Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2025 08:30 Aivi Luik missti af tækifærinu á því að vera með á Ólympíuleikunum í París en nú er komið í ljós að hún var ranglega sakfelld. Getty/Albert Perez Ástralska knattspyrnukonan Aivi Luik féll á lyfjaprófi í fyrra og var í kjölfarinu dæmd í þriggja mánaða bann. Nú hefur hún verið sýknuð og fengið uppreisn æru sinnar. Í ljós kom að félag hennar hafði gert stór mistök. Luik lék með ítalska félaginu Pomigliano á þeim tíma en nú er hún hjá BK Häcken í Svíþjóð. „Heiðarleiki skiptir mig miklu máli og þetta tók mikinn toll af mér. Ég vildi ekki að fólk sæi mig sem svindlara,“ sagði Aivi Luik við Aftonbladet í Svíþjóð. Hún hefur hreinsað nafnið sitt en þetta kostaði hana ekki bara vanlíðan því þetta kostaði hana einnig þátttöku í Ólympíuleikunum í París með ástalska landsliðinu. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig en ég fékk líka mikinn stuðning. Þetta var allt svolítið yfirþyrmandi,“ sagði Aivi. Hin fertuga Luik vissi auðvitað sannleikann en var að hugsa um að áfrýja ekki dómnum. Það er dýrt að áfrýja til Íþróttadómstólsins. Titta vem som är tillbaka 😍Welcome back, Aivi Luik 💛🖤#bkhäcken pic.twitter.com/lKt2glC4RH— BK Häcken (@bkhackenofcl) September 28, 2024 „Ég sagði að það væri kannski ekki þess virði. Fólk sem þekkir mig vissi að ég myndi ekki svindla og það væri bara nóg,“ sagði Aivi. Alexis Schoeb, lögmaður hennar, gaf sig ekki og pressaði á hana að áfrýja. „Hann vildi virkilega berjast fyrir réttlætinu. Ég er svo ánægð að við gerðum það og fengum þessa niðurstöðu. Ég á honum svo mikið að þakka,“ sagði Aivi. „Ég veit að ég er ekki sú eina og það eru margir sem hafa þurft að upplifa svipaða hluti. Að vera sakfelldur fyrir eitthvað sem þú gerðir ekki. Það hafa ekki allir verið eins heppnir og ég,“ sagði Aivi. „Kerfið er ekki fullkomið en ég vona að fólk fái aðstoð strax svo að þetta þurfi ekki að fara svona langt,“ sagði Aivi. Hún getur þó ekki spilað strax eftir að hafa fótbrotnað í vetur en ætlar sér að snúa aftur inn á völlinn sem fyrst. „Tímasetning var ekki sú besta en ég hlakka til að koma til baka og gefa liðinu allt mitt besta. Hjálpa félaginu sem stóð með mér allan tímann. Ég vil hjálpa okkur að vinna gullið,“ sagði Aivi. 📰🗞️🎇 Breaking news: Matildas No.169, Aivi Luik, has had her doping charge annulled...an innocent athlete finds justice...#Matildas #AiviLuik #AntiDoping #doping #WADA #FIFA #SIA #sportintegrity #integrity #justice pic.twitter.com/Rs4HrNi8w3— Tracey Holmes (@TraceyLeeHolmes) April 4, 2025 Sænski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Í ljós kom að félag hennar hafði gert stór mistök. Luik lék með ítalska félaginu Pomigliano á þeim tíma en nú er hún hjá BK Häcken í Svíþjóð. „Heiðarleiki skiptir mig miklu máli og þetta tók mikinn toll af mér. Ég vildi ekki að fólk sæi mig sem svindlara,“ sagði Aivi Luik við Aftonbladet í Svíþjóð. Hún hefur hreinsað nafnið sitt en þetta kostaði hana ekki bara vanlíðan því þetta kostaði hana einnig þátttöku í Ólympíuleikunum í París með ástalska landsliðinu. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig en ég fékk líka mikinn stuðning. Þetta var allt svolítið yfirþyrmandi,“ sagði Aivi. Hin fertuga Luik vissi auðvitað sannleikann en var að hugsa um að áfrýja ekki dómnum. Það er dýrt að áfrýja til Íþróttadómstólsins. Titta vem som är tillbaka 😍Welcome back, Aivi Luik 💛🖤#bkhäcken pic.twitter.com/lKt2glC4RH— BK Häcken (@bkhackenofcl) September 28, 2024 „Ég sagði að það væri kannski ekki þess virði. Fólk sem þekkir mig vissi að ég myndi ekki svindla og það væri bara nóg,“ sagði Aivi. Alexis Schoeb, lögmaður hennar, gaf sig ekki og pressaði á hana að áfrýja. „Hann vildi virkilega berjast fyrir réttlætinu. Ég er svo ánægð að við gerðum það og fengum þessa niðurstöðu. Ég á honum svo mikið að þakka,“ sagði Aivi. „Ég veit að ég er ekki sú eina og það eru margir sem hafa þurft að upplifa svipaða hluti. Að vera sakfelldur fyrir eitthvað sem þú gerðir ekki. Það hafa ekki allir verið eins heppnir og ég,“ sagði Aivi. „Kerfið er ekki fullkomið en ég vona að fólk fái aðstoð strax svo að þetta þurfi ekki að fara svona langt,“ sagði Aivi. Hún getur þó ekki spilað strax eftir að hafa fótbrotnað í vetur en ætlar sér að snúa aftur inn á völlinn sem fyrst. „Tímasetning var ekki sú besta en ég hlakka til að koma til baka og gefa liðinu allt mitt besta. Hjálpa félaginu sem stóð með mér allan tímann. Ég vil hjálpa okkur að vinna gullið,“ sagði Aivi. 📰🗞️🎇 Breaking news: Matildas No.169, Aivi Luik, has had her doping charge annulled...an innocent athlete finds justice...#Matildas #AiviLuik #AntiDoping #doping #WADA #FIFA #SIA #sportintegrity #integrity #justice pic.twitter.com/Rs4HrNi8w3— Tracey Holmes (@TraceyLeeHolmes) April 4, 2025
Sænski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira