Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Jón Þór Stefánsson skrifar 9. apríl 2025 12:03 Linda telur óheilbrigt að pör djammi mikið í sitthvoru lagi. Líklega sé það að reyna að halda öllum hurðum opnum. Getty „Kannski er ég bara svona gömul, en mér finnst þetta neikvætt,“ segir Linda Baldursdóttir, markþjálfi hjá Manngildi, spurð um hvort það sé gott fyrir pör að djamma mikið hvort í sínu lagi. Linda ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun, og vísaði til kenninga bandaríska sálfræðingsins Johns M. Gottman, sem mun hafa sagt að samband byggi á tveimur grunnstöðum, annars vegar trausti og hins vegar skuldbindingu. „Ég velti fyrir mér, hvar er skuldbindingin ef að þú getur ekki verið að djamma með þínum maka, eða þeim sem þú ert með? Og hvar er traustið sem þú ættir að vera fá ef þú ert alltaf á djamminu einn, eða jafnvel þegar þú ert í ferðalögum einn? Þá er ég ekki að tala um einhverjar fótboltaferðir eða vinkonuferðir. Ég er að tala um þegar það er orðið almennt að þú sért að ferðast með einhverjum vinum eða vinkonum. Er þetta eðlilegt?“ Linda telur að slík ferðalög og djamm sé að færast í aukanna hjá þeirri kynslóð sem sé núna mikið úti á lífinu. Líklega hafi kynslóðin á undan innleitt þetta. Linda rifjar upp að á árum áður hafi eiginlega þurft að leggja niður jólaglögg fyrirtækja. „Af hverju? Það er vegna þess að við erum kannski bara þannig í okkar mannlega eðli að við höfum gaman að því að fá athygli frá hinu kyninu, og viljum fá viðurkenningu,“ segir Linda. „Þegar við erum dottin í það í jólaglögginu, hvað gerist? Þegar hömlurnar fara, hvað gerist þá?“ Linda segir að á djamminu eigi fólk það til að gera minna úr samböndum sínum. „Þetta gerist á djamminu líka. Því miður hef ég heyrt svolítið margar sögur þar sem er verið að tala um að þeir sem eru á djamminu og eru líka í sambandi, og búa jafnvel með einhverjum, að þeir eru að taka niður hringana. Það er verið að segja: „Jú við erum saman, en samt ekki.“ Það vantar skuldbindinguna,“ segir Linda. Halda dyrunum opnum „Það er verið að halda öllum dyrum opnum. Ég held, en kannski hef ég rangt fyrir mér, að það sé oft ástæðan fyrir því að fólk vilji djamma svona mikið í sitthvoru lagi. Halda þessu aðeins opnu, það gæti verið eitthvað betra þarna hinum megin.“ Breytist þetta þegar barn er komið í spilið? „Þetta heldur nefnilega áfram.“ Ha? „Já. Það gerir það nefnilega.“ Eru þetta þá karlarnir oftar en konurnar? „Já, ég held að ég geti sagt það. En stelpurnar eru mjög duglegar við þetta í dag,“ segir Linda, sem veltir fyrir sér hvort það sé að einhverju leyti hennar kynslóð að kenna, sem sé margskilin, að kynna unga fólkinu fyrir þeim innihaldsefnum sem langt og traust samband þurfi á að halda. Ástin og lífið Bítið Næturlíf Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Linda ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun, og vísaði til kenninga bandaríska sálfræðingsins Johns M. Gottman, sem mun hafa sagt að samband byggi á tveimur grunnstöðum, annars vegar trausti og hins vegar skuldbindingu. „Ég velti fyrir mér, hvar er skuldbindingin ef að þú getur ekki verið að djamma með þínum maka, eða þeim sem þú ert með? Og hvar er traustið sem þú ættir að vera fá ef þú ert alltaf á djamminu einn, eða jafnvel þegar þú ert í ferðalögum einn? Þá er ég ekki að tala um einhverjar fótboltaferðir eða vinkonuferðir. Ég er að tala um þegar það er orðið almennt að þú sért að ferðast með einhverjum vinum eða vinkonum. Er þetta eðlilegt?“ Linda telur að slík ferðalög og djamm sé að færast í aukanna hjá þeirri kynslóð sem sé núna mikið úti á lífinu. Líklega hafi kynslóðin á undan innleitt þetta. Linda rifjar upp að á árum áður hafi eiginlega þurft að leggja niður jólaglögg fyrirtækja. „Af hverju? Það er vegna þess að við erum kannski bara þannig í okkar mannlega eðli að við höfum gaman að því að fá athygli frá hinu kyninu, og viljum fá viðurkenningu,“ segir Linda. „Þegar við erum dottin í það í jólaglögginu, hvað gerist? Þegar hömlurnar fara, hvað gerist þá?“ Linda segir að á djamminu eigi fólk það til að gera minna úr samböndum sínum. „Þetta gerist á djamminu líka. Því miður hef ég heyrt svolítið margar sögur þar sem er verið að tala um að þeir sem eru á djamminu og eru líka í sambandi, og búa jafnvel með einhverjum, að þeir eru að taka niður hringana. Það er verið að segja: „Jú við erum saman, en samt ekki.“ Það vantar skuldbindinguna,“ segir Linda. Halda dyrunum opnum „Það er verið að halda öllum dyrum opnum. Ég held, en kannski hef ég rangt fyrir mér, að það sé oft ástæðan fyrir því að fólk vilji djamma svona mikið í sitthvoru lagi. Halda þessu aðeins opnu, það gæti verið eitthvað betra þarna hinum megin.“ Breytist þetta þegar barn er komið í spilið? „Þetta heldur nefnilega áfram.“ Ha? „Já. Það gerir það nefnilega.“ Eru þetta þá karlarnir oftar en konurnar? „Já, ég held að ég geti sagt það. En stelpurnar eru mjög duglegar við þetta í dag,“ segir Linda, sem veltir fyrir sér hvort það sé að einhverju leyti hennar kynslóð að kenna, sem sé margskilin, að kynna unga fólkinu fyrir þeim innihaldsefnum sem langt og traust samband þurfi á að halda.
Ástin og lífið Bítið Næturlíf Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira