Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Valur Páll Eiríksson skrifar 11. apríl 2025 08:03 Aron Elís Þrándarson, leikmaður Víkings, á langa endurhæfingu fyrir höndum. Ekki er ljóst hversu langa. Vísir/Arnar Aron Elís Þrándarson varð fyrir miklu áfalli þegar tímabili hans í fótboltanum lauk strax í fyrsta leik. Hann er enn að jafna sig á mesta sjokkinu og ná sáttum við það að hann spili ekki fótbolta fyrr en á næsta ári. „Þetta hefur verið erfitt. Maður hefur verið að láta synca inn hvað er fram undan. Að fá þetta í andlitið í fyrsta leik er vægast sagt svekkjandi,“ segir Aron Elís sem meiddist í 2-0 sigri Víkings á ÍBV á sunnudag. Fljótlega kom í ljós að krossband væri slitið, en það aftara. Töluvert algengara er að fremra krossband slitni og eru um 90% krossbandaaðgerða hérlendis á því fremra. Það á því eftir að taka ákvörðun um hvort Aron þurfi að fara í aðgerð en áhætta fylgir báðum kostum, aðgerð eða ekki. „Nú tekur við smá óvissa. Við erum að ákveða hvort verði farið í aðgerð eða ekki. Það eru mismunandi áhættur við báða kostina. Ég held það verði tekin ákvörðun um það á næstu dögum,“ segir Aron Elís. Fjölskyldan á inni Pablo Punyed, liðsfélagi Arons, sleit krossband síðasta sumar og er að vinna sig til baka. Aron segist búa sig undir svipað hlutverk og þá getur hann einnig eytt meiri tíma með tveimur ungum börnum og kærustunni Sigrúnu Dís. „Maður er að undirbúa sig andlega fyrir það að koma í nýtt hlutverk hjá liðinu, líkt og Pablo var í á seinasta ári. Hann er að koma til baka núna. Maður er að búa sig undir það. Svo á fjölskyldan á náttúrulega mikið inni hjá manni, maður hefur kannski aðeins meiri tíma til að borga til baka í þeim efnum,“ „Pabbi verður aðeins meira heima. En ég ætla að leyfa mér að svekkja mig aðeins núna næstu daga og svo þarf maður bara að keyra þetta áfram.“ segir Aron Elís. Ertu bjartsýnn fyrir ferlið sem er fram undan? „Maður er alltaf í smá dimmum dal í byrjun. En svo byrjar maður að sjá ljósið held ég. Þá verður maður aðeins bjartsýnni,“ segir Aron Elís. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Fleiri fréttir Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira
„Þetta hefur verið erfitt. Maður hefur verið að láta synca inn hvað er fram undan. Að fá þetta í andlitið í fyrsta leik er vægast sagt svekkjandi,“ segir Aron Elís sem meiddist í 2-0 sigri Víkings á ÍBV á sunnudag. Fljótlega kom í ljós að krossband væri slitið, en það aftara. Töluvert algengara er að fremra krossband slitni og eru um 90% krossbandaaðgerða hérlendis á því fremra. Það á því eftir að taka ákvörðun um hvort Aron þurfi að fara í aðgerð en áhætta fylgir báðum kostum, aðgerð eða ekki. „Nú tekur við smá óvissa. Við erum að ákveða hvort verði farið í aðgerð eða ekki. Það eru mismunandi áhættur við báða kostina. Ég held það verði tekin ákvörðun um það á næstu dögum,“ segir Aron Elís. Fjölskyldan á inni Pablo Punyed, liðsfélagi Arons, sleit krossband síðasta sumar og er að vinna sig til baka. Aron segist búa sig undir svipað hlutverk og þá getur hann einnig eytt meiri tíma með tveimur ungum börnum og kærustunni Sigrúnu Dís. „Maður er að undirbúa sig andlega fyrir það að koma í nýtt hlutverk hjá liðinu, líkt og Pablo var í á seinasta ári. Hann er að koma til baka núna. Maður er að búa sig undir það. Svo á fjölskyldan á náttúrulega mikið inni hjá manni, maður hefur kannski aðeins meiri tíma til að borga til baka í þeim efnum,“ „Pabbi verður aðeins meira heima. En ég ætla að leyfa mér að svekkja mig aðeins núna næstu daga og svo þarf maður bara að keyra þetta áfram.“ segir Aron Elís. Ertu bjartsýnn fyrir ferlið sem er fram undan? „Maður er alltaf í smá dimmum dal í byrjun. En svo byrjar maður að sjá ljósið held ég. Þá verður maður aðeins bjartsýnni,“ segir Aron Elís. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Fleiri fréttir Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira