32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. apríl 2025 20:04 Þátttakendurnir frá Úkraínu, sem sátu íslenskunámskeiðið hjá Önnu Lindu í gegnum Fræðslunet Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikil ánægja og gleði hjá þrjátíu og tveimur íbúum frá Úkraínu, sem búa á Selfossi og í næsta nágrenni þegar hópurinn útskrifaðist af íslenskunámskeiði hjá Fræðsluneti Suðurlands. Kennarinn segir fólkið dásamlegt og mjög duglegt að læra íslensku. Það var spenna og eftirvænting hjá hópnum frá Úkraínu þegar þau komu í kennslustofuna á fimmtudaginn í útskriftina hjá Fræðslunetinu eftir að hafa verið á rúmlega tveggja mánaða námskeiði í íslensku eitt hjá Önnu Lindu en Bohdana, sem hefur búið á Íslandi í nokkur ár sá um alla túlkun. „En það gleður mig svo sannarlega að segja að þið fáið öll ykkar diplóma, þið hafið öll staðið ykkur rosalega vel og eigið allt skilið, þetta er búinn að vera dásamlegur tími,“ sagði Anna Linda þegar hún hrósaði hópnum fyrir dugnað í íslenskunáminu. „Þau eru svo áhugasöm og þau eru svo dugleg og við erum svo heppin að við erum búin að vera með túlk með okkur, sem hefur lósað okkur í gegnum þetta upp á allan skilning og þau eru svo spennt að það er búið að setja saman 30 manna hóp, sem ætlar að byrja aftur í haust,“ segir Anna Linda. Anna Linda, kennari og Bohdanda Vasyliuk, túlkur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýjasti Úkraínubúinn mætti að sjálfsögðu í útskriftina með mömmu sinni, sem var á námskeiðinu en tók sér nokkra daga frí á meðan hún var á fæðingardeildinni. Og að sjálfsögðu var boðið upp á Úkraínskar og íslenskar veitingar í útskriftinni. Ástin dró Bohdöndu frá Úkraínu til Íslands en hún býr á Selfossi með sinni fjölskyldu. „Þau bara segja á íslensku, góðan daginn og fleira“. En finnst þeim erfitt að læra íslensku? „Ég held samt já en nokkrum foreldrum gekk rosalega vel,“ segir Bohdanda Vasyliuk, túlkur. „Ég vinna á Matvælastofnun, ég er dýralæknir, eftirlitsdýralæknir og ég læri íslensku,“ segir Vitalii Markhaichuk, sem var á námskeiðinu. „Ég læra smá íslensku. Góðan daginn, takk fyrir,“ segir Anetolii Keptaönör, veitingamaður á Selfossi, sem var einnig á námskeiðinu. Boðið var upp á glæsilegar veitingar í útskriftinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Úkraína Íslensk fræði Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Það var spenna og eftirvænting hjá hópnum frá Úkraínu þegar þau komu í kennslustofuna á fimmtudaginn í útskriftina hjá Fræðslunetinu eftir að hafa verið á rúmlega tveggja mánaða námskeiði í íslensku eitt hjá Önnu Lindu en Bohdana, sem hefur búið á Íslandi í nokkur ár sá um alla túlkun. „En það gleður mig svo sannarlega að segja að þið fáið öll ykkar diplóma, þið hafið öll staðið ykkur rosalega vel og eigið allt skilið, þetta er búinn að vera dásamlegur tími,“ sagði Anna Linda þegar hún hrósaði hópnum fyrir dugnað í íslenskunáminu. „Þau eru svo áhugasöm og þau eru svo dugleg og við erum svo heppin að við erum búin að vera með túlk með okkur, sem hefur lósað okkur í gegnum þetta upp á allan skilning og þau eru svo spennt að það er búið að setja saman 30 manna hóp, sem ætlar að byrja aftur í haust,“ segir Anna Linda. Anna Linda, kennari og Bohdanda Vasyliuk, túlkur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýjasti Úkraínubúinn mætti að sjálfsögðu í útskriftina með mömmu sinni, sem var á námskeiðinu en tók sér nokkra daga frí á meðan hún var á fæðingardeildinni. Og að sjálfsögðu var boðið upp á Úkraínskar og íslenskar veitingar í útskriftinni. Ástin dró Bohdöndu frá Úkraínu til Íslands en hún býr á Selfossi með sinni fjölskyldu. „Þau bara segja á íslensku, góðan daginn og fleira“. En finnst þeim erfitt að læra íslensku? „Ég held samt já en nokkrum foreldrum gekk rosalega vel,“ segir Bohdanda Vasyliuk, túlkur. „Ég vinna á Matvælastofnun, ég er dýralæknir, eftirlitsdýralæknir og ég læri íslensku,“ segir Vitalii Markhaichuk, sem var á námskeiðinu. „Ég læra smá íslensku. Góðan daginn, takk fyrir,“ segir Anetolii Keptaönör, veitingamaður á Selfossi, sem var einnig á námskeiðinu. Boðið var upp á glæsilegar veitingar í útskriftinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Úkraína Íslensk fræði Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira