„Vorum bara heppnir að landa þessu“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. apríl 2025 22:42 Jóhann Þór fer yfir málin með Simma í Keflavík en þeir félagar voru einnig í eldlínunni í kvöld Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson átti erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa frammistöðu sinna manna í kvöld að eigin sögn en Grindvíkingar voru hársbreidd frá því að kasta unnum leik frá sér undir lokin. Grindvíkingar lögðu Val að lokum, 80-76, og jafnaði þar með einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Bónus-deildar karla. Þegar tæpar fimm mínútur voru eftir leiddu Grindvíkingar með 15 stigum en Valsmönnum tókst að minnka muninn í þrjú stig. Við báðum Jóhann að fara aðeins yfir hvað gekk á undir lokin. „Bara erum slakir, sóknarlega förum við í einhverja algjöra þvælu. Eins og þú segir, mögulega að reyna að fara að verja eitthvað og erum næstum búnir að kasta þessu frá okkur. Við erum með leikinn í höndunum og við vorum bara heppnir.“ Jóhann var á því svona fljótt á litið að liðið hefði sennilega spilað betur í síðasta leik heldur en í kvöld. „Heilt yfir er þetta alveg þokkalegasta frammistaða en mér fannst hún betri á miðvikudaginn en í kvöld, allavega svona fyrstu viðbrögð. En eins og ég segi, við „vorum bara heppnir að landa þessu“. Það kom þarna tapaður bolti og við ísum þetta á línunni. En bara stálheppnir og hellingur sem við þurfum að fara yfir.“ Grindvíkingar eru að spila mjög stífa maður á mann vörn á Kristinn Pálsson og Joshua Jefferson sem er greinilega með ráðum gert. „Þeir eru svona þeirra helstu hestar sóknarlega ásamt Taiwo og búa mest til fyrir þá. Þetta er eitthvað sem við þurfum bara að standa klárir á og reyna að halda þeim frá boltanum. Það er mjög erfitt. Varnarlega erum við alveg „solid“ en þessar síðustu 5-6 mínúturnar förum við í lás og erum að reyna eitthvað sem ég veit ekki hvað er.“ „Nú er bara næsti leikur. Núna erum við búnir að jafna þetta, þetta er komið á núll. Nú þurfum við að vinna tvo. Við ætluðum okkur það hér í kvöld og við náðum því og getum verið sáttir með það en ekkert mikið meira en það.“ Það var mikill hiti í leiknum framan af en Grindvíkingar héldu haus og létu dómgæsluna ekki fara of mikið í taugarnar á sér, eins og hefur stundum loðað við ákveðna leikmenn liðsins. „Fyrri hálfleikurinn sérstaklega var svolítið „tense“ en við ræddum um það í hálfleik að einbeita okkur að þeim hlutum sem við stýrum og mér fannst það ganga ágætlega. En ég átti erfitt með að finna orð eftir síðasta leik og ég er eiginlega bara í sömu stöðu núna. Það er alveg fullt af góðum hlutum núna, við erum að fá framlag, Bragi stóð sig mjög vel og Arnór bara mjög vel. Ólafur og Daniel eru að ströggla sóknarlega en voru til staðar varnarlega. Þetta er mjög skrítið, ég á erfitt með að koma orðum að þessu.“ Bragi Guðmundsson fékk það hlutverk í kvöld þegar hann var inn á að hengja sig á Kristinn Pálsson og leysti það verkefni með sóma. Jóhann fagnar því að geta treyst á þessa ungu leikmenn en viðurkenndi að mögulega mættu þeir fá enn meira traust. „Algjörlega. Bara mjög ánægður með þá og hvernig þeir eru að standa sig. Svona fljótt á litið hefðu þeir átt að fá að vera meira á gólfinu. Það er einhvern veginn í DNA þjálfarans að halda í sitt og eitthvað svona en mögulega þarf maður bara að vera aðeins grimmari og leyfa þeim bara að vera inn á.“ Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Grindvíkingar lögðu Val að lokum, 80-76, og jafnaði þar með einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Bónus-deildar karla. Þegar tæpar fimm mínútur voru eftir leiddu Grindvíkingar með 15 stigum en Valsmönnum tókst að minnka muninn í þrjú stig. Við báðum Jóhann að fara aðeins yfir hvað gekk á undir lokin. „Bara erum slakir, sóknarlega förum við í einhverja algjöra þvælu. Eins og þú segir, mögulega að reyna að fara að verja eitthvað og erum næstum búnir að kasta þessu frá okkur. Við erum með leikinn í höndunum og við vorum bara heppnir.“ Jóhann var á því svona fljótt á litið að liðið hefði sennilega spilað betur í síðasta leik heldur en í kvöld. „Heilt yfir er þetta alveg þokkalegasta frammistaða en mér fannst hún betri á miðvikudaginn en í kvöld, allavega svona fyrstu viðbrögð. En eins og ég segi, við „vorum bara heppnir að landa þessu“. Það kom þarna tapaður bolti og við ísum þetta á línunni. En bara stálheppnir og hellingur sem við þurfum að fara yfir.“ Grindvíkingar eru að spila mjög stífa maður á mann vörn á Kristinn Pálsson og Joshua Jefferson sem er greinilega með ráðum gert. „Þeir eru svona þeirra helstu hestar sóknarlega ásamt Taiwo og búa mest til fyrir þá. Þetta er eitthvað sem við þurfum bara að standa klárir á og reyna að halda þeim frá boltanum. Það er mjög erfitt. Varnarlega erum við alveg „solid“ en þessar síðustu 5-6 mínúturnar förum við í lás og erum að reyna eitthvað sem ég veit ekki hvað er.“ „Nú er bara næsti leikur. Núna erum við búnir að jafna þetta, þetta er komið á núll. Nú þurfum við að vinna tvo. Við ætluðum okkur það hér í kvöld og við náðum því og getum verið sáttir með það en ekkert mikið meira en það.“ Það var mikill hiti í leiknum framan af en Grindvíkingar héldu haus og létu dómgæsluna ekki fara of mikið í taugarnar á sér, eins og hefur stundum loðað við ákveðna leikmenn liðsins. „Fyrri hálfleikurinn sérstaklega var svolítið „tense“ en við ræddum um það í hálfleik að einbeita okkur að þeim hlutum sem við stýrum og mér fannst það ganga ágætlega. En ég átti erfitt með að finna orð eftir síðasta leik og ég er eiginlega bara í sömu stöðu núna. Það er alveg fullt af góðum hlutum núna, við erum að fá framlag, Bragi stóð sig mjög vel og Arnór bara mjög vel. Ólafur og Daniel eru að ströggla sóknarlega en voru til staðar varnarlega. Þetta er mjög skrítið, ég á erfitt með að koma orðum að þessu.“ Bragi Guðmundsson fékk það hlutverk í kvöld þegar hann var inn á að hengja sig á Kristinn Pálsson og leysti það verkefni með sóma. Jóhann fagnar því að geta treyst á þessa ungu leikmenn en viðurkenndi að mögulega mættu þeir fá enn meira traust. „Algjörlega. Bara mjög ánægður með þá og hvernig þeir eru að standa sig. Svona fljótt á litið hefðu þeir átt að fá að vera meira á gólfinu. Það er einhvern veginn í DNA þjálfarans að halda í sitt og eitthvað svona en mögulega þarf maður bara að vera aðeins grimmari og leyfa þeim bara að vera inn á.“
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira