Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2025 22:30 Stuðningsmenn Colo Colo sjást hér með blys í stúkunni á leiknum við Fortaleza í Copa Libertadores en leikurinn var ekki kláraður vegna óláta. Getty/Marcelo Hernandez Tveir stuðningsmenn létust fyrir leik í Suðurameríkukeppni félagsliða í Síle en þar mættust Colo Colo frá Síle og Fortaleza frá Brasilíu. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum þá reyndi hópur stuðningsmanna að brjóta sér leið inn á leikvanginn. Það gerðu þeir með því að brjóta niður öryggisgrindverk við leikvanginn. ESPN segir frá. Stuðningsmennirnir tveir sem létust lentu undir grindverkinu og það tókst ekki að bjarga lífi þeirra. Leikurinn fór engu að síður fram en var stöðvaður á sjötugustu mínútu í stöðunni 0-0. Hópur stuðningsmanna heimaliðsins fór þá að henda hlutum inn á völlinn. Það er ekki vitað hvort þau mótmæli hafi tengst fréttunum af örlögum stuðningsmannanna tveggja. Ólátaseggirnir höfðu reynt að komast inn á leikvanginn í óleyfi í gegnum Casa Alba bygginguna sem liggur að leikvanginum. Lögreglan varnaði þeim það og þá kom styggð á hópinn sem endaði með að grindverkið gaf sig með skelfilegum afleiðingum. Þegar stuðningsfólkið fór að henda hlutum inn á völlinn tuttugu mínútum fyrir leikslok þá hlupu leikmenn gestanna í Fortaleza í skjól inn í búningsklefa á meðan leikmenn heimaliðsins Colo Colo reyndu að róa stuðningsmenn sína. Dómarinn sem var frá Úrúgvæ rak alla leikmenn inn í klefa og tók svo þá ákvörðun að aflýsa leiknum. "Conmebol"Porque dos hinchas de Colo Colo fallecieron en la previa del partido ante Fortaleza, luego se suspendió y ahora están exigiendo a los clubes que terminen de jugar el partido. Ya ni humanidad tienen, son unas lacras hijas de re mil putas. pic.twitter.com/tYmlV4UA3n— Tendencias en Deportes (@TendenciaDepor) April 11, 2025 Síle Fótbolti Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum þá reyndi hópur stuðningsmanna að brjóta sér leið inn á leikvanginn. Það gerðu þeir með því að brjóta niður öryggisgrindverk við leikvanginn. ESPN segir frá. Stuðningsmennirnir tveir sem létust lentu undir grindverkinu og það tókst ekki að bjarga lífi þeirra. Leikurinn fór engu að síður fram en var stöðvaður á sjötugustu mínútu í stöðunni 0-0. Hópur stuðningsmanna heimaliðsins fór þá að henda hlutum inn á völlinn. Það er ekki vitað hvort þau mótmæli hafi tengst fréttunum af örlögum stuðningsmannanna tveggja. Ólátaseggirnir höfðu reynt að komast inn á leikvanginn í óleyfi í gegnum Casa Alba bygginguna sem liggur að leikvanginum. Lögreglan varnaði þeim það og þá kom styggð á hópinn sem endaði með að grindverkið gaf sig með skelfilegum afleiðingum. Þegar stuðningsfólkið fór að henda hlutum inn á völlinn tuttugu mínútum fyrir leikslok þá hlupu leikmenn gestanna í Fortaleza í skjól inn í búningsklefa á meðan leikmenn heimaliðsins Colo Colo reyndu að róa stuðningsmenn sína. Dómarinn sem var frá Úrúgvæ rak alla leikmenn inn í klefa og tók svo þá ákvörðun að aflýsa leiknum. "Conmebol"Porque dos hinchas de Colo Colo fallecieron en la previa del partido ante Fortaleza, luego se suspendió y ahora están exigiendo a los clubes que terminen de jugar el partido. Ya ni humanidad tienen, son unas lacras hijas de re mil putas. pic.twitter.com/tYmlV4UA3n— Tendencias en Deportes (@TendenciaDepor) April 11, 2025
Síle Fótbolti Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira