Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2025 07:03 Fyrirliðinn Bruno Fernandes og þjálfarinn Rúben Amorim. Getty Images/Marc Atkins Tap Manchester United um liðna helgi þýðir að liðið er með 38 stig þegar 32 umferðum er lokið. Sama þó liðið vinni síðustu sex deildarleiki sína er ljóst að liðið endar með lægsta stigafjölda sinn frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar árið 1992. Það verður ekki annað sagt en tímabil Man United hafi verið farsakennt. Síðasta sumar fékk Erik ten Hag framlengingu á samningi sínum sem þjálfari liðsins og himinháum fjárhæðum var eytt í leikmenn sem hann vildi fá til félagsins. Spólum fram nokkra mánuði og búið var að reka Ten Hag og ráða Rúben Amorim sem neitar að spila neitt annað en 3-4-2-1 leikkerfið sitt, eitthvað sem hentar leikmannahópi félagsins einkar illa. Þá sagði Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi félagsins, að skuldir þess væru að sliga félagið og það þyrfti að taka til í bókhaldinu. Því hafa allir og amma þeirra annað hvort fengið reisupassann eða misst einhver fríðindi. Þá hefur fjöldi leikmanna verið sendur á brott án þess að nýir hafi komið inn. Bjartsýnin var því ekki mikil þegar Man United sótti Newcastle United heim í leik liðanna á sunnudaginn var. Hinn 18 ára gamli Harry Amass byrjaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni, Victor Lindelöf stóð óvænt vaktina í miðverðinum og Christian Eriksen var í byrjunarliðinu líkt og í fyrri leiknum á Old Trafford þar sem hann átti ekki roð í kraftmikið lið Newcastle. Eftir enn ein mistök André Onana gegn Lyon í miðri viku stóð Altay Bayındır á milli stanganna. Það verður ekki sagt að hann hafi sýnt fram á að hann eigi skilið að spila frekar en Onana . Leikurinn tapaðist örugglega 4-1 og Man United hefur nú tapað 14 af þeim 32 leikjum sem liðið hefur spilað. Það sem meira er, það hefur aðeins skorað 38 mörk. Þrátt fyrir að gengi liðsins hafi oftar en ekki verið skelfilegt undanfarin ár hefur Man United aldrei endað á neðri hluta töflunnar. Tímabilið 2023-24, þegar framtíð Ten Hag hékk á bláþræði, endaði liðið samt sem áður með 60 stig í 8. sæti. Amorim hefur sagt að félagið þurfi að sætta sig við stöðuna og halda áfram. Eina sem gæti „bjargað“ tímabilinu sé að vinna Evrópudeildina því þá kæmist liðið í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sem stendur virðist það fjarlægur draumur. Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Sjá meira
Það verður ekki annað sagt en tímabil Man United hafi verið farsakennt. Síðasta sumar fékk Erik ten Hag framlengingu á samningi sínum sem þjálfari liðsins og himinháum fjárhæðum var eytt í leikmenn sem hann vildi fá til félagsins. Spólum fram nokkra mánuði og búið var að reka Ten Hag og ráða Rúben Amorim sem neitar að spila neitt annað en 3-4-2-1 leikkerfið sitt, eitthvað sem hentar leikmannahópi félagsins einkar illa. Þá sagði Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi félagsins, að skuldir þess væru að sliga félagið og það þyrfti að taka til í bókhaldinu. Því hafa allir og amma þeirra annað hvort fengið reisupassann eða misst einhver fríðindi. Þá hefur fjöldi leikmanna verið sendur á brott án þess að nýir hafi komið inn. Bjartsýnin var því ekki mikil þegar Man United sótti Newcastle United heim í leik liðanna á sunnudaginn var. Hinn 18 ára gamli Harry Amass byrjaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni, Victor Lindelöf stóð óvænt vaktina í miðverðinum og Christian Eriksen var í byrjunarliðinu líkt og í fyrri leiknum á Old Trafford þar sem hann átti ekki roð í kraftmikið lið Newcastle. Eftir enn ein mistök André Onana gegn Lyon í miðri viku stóð Altay Bayındır á milli stanganna. Það verður ekki sagt að hann hafi sýnt fram á að hann eigi skilið að spila frekar en Onana . Leikurinn tapaðist örugglega 4-1 og Man United hefur nú tapað 14 af þeim 32 leikjum sem liðið hefur spilað. Það sem meira er, það hefur aðeins skorað 38 mörk. Þrátt fyrir að gengi liðsins hafi oftar en ekki verið skelfilegt undanfarin ár hefur Man United aldrei endað á neðri hluta töflunnar. Tímabilið 2023-24, þegar framtíð Ten Hag hékk á bláþræði, endaði liðið samt sem áður með 60 stig í 8. sæti. Amorim hefur sagt að félagið þurfi að sætta sig við stöðuna og halda áfram. Eina sem gæti „bjargað“ tímabilinu sé að vinna Evrópudeildina því þá kæmist liðið í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sem stendur virðist það fjarlægur draumur.
Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Sjá meira