Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Jón Þór Stefánsson skrifar 8. apríl 2025 16:05 Svona voru verksummerki eftir tilraunina í desember. Vísir/Kristín Tilraun varð gerð til að sprengja upp hraðbanka við útibú Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði aðfaranótt laugardags. Í lok síðasta árs var gerð tilraun til að stela úr sama hraðbanka. Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi tekist hjá þeim sem voru að verki að hafa nein verðmæti með sér á brott. Þeir hafi þó unnið nokkuð tjón á bankanum. „Það var sprengiefni sett þarna inn í og það átti greinilega að reyna að sprengja hann upp. Það var þrætt út fyrir dyrnar og sprengt,“ segir Helgi. Þeir sem fóru inn í bankann munu hafa verið með hulið andlit. Enginn hefur verið handtekin vegna málsins. Lögreglan bíður þess nú að fá aðgang að myndefni úr öryggismyndavélum í bankanum og í kring. Helgi segir að fólk sem hafi mögulega orðið vart við grunsamlegar mannaferðir eða eigi myndefni frá vettvangi megi endilega hafa samband við lögregluna. Ekki í fyrsta skipti Líkt og áður segir hefur áður verið gerð tilraun til að stela úr þessum sama hraðbanka í desember. Greint var frá því að sú atburðarrás hefði náðst skýrt á öryggismyndavél. Þá hafi maður með hulið andlit bakkað stolnum jeppa í gegnum glervegg útibúsins, klöngrast gegnum brotið glerið með keðju og fest hana við einn hraðbankann og jeppann. Síðan mun maðurinn hafa ekið á stað, í þeim tilgangi að hafa hraðbankann með sér á brott, en bankinn sat eftir pikkfastur. Maðurinn virðist hafa áttað sig á því að tilraunin mistókst og því farið af vettvangi. Hluti af skipulagðri glæpastarfsemi Helgi segir við fréttastofu að atvikið á föstudag sé ekki það fyrsta þar sem reynt sé að sprengja upp hraðbanka. „Þetta er bara orðinn einn hluti af þessari skipulögðu glæpastarfsemi,“ segir Helgi. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Hafnarfjörður Landsbankinn Tengdar fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að hafa hraðbanka með sér á brott úr útibúi Landsbankans í Hafnarfirði aðfaranótt föstudags. Ekki hefur verið lýst eftir manninum. 29. desember 2024 13:13 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi tekist hjá þeim sem voru að verki að hafa nein verðmæti með sér á brott. Þeir hafi þó unnið nokkuð tjón á bankanum. „Það var sprengiefni sett þarna inn í og það átti greinilega að reyna að sprengja hann upp. Það var þrætt út fyrir dyrnar og sprengt,“ segir Helgi. Þeir sem fóru inn í bankann munu hafa verið með hulið andlit. Enginn hefur verið handtekin vegna málsins. Lögreglan bíður þess nú að fá aðgang að myndefni úr öryggismyndavélum í bankanum og í kring. Helgi segir að fólk sem hafi mögulega orðið vart við grunsamlegar mannaferðir eða eigi myndefni frá vettvangi megi endilega hafa samband við lögregluna. Ekki í fyrsta skipti Líkt og áður segir hefur áður verið gerð tilraun til að stela úr þessum sama hraðbanka í desember. Greint var frá því að sú atburðarrás hefði náðst skýrt á öryggismyndavél. Þá hafi maður með hulið andlit bakkað stolnum jeppa í gegnum glervegg útibúsins, klöngrast gegnum brotið glerið með keðju og fest hana við einn hraðbankann og jeppann. Síðan mun maðurinn hafa ekið á stað, í þeim tilgangi að hafa hraðbankann með sér á brott, en bankinn sat eftir pikkfastur. Maðurinn virðist hafa áttað sig á því að tilraunin mistókst og því farið af vettvangi. Hluti af skipulagðri glæpastarfsemi Helgi segir við fréttastofu að atvikið á föstudag sé ekki það fyrsta þar sem reynt sé að sprengja upp hraðbanka. „Þetta er bara orðinn einn hluti af þessari skipulögðu glæpastarfsemi,“ segir Helgi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Hafnarfjörður Landsbankinn Tengdar fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að hafa hraðbanka með sér á brott úr útibúi Landsbankans í Hafnarfirði aðfaranótt föstudags. Ekki hefur verið lýst eftir manninum. 29. desember 2024 13:13 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að hafa hraðbanka með sér á brott úr útibúi Landsbankans í Hafnarfirði aðfaranótt föstudags. Ekki hefur verið lýst eftir manninum. 29. desember 2024 13:13