Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2025 08:30 Declan Rice horfir á eftir boltanum efst í markhornið. getty/Marc Atkins Declan Rice hafði aldrei skorað beint úr aukaspyrnu áður en að leik Arsenal og Real Madrid kom. En í honum skoraði hann tvö glæsimörk með skotum beint úr aukaspyrnum. Arsenal er komið með annan fótinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Real Madrid á Emirates í gær. Staðan var markalaus í hálfleik en á 58. mínútu kom Rice Skyttunum yfir með marki beint úr aukaspyrnu. Hann skoraði annað, og jafnvel enn fallegra, mark beint úr aukaspyrnu tólf mínútum síðar. Mikel Merino gulltryggði svo sigur Arsenal þegar hann gerði þriðja mark liðsins á 75. mínútu. „Þetta er eitt af þessum augnablikum; besta tilfinning í heimi,“ sagði Rice eftir leikinn í gær. Hann hunsaði ráðleggingar fyrirliða Arsenal þegar kom að fyrri spyrnunni. „Martin [Ødegaard] sagði mér að senda fyrir en ég sagði að það ætti ekki við að vippa honum svona. Við æfum þetta alla daga. [Nicolas] Jover sagði mér að gefa fyrir en það átti ekki við,“ sagði Rice og vísaði til mannsins sem sér um föstu leikatriðin hjá Arsenal. „[Bukayo] Saka hvatti mig til að láta vaða. Ég horfði á varnarvegginn og markvörðinn og sagði að ég gæti snúið boltann og það gerðist.“ Arsenal hefur ekki komist í undanúrslit Meistaradeildarinnar síðan 2009 en liðið er í afar vænlegri stöðu til að breyta því. Seinni leikur Real Madrid og Arsenal fer fram á Santiago Bernabéu eftir viku. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Arsenal er komið með annan fótinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Real Madrid á Emirates í gær. Staðan var markalaus í hálfleik en á 58. mínútu kom Rice Skyttunum yfir með marki beint úr aukaspyrnu. Hann skoraði annað, og jafnvel enn fallegra, mark beint úr aukaspyrnu tólf mínútum síðar. Mikel Merino gulltryggði svo sigur Arsenal þegar hann gerði þriðja mark liðsins á 75. mínútu. „Þetta er eitt af þessum augnablikum; besta tilfinning í heimi,“ sagði Rice eftir leikinn í gær. Hann hunsaði ráðleggingar fyrirliða Arsenal þegar kom að fyrri spyrnunni. „Martin [Ødegaard] sagði mér að senda fyrir en ég sagði að það ætti ekki við að vippa honum svona. Við æfum þetta alla daga. [Nicolas] Jover sagði mér að gefa fyrir en það átti ekki við,“ sagði Rice og vísaði til mannsins sem sér um föstu leikatriðin hjá Arsenal. „[Bukayo] Saka hvatti mig til að láta vaða. Ég horfði á varnarvegginn og markvörðinn og sagði að ég gæti snúið boltann og það gerðist.“ Arsenal hefur ekki komist í undanúrslit Meistaradeildarinnar síðan 2009 en liðið er í afar vænlegri stöðu til að breyta því. Seinni leikur Real Madrid og Arsenal fer fram á Santiago Bernabéu eftir viku.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira