Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2025 07:31 Vitor Pereira, knattspyrnustjóri Wolverhampton Wanderers, fagnar hér sigrinum á Tottenham í gær. Getty/ Chris Brunskill Vitor Pereira stýrði Wolves til 4-2 sigurs á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var fjórði sigurleikur Úlfanna í röð og þeir hafa ekki náð því í meira en hálfa öld. Stuðningsmenn Wolves mættu með borða á leikinn: „Byrjum á að ná í stigin og förum svo á barinn“ eða „First the points, then the pints“. Hinn 56 ára gamli Pereira fór nefnilega á barinn með stuðningsmönnum liðsins eftir sigurinn á Ipswich Town í síðustu viku. Hann endurtók síðan leikinn eftir sigurinn í gær. Hann var spurður út í þessar ferðir sínar á ölhúsið eftir sigurleiki og hvort hann ætli að fara aftur. „Í hvert skipti. Vinna er vinna en eftir vinnu þá þurfum við að fagna saman. Ég þarf að finna fyrir orkunni frá þessu fólki og vera hluti af fjölskyldunni,“ sagði Vitor Pereira. Borðinn frægi sem stuðningsmenn Úlfanna voru með í stúkunni í leiknum á móti Tottenham.Getty/Malcolm Couzens Pereira tók við liðinu í desember þegar liðið var í fallhættu en hefur heldur betur tekist að breyta gengi liðsins. Liðið hefur unnið átta af sextán deildarleikjum undir hans stjórn þar af þá fjóra síðustu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1972 sem Úlfarnir vinna fjóra í röð í efstu deild og hafa þar með aldrei náð slíku áður í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er gott fyrir okkur. Við erum að sýna stöðugleika. Nú þekkjum við betur hvernig á að takast við það sem gerist í leikjunum okkar. Stundum þurfum við að bíða og sjá til en stundum höfum við pláss til að spila boltanum. Stundum förum við hratt yfir en stundum hægjum við líka á okkur,“ sagði Pereira. Wolves er í sextánda sæti með 35 stig, með fjórtán stigum meira en Ipswich sem er í fallsæti. Með þessum sigri fór liðið langt með að tryggja sætið sitt í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er metnaðarfullur gæi. Ég vil alltaf meira og meira. Ég vil líka að leikmennirnir mínir sýni stuðningsmönnum okkar það. Við erum líka með lið sem getur náð markmiðunum okkar,“ sagði Pereira. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Enski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Stuðningsmenn Wolves mættu með borða á leikinn: „Byrjum á að ná í stigin og förum svo á barinn“ eða „First the points, then the pints“. Hinn 56 ára gamli Pereira fór nefnilega á barinn með stuðningsmönnum liðsins eftir sigurinn á Ipswich Town í síðustu viku. Hann endurtók síðan leikinn eftir sigurinn í gær. Hann var spurður út í þessar ferðir sínar á ölhúsið eftir sigurleiki og hvort hann ætli að fara aftur. „Í hvert skipti. Vinna er vinna en eftir vinnu þá þurfum við að fagna saman. Ég þarf að finna fyrir orkunni frá þessu fólki og vera hluti af fjölskyldunni,“ sagði Vitor Pereira. Borðinn frægi sem stuðningsmenn Úlfanna voru með í stúkunni í leiknum á móti Tottenham.Getty/Malcolm Couzens Pereira tók við liðinu í desember þegar liðið var í fallhættu en hefur heldur betur tekist að breyta gengi liðsins. Liðið hefur unnið átta af sextán deildarleikjum undir hans stjórn þar af þá fjóra síðustu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1972 sem Úlfarnir vinna fjóra í röð í efstu deild og hafa þar með aldrei náð slíku áður í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er gott fyrir okkur. Við erum að sýna stöðugleika. Nú þekkjum við betur hvernig á að takast við það sem gerist í leikjunum okkar. Stundum þurfum við að bíða og sjá til en stundum höfum við pláss til að spila boltanum. Stundum förum við hratt yfir en stundum hægjum við líka á okkur,“ sagði Pereira. Wolves er í sextánda sæti með 35 stig, með fjórtán stigum meira en Ipswich sem er í fallsæti. Með þessum sigri fór liðið langt með að tryggja sætið sitt í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er metnaðarfullur gæi. Ég vil alltaf meira og meira. Ég vil líka að leikmennirnir mínir sýni stuðningsmönnum okkar það. Við erum líka með lið sem getur náð markmiðunum okkar,“ sagði Pereira. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Enski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira