pirraður, þetta var dauðafæri á að vinna þetta lið.“ Elín Klara er svo bara different-class Næsti leikur liðanna er út í Eyjum á laugardaginn. Sigurður segir Haukaliðið vera betra en sitt lið og þá standi Elín Klara Þorkelsdóttir upp úr. „Þetta er úrslitakeppni og það er bara þannig. Við erum í sjötta sæti, fengum tíu stig og bara erfiður vetur, en þetta er allt annað dæmi. Við erum bara með gott lið og það er fullt af hörku góðum leikmönnum þarna, en við erum ekki eins góðar og þær. Þá þurfum við að vera skynsamar og ekki að hleypa þeim í þetta. Elín Klara er svo bara different-class og við bara ráðum illa við hana, bara frábær en við vitum það alveg. Hún er bara gella sem vinnur sigra. En það er einn leikur út í Vestmannaeyjum og ég bara biðla til fólksins heima, strákarnir eru búnir, þannig að stelpurnar fái stuðning. Þetta eru bara Eyjastelpur mikið og þær eiga það skilið,“ sagði Sigurður að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira