Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. apríl 2025 23:58 Erjur ofurstjarnanna tveggja rekja sig 21 ár aftur í tímann. Getty Poppstjarnan Madonna og rokkstjarnan Elton John segjast orðin vinir á ný eftir rúmlega tuttugu ára langar erjur þeirra á milli. Madonna birti mynd á Instagram í dag þar sem hún sagði þau loksins hafa grafið stríðsöxina. Hún hafi farið að sjá hann spila í skemmtiþættinum Saturday Night Live og ákveðið í lok þáttarins að fara baksviðs og ná á rokkarann. „Mér sárnaði að maður sem ég liti svo upp til skyldi deila því opinberlega hve illa honum líkaði við mig sem listamann,“ skrifar hún í færslunni. Erjur Madonnu og Eltons má rekja til Q-verðlaunahátíðarinnar árið 2004, þegar hann sakaði hana um að „mæma“ þegar hún flytti lögin sín, í þakkarræðu sinni fyrir klassísk lagasmíð. Síðan þá hafa þau skipst á úthúðunum um hvert annað opinberlega. Féllust í faðma Á Golden Globe verðlaunahátíðinni árið 2012 skaut Madonna Elton ref fyrir rass í flokknum besta frumsamda lag fyrir lagið Masterpiece úr myndinni W.E. en framlag Eltons var lagið Hello Hello úr myndinni Gnomeo & Juliet. Í viðtali á rauða dreglinum rétt fyrir verðlaunahátíðina sagði Elton Madonnu ekki eiga „séns í helvíti“ á að sigra hann. Eftir færslu Madonnu virðast þau þó hafa náð sáttum og grafið stríðsöxina, eins og hún orðar það, eftir að hafa mæst á setti SNL laugardaginn. „Þegar ég mætti honum var það fyrsta sem hann sagði við mig: Fyrirgefðu mér, og þar með hrundi veggurinn milli okkar. Fyrirgefning er áhrifaríkt fyrirbæri. Innan tíðar féllumst við í faðma,“ segir í færslu Madonnu. Þá sagði hún Elton hafa skrifað fyrir hana lag og beðið hana um samstarf. View this post on Instagram A post shared by Madonna (@madonna) Hollywood Tónlist Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fleiri fréttir Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Sjá meira
Madonna birti mynd á Instagram í dag þar sem hún sagði þau loksins hafa grafið stríðsöxina. Hún hafi farið að sjá hann spila í skemmtiþættinum Saturday Night Live og ákveðið í lok þáttarins að fara baksviðs og ná á rokkarann. „Mér sárnaði að maður sem ég liti svo upp til skyldi deila því opinberlega hve illa honum líkaði við mig sem listamann,“ skrifar hún í færslunni. Erjur Madonnu og Eltons má rekja til Q-verðlaunahátíðarinnar árið 2004, þegar hann sakaði hana um að „mæma“ þegar hún flytti lögin sín, í þakkarræðu sinni fyrir klassísk lagasmíð. Síðan þá hafa þau skipst á úthúðunum um hvert annað opinberlega. Féllust í faðma Á Golden Globe verðlaunahátíðinni árið 2012 skaut Madonna Elton ref fyrir rass í flokknum besta frumsamda lag fyrir lagið Masterpiece úr myndinni W.E. en framlag Eltons var lagið Hello Hello úr myndinni Gnomeo & Juliet. Í viðtali á rauða dreglinum rétt fyrir verðlaunahátíðina sagði Elton Madonnu ekki eiga „séns í helvíti“ á að sigra hann. Eftir færslu Madonnu virðast þau þó hafa náð sáttum og grafið stríðsöxina, eins og hún orðar það, eftir að hafa mæst á setti SNL laugardaginn. „Þegar ég mætti honum var það fyrsta sem hann sagði við mig: Fyrirgefðu mér, og þar með hrundi veggurinn milli okkar. Fyrirgefning er áhrifaríkt fyrirbæri. Innan tíðar féllumst við í faðma,“ segir í færslu Madonnu. Þá sagði hún Elton hafa skrifað fyrir hana lag og beðið hana um samstarf. View this post on Instagram A post shared by Madonna (@madonna)
Hollywood Tónlist Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fleiri fréttir Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Sjá meira