Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2025 11:32 Blikar fagna hér fyrsta marki Íslandsmótsins í gær sem Höskuldur Gunnlaugsson skoraði. Þarna má sjá að minnsta kosti eina græna nögl. Vísir/Pawel Íslandsmeistarar Breiðabliks byrjuðu Bestu deild karla í fótbolta með flottum sigri í gærkvöldi en Blikarnir nýttu líka þennan opnunarleik mótsins til að vekja athygli á mikilvægu málefni. Barnaheill standa þessa dagana fyrir vitundarvakningu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Apríl er mánuður alþjóðlegrar vitundarvakningar um kynferðisofbeldi gegn börnum og vitundarvakningin á vegnum Barnaheilla stendur yfir frá 4. til 15. apríl 2025. Verkefnið er ekki fjáröflun heldur snýst það um að vekja athygli á umfangi kynferðisofbeldis gegn börnum á Íslandi og hvetja fullorðna til að taka ábyrgð og vernda börnin í samfélaginu betur. Barnaheill vilja benda fólki á að við getum öll gert eitthvað og allt skiptir máli. „Litla fingurs loforð“ Um samfélagsmiðlaherferð er að ræða þar sem Barnaheill biðja fólk um að lakka nöglina á litla fingri í djúpgrænum lit og gefa „litla fingurs loforð“ um að taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Þátttakendur er beðnir um að taka af sér ljósmynd með grænu nöglina sína, deila henni á samfélagsmiðlum og í leiðinni hvetja aðra til að taka þátt. Undir myndina skrifar fólk eða hópar #ÉGLOFA að… eða #VIÐLOFUM. Leikmenn Breiðabliks voru tilbúnir til að hefja herferðina í sínum fyrsta leik í gærkvöldi. Í leiknum á Kópavogsvellinum voru allir leikmenn liðsins með grænt naglalakk á litla fingri og þeir tóku síðan af sér hópmynd þar sem þeir gefa loforð um að standa með börnum. Skora á önnur félagslið Blikarnir skoruðu um leið á önnur félagslið að gera það sama og það verður fróðlegt að sjá hversu mörk karla- og kvennalið á Íslandi svara þeirri áskorun. Gott gengi Blikana með grænu nöglina í gær fær kannski einhverja hjátrúarfulla í liðinu til að halda því áfram í allt sumar. Fyrir leikinn í hafði Breiðablik aldrei áður unnið fyrsta leik í titilvörn. Barnaheill mun líka dreifa myndböndum þar sem þjóðþekkt fólk lofar að standa með börnum, áhrifavaldar munu pósta og skora á aðra áhrifavalda og fjölbreyttir hópar í samfélaginu taka hópmyndir og skora á aðra hópa að gera það sama. Þá þora fleiri börn að segja frá Þar má meðal annars nefna kóra, starfsfólk á ýmsum skrifstofum, fimleikafélög, knattspyrnulið, starfsfólk bókasafna, félagasamtök, lögreglu, ráðuneyti, verslanir og fleiri. „Því fleiri sem taka þátt þeim mun meiri líkur á að fleiri börn þori að segja frá og fá hjálp auk þess sem fleiri gerendur vonandi leita sér hjálpar fremur en að brjóta kynferðislega gegn barni,“ segir í þessari þörfu áskorun. View this post on Instagram A post shared by Barnaheill - Save the Children (@barnaheill) Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Barnaheill standa þessa dagana fyrir vitundarvakningu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Apríl er mánuður alþjóðlegrar vitundarvakningar um kynferðisofbeldi gegn börnum og vitundarvakningin á vegnum Barnaheilla stendur yfir frá 4. til 15. apríl 2025. Verkefnið er ekki fjáröflun heldur snýst það um að vekja athygli á umfangi kynferðisofbeldis gegn börnum á Íslandi og hvetja fullorðna til að taka ábyrgð og vernda börnin í samfélaginu betur. Barnaheill vilja benda fólki á að við getum öll gert eitthvað og allt skiptir máli. „Litla fingurs loforð“ Um samfélagsmiðlaherferð er að ræða þar sem Barnaheill biðja fólk um að lakka nöglina á litla fingri í djúpgrænum lit og gefa „litla fingurs loforð“ um að taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Þátttakendur er beðnir um að taka af sér ljósmynd með grænu nöglina sína, deila henni á samfélagsmiðlum og í leiðinni hvetja aðra til að taka þátt. Undir myndina skrifar fólk eða hópar #ÉGLOFA að… eða #VIÐLOFUM. Leikmenn Breiðabliks voru tilbúnir til að hefja herferðina í sínum fyrsta leik í gærkvöldi. Í leiknum á Kópavogsvellinum voru allir leikmenn liðsins með grænt naglalakk á litla fingri og þeir tóku síðan af sér hópmynd þar sem þeir gefa loforð um að standa með börnum. Skora á önnur félagslið Blikarnir skoruðu um leið á önnur félagslið að gera það sama og það verður fróðlegt að sjá hversu mörk karla- og kvennalið á Íslandi svara þeirri áskorun. Gott gengi Blikana með grænu nöglina í gær fær kannski einhverja hjátrúarfulla í liðinu til að halda því áfram í allt sumar. Fyrir leikinn í hafði Breiðablik aldrei áður unnið fyrsta leik í titilvörn. Barnaheill mun líka dreifa myndböndum þar sem þjóðþekkt fólk lofar að standa með börnum, áhrifavaldar munu pósta og skora á aðra áhrifavalda og fjölbreyttir hópar í samfélaginu taka hópmyndir og skora á aðra hópa að gera það sama. Þá þora fleiri börn að segja frá Þar má meðal annars nefna kóra, starfsfólk á ýmsum skrifstofum, fimleikafélög, knattspyrnulið, starfsfólk bókasafna, félagasamtök, lögreglu, ráðuneyti, verslanir og fleiri. „Því fleiri sem taka þátt þeim mun meiri líkur á að fleiri börn þori að segja frá og fá hjálp auk þess sem fleiri gerendur vonandi leita sér hjálpar fremur en að brjóta kynferðislega gegn barni,“ segir í þessari þörfu áskorun. View this post on Instagram A post shared by Barnaheill - Save the Children (@barnaheill)
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira