Göngum í takt 6. apríl 2025 07:32 Sumt er nú þannig að manni verður fyrirmunað að skilja. Það er nú þannig að nú sverfur að þeim sveitarfélögum sem hafa sjávarútveg sem grunnstoð í sínu samfélagi og Trump er að trompa með ófyrirséðum afleiðingum að auki. Eðlilega þá er snúið til varnar, sveitarfélög, sjávarútvegsfyrirtæki, þingmenn og allir sem vettlingi geta valdið og ég skil það á margan hátt. En það fer nú öðrum sögum af stuðningi við málstað orkusveitarfélaganna að mínu mati. Menn hafa meira að segja vaðið fram á sviðið og sagt okkur, já okkur, vera að tefja og þvælast fyrir og það þingmenn og ráðherrar sem ættu að vera að styðja málflutninginn. Það eru ekki margir sem hafa farið í pontu á alþingi og kallað eftir skjótum viðbrögðum og hraðari málsmeðferð til handa orkusveitarfélögunum, þrátt fyrir ávinninginn sem af því hlýst. Það skilja það allir sem vilja að við þurfum að vinna meira rafmagn, það skilar sér svo sannarlega. Við erum í lykilstöðu og ekkert land í heiminum er með jafn mikið af grænni orku og við Íslendingar. Við þurfum að halda áfram með orkuskiptin en við verðum líka að vera raunsæ og spenna ekki bogann þannig að við séum ótrúverðug. Aukum orkuframleiðslu, byggjum upp innviði og framkvæmum í réttri röð. Aukinni orkuframleiðslu fylgir líka gríðarlega mikill efnahagslegur ávinningur, sem reyndar í núverandi stöðu er allur þar sem orkan er notuð. Við þurfum líka að gæta að orkuörygginu og eiga nóg til. Við verðum að hlusta á fólkið í landinu okkar og setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Það þarf að virkja meira á norðurlandi vestra. Með því getum við tryggt orkuöryggi og afhendingargetu til allra heimila og smærri fyrirtækja á suðvesturhorninu, auk norðurlands og vestfjarða ef það gerist að nátturan fer að yggla sig óæskilegum stöðum á suðurlandinu. Hvað þarf til að þetta geti gerst? Svarið er ótrúlega einfalt. Við þurfum að tryggja sanngirni og tryggja að nærsamfélögin sem skaffa landsvæðið undir mannvirkin fá sanngjarnt afgjald eins og í öðrum löndum. Það er ekki í lagi að ávinningurinn og margfeldisáhrifin séu bara þar sem raforkan er notuð. Er það nóg? Nei, ekki að mínu mati, það þarf nefnilega að tryggja að byggðalínur séu byggðalínur sem tengja byggðina á landsbyggðinni saman en ekki borgarlínur sem flytja orkuna í burtu. Það kann ekki góðri lukku að stýra ef það á að klippa stór landsvæði út úr byggðalínu hringnum og búa til fleiri Vestfirði í raforkulegu samhengi. Við viljum jöfn tækifæri og við þurfum að hafa alvöru byggðastefnu. Íbúar í Húnabyggð hafa svo sannarlega lagt sitt af mörkum í gegnum tíðina og erum stolt af því orkumannvirki sem hjá okkur er og því starfsfólki sem þar stýrir en aðstæður eru þó aðeins öðruvísi hjá okkur. Við erum líkast til með einu stóru vatnsaflsvirkjunina á íslandi sem er ekki með bundið slitlag heim að stjórnstöð og það er meira að segja norðurendi Kjalvegar í byggð, hverju skyldi það sæta? Og til að kóróna þetta gott fólk þá virðist það vera ofar í forgangi að leggja bundið slitlag upp að Kerlingafjöllum að sunnanverðu heldur en girða sig í brók hérna norðanmegin og klára heim að virkjun. Húnabyggð setti skipulagsstopp á Blöndulund, af hverju? Jú það er einfalt, það er ekki vegna þess að við séum honum mótfallin, það er vegna þess að það hlustaði enginn. Er rétt gefið? Nei, það er áratuga gömul undanþága frá fasteignamatsskyldu orkumannvirkja sem skekkir myndina. Er það eðlilegt að fjærendi orkuframleiðslu fái allan ávinninginn og íbúar nærsamfélags orkuframleiðslu lítinn sem engan í stóru myndinni? Og íbúarnir við hlið orkumannvirkjanna borgi þar að auki meira fyrir rafmagnið af því að þeir eru í dreifbýli! Þetta dæmi gengur ekki upp árið 2025. Nú lögum við þessar skekkjur, jöfnum leikinn og tækifærin. Göngum í takt og gerum þetta saman sem þjóð, þá er ávinningurinn allra. Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húnabyggð Orkumál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Sumt er nú þannig að manni verður fyrirmunað að skilja. Það er nú þannig að nú sverfur að þeim sveitarfélögum sem hafa sjávarútveg sem grunnstoð í sínu samfélagi og Trump er að trompa með ófyrirséðum afleiðingum að auki. Eðlilega þá er snúið til varnar, sveitarfélög, sjávarútvegsfyrirtæki, þingmenn og allir sem vettlingi geta valdið og ég skil það á margan hátt. En það fer nú öðrum sögum af stuðningi við málstað orkusveitarfélaganna að mínu mati. Menn hafa meira að segja vaðið fram á sviðið og sagt okkur, já okkur, vera að tefja og þvælast fyrir og það þingmenn og ráðherrar sem ættu að vera að styðja málflutninginn. Það eru ekki margir sem hafa farið í pontu á alþingi og kallað eftir skjótum viðbrögðum og hraðari málsmeðferð til handa orkusveitarfélögunum, þrátt fyrir ávinninginn sem af því hlýst. Það skilja það allir sem vilja að við þurfum að vinna meira rafmagn, það skilar sér svo sannarlega. Við erum í lykilstöðu og ekkert land í heiminum er með jafn mikið af grænni orku og við Íslendingar. Við þurfum að halda áfram með orkuskiptin en við verðum líka að vera raunsæ og spenna ekki bogann þannig að við séum ótrúverðug. Aukum orkuframleiðslu, byggjum upp innviði og framkvæmum í réttri röð. Aukinni orkuframleiðslu fylgir líka gríðarlega mikill efnahagslegur ávinningur, sem reyndar í núverandi stöðu er allur þar sem orkan er notuð. Við þurfum líka að gæta að orkuörygginu og eiga nóg til. Við verðum að hlusta á fólkið í landinu okkar og setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Það þarf að virkja meira á norðurlandi vestra. Með því getum við tryggt orkuöryggi og afhendingargetu til allra heimila og smærri fyrirtækja á suðvesturhorninu, auk norðurlands og vestfjarða ef það gerist að nátturan fer að yggla sig óæskilegum stöðum á suðurlandinu. Hvað þarf til að þetta geti gerst? Svarið er ótrúlega einfalt. Við þurfum að tryggja sanngirni og tryggja að nærsamfélögin sem skaffa landsvæðið undir mannvirkin fá sanngjarnt afgjald eins og í öðrum löndum. Það er ekki í lagi að ávinningurinn og margfeldisáhrifin séu bara þar sem raforkan er notuð. Er það nóg? Nei, ekki að mínu mati, það þarf nefnilega að tryggja að byggðalínur séu byggðalínur sem tengja byggðina á landsbyggðinni saman en ekki borgarlínur sem flytja orkuna í burtu. Það kann ekki góðri lukku að stýra ef það á að klippa stór landsvæði út úr byggðalínu hringnum og búa til fleiri Vestfirði í raforkulegu samhengi. Við viljum jöfn tækifæri og við þurfum að hafa alvöru byggðastefnu. Íbúar í Húnabyggð hafa svo sannarlega lagt sitt af mörkum í gegnum tíðina og erum stolt af því orkumannvirki sem hjá okkur er og því starfsfólki sem þar stýrir en aðstæður eru þó aðeins öðruvísi hjá okkur. Við erum líkast til með einu stóru vatnsaflsvirkjunina á íslandi sem er ekki með bundið slitlag heim að stjórnstöð og það er meira að segja norðurendi Kjalvegar í byggð, hverju skyldi það sæta? Og til að kóróna þetta gott fólk þá virðist það vera ofar í forgangi að leggja bundið slitlag upp að Kerlingafjöllum að sunnanverðu heldur en girða sig í brók hérna norðanmegin og klára heim að virkjun. Húnabyggð setti skipulagsstopp á Blöndulund, af hverju? Jú það er einfalt, það er ekki vegna þess að við séum honum mótfallin, það er vegna þess að það hlustaði enginn. Er rétt gefið? Nei, það er áratuga gömul undanþága frá fasteignamatsskyldu orkumannvirkja sem skekkir myndina. Er það eðlilegt að fjærendi orkuframleiðslu fái allan ávinninginn og íbúar nærsamfélags orkuframleiðslu lítinn sem engan í stóru myndinni? Og íbúarnir við hlið orkumannvirkjanna borgi þar að auki meira fyrir rafmagnið af því að þeir eru í dreifbýli! Þetta dæmi gengur ekki upp árið 2025. Nú lögum við þessar skekkjur, jöfnum leikinn og tækifærin. Göngum í takt og gerum þetta saman sem þjóð, þá er ávinningurinn allra. Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun