Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2025 08:52 Jillian Lauren og Scott Shriner saman á viðburði árið 2015. Lauren var skotin og særð af lögreglu í Los Angeles í gær. Vísir/Getty Lögreglumenn í Los Angeles skutu og særðu eiginkonu bassaleikara rokkhljómsveitarinnar Weezer og handtóku hana síðan fyrir tilraun til manndráps í gær. Hún er sökuð um að hafa miðað byssu á lögreglumenn. Jillian Lauren, rithöfundur og eiginkona Scotts Shriner, bassaleikara Weezer, er ekki sögð lífshættulega særð eftir uppákomuna sem átti sér stað við heimili þeirra hjóna í Eagle Rocks-hverfi Los Angeles, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan lýsir atvikum þannig að lögreglumenn hafi leitað að þremur mönnum sem voru grunaðir um að stinga af frá árekstri en Lauren var ekki á meðal þeirra. Þegar lögreglumenn eltu einn þeirra grunuðu sem var sagður hafa hlaupið inn í bakgarð húss rákust þeir á Lauren vopnaða skammbyssu í garðinum við húsið á hliðina. Lauren á að hafa neitað skipunum lögreglumanna um að kasta byssunni frá sér og þess í stað miðað henni á þá. Hún hafi síðan verið skotin af lögreglumönnum og flúið særð inn í hús sitt þar sem hún var handtekin. Lögreglan sakar hana um tilraun til manndráps en hefur ekki sagt hvort hún hleypti af byssunni áður en hún var skotin. Níu millímetra skammbyssa fannst á heimilinu. Slúðurmiðillinn TMZ heldur því fram að Lauren hafi verið skotin í öxlina og þá hlaupið inn í húsið. Hún og barnfóstra hennar hafi skömmu síðar komið út og gefið sig fram. Scott Shriner (hægri) á góðri stundu með félögum sínum í Weezer á Coachella-tónlistarhátíðinni árið 2019. Sveitin á að stíga á stokk þar aftur á laugardaginn.Vísir/EPA AP segir að Lauren hafi enn ekki komið fyrir dómara og að hvorki fulltrúar hennar né Weezer hafi svarað fyrirspurnum um málið. Ekkert bendir til þess að Shriner hafi verið þátttakandi í atburðarásinni. Lauren er metsöluhöfundur og hefur verið gift Shriner frá árinu 2005. Shriner gekk til liðs við Weezer snemma á fyrsta áratug þessarar aldar. Stjarna hljómsveitarinnar reis hæst á 10. áratug síðustu aldar með „Bláu plötunni“ svonefndu sem innihélt smelli eins og „Buddy Holly“, „Say it ain't so“ og „Undone (The Sweater Song)“. Weezer á að koma fram á Coachella-tónlistarhátíðinni í Kaliforníu um helgina. Bandaríkin Tónlist Skotvopn Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Jillian Lauren, rithöfundur og eiginkona Scotts Shriner, bassaleikara Weezer, er ekki sögð lífshættulega særð eftir uppákomuna sem átti sér stað við heimili þeirra hjóna í Eagle Rocks-hverfi Los Angeles, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan lýsir atvikum þannig að lögreglumenn hafi leitað að þremur mönnum sem voru grunaðir um að stinga af frá árekstri en Lauren var ekki á meðal þeirra. Þegar lögreglumenn eltu einn þeirra grunuðu sem var sagður hafa hlaupið inn í bakgarð húss rákust þeir á Lauren vopnaða skammbyssu í garðinum við húsið á hliðina. Lauren á að hafa neitað skipunum lögreglumanna um að kasta byssunni frá sér og þess í stað miðað henni á þá. Hún hafi síðan verið skotin af lögreglumönnum og flúið særð inn í hús sitt þar sem hún var handtekin. Lögreglan sakar hana um tilraun til manndráps en hefur ekki sagt hvort hún hleypti af byssunni áður en hún var skotin. Níu millímetra skammbyssa fannst á heimilinu. Slúðurmiðillinn TMZ heldur því fram að Lauren hafi verið skotin í öxlina og þá hlaupið inn í húsið. Hún og barnfóstra hennar hafi skömmu síðar komið út og gefið sig fram. Scott Shriner (hægri) á góðri stundu með félögum sínum í Weezer á Coachella-tónlistarhátíðinni árið 2019. Sveitin á að stíga á stokk þar aftur á laugardaginn.Vísir/EPA AP segir að Lauren hafi enn ekki komið fyrir dómara og að hvorki fulltrúar hennar né Weezer hafi svarað fyrirspurnum um málið. Ekkert bendir til þess að Shriner hafi verið þátttakandi í atburðarásinni. Lauren er metsöluhöfundur og hefur verið gift Shriner frá árinu 2005. Shriner gekk til liðs við Weezer snemma á fyrsta áratug þessarar aldar. Stjarna hljómsveitarinnar reis hæst á 10. áratug síðustu aldar með „Bláu plötunni“ svonefndu sem innihélt smelli eins og „Buddy Holly“, „Say it ain't so“ og „Undone (The Sweater Song)“. Weezer á að koma fram á Coachella-tónlistarhátíðinni í Kaliforníu um helgina.
Bandaríkin Tónlist Skotvopn Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira