Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 14:00 Fyrirliðlinn Höskuldur Gunnlaugsson með skjöldinn á lofti síðasta haust. VÍSIR/VILHELM Íslandsmeistarar Breiðabliks hefja titilvörn sína í kvöld þegar þeir fá nýliða Aftureldingar í heimsókn í Smárann en þetta er opnunarleikur Bestu deildar karla í fótbolta í ár. Blikar unnu sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í karlaflokki síðasta haust en hina titlana vann liðið 2010 og 2022. Blikar byrjuðu báðar hinar titilvarnir sínar á tapi. Nú er að sjá hvort þeir geta breytt þeirri óvinsælu venju sinni í kvöld. Sumarið 2011 voru Blikar á heimavelli í fyrsta leik en töpuðu þá 2-3 á móti KR. Blikar voru lentir undir eftir sjö mínútur og voru síðan manni færri frá nítjándu mínútu þegar markvörðurinn Ingvar Þór Kale fékk beint rautt spjald. Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrsta mark KR og kom þeim aftur yfir á 36. mínútu eftir að Kristinn Steindórsson hafði jafnaði metin á 15. mínútu. Sjálfsmark Finns Orra Margeirsson kom KR í 3-1 á 57. mínútu en Guðmundur Kristjánsson minnkaði muninn í blálokin. Sumarið 2023 voru Blikar einnig á heimavelli í fyrsta leik en töpuðu þá 3-4 á móti nágrönnum sínum í HK. HK var komið í 2-0 eftir aðeins sjö mínútna leik en Blikar komust seinna yfir í 3-2. HK skoraði tvisvar á lokamínútunum en sigurmarkið skoraði Atli Þór Jónasson á þriðju mínútu í uppbótatíma. Marciano Aziz og Örvar Eggertsson skoruðu tvö fyrstu mörk HK en þriðja mark HK-inga var sjálfsmark fyrirliðans Höskulds Gunnlaugssonar. Gísli Eyjólfsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Höskuldur Gunnlaugsson komu Blikum yfir með þremur mínútum á fjögurra mínútna kafla. Þá stefndi í sigur en allt breyttist á dramatískum lokamínútum. Blikarnir hafa því fengið á sig sjö mörk í þessum tveimur leikjum. Frá árinu 2011 hafa aðeins þrír Íslandsmeistarar byrjað titilvörnina á tapi en níu af fjórtán hafa unnið sinn fyrsta leik. Það eru aðeins bæði Blikaliðin og KR-liðið frá 2014 sem hafa byrjað titilvörn sína á tapleik. Fyrsti leikur í titilvörn frá og með árinu 2011: Sigur (9) Víkingur 2024 Víkingur 2022 Valur 2021 KR 2020 Valur 2018 FH 2107 FH 2016 Stjarnan 2015 Jafntefli (2) Valur 2019 KR 2012 Tap (3) Breiðablik 2023 KR 2014 Breiðablik 2011 Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Blikar unnu sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í karlaflokki síðasta haust en hina titlana vann liðið 2010 og 2022. Blikar byrjuðu báðar hinar titilvarnir sínar á tapi. Nú er að sjá hvort þeir geta breytt þeirri óvinsælu venju sinni í kvöld. Sumarið 2011 voru Blikar á heimavelli í fyrsta leik en töpuðu þá 2-3 á móti KR. Blikar voru lentir undir eftir sjö mínútur og voru síðan manni færri frá nítjándu mínútu þegar markvörðurinn Ingvar Þór Kale fékk beint rautt spjald. Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrsta mark KR og kom þeim aftur yfir á 36. mínútu eftir að Kristinn Steindórsson hafði jafnaði metin á 15. mínútu. Sjálfsmark Finns Orra Margeirsson kom KR í 3-1 á 57. mínútu en Guðmundur Kristjánsson minnkaði muninn í blálokin. Sumarið 2023 voru Blikar einnig á heimavelli í fyrsta leik en töpuðu þá 3-4 á móti nágrönnum sínum í HK. HK var komið í 2-0 eftir aðeins sjö mínútna leik en Blikar komust seinna yfir í 3-2. HK skoraði tvisvar á lokamínútunum en sigurmarkið skoraði Atli Þór Jónasson á þriðju mínútu í uppbótatíma. Marciano Aziz og Örvar Eggertsson skoruðu tvö fyrstu mörk HK en þriðja mark HK-inga var sjálfsmark fyrirliðans Höskulds Gunnlaugssonar. Gísli Eyjólfsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Höskuldur Gunnlaugsson komu Blikum yfir með þremur mínútum á fjögurra mínútna kafla. Þá stefndi í sigur en allt breyttist á dramatískum lokamínútum. Blikarnir hafa því fengið á sig sjö mörk í þessum tveimur leikjum. Frá árinu 2011 hafa aðeins þrír Íslandsmeistarar byrjað titilvörnina á tapi en níu af fjórtán hafa unnið sinn fyrsta leik. Það eru aðeins bæði Blikaliðin og KR-liðið frá 2014 sem hafa byrjað titilvörn sína á tapleik. Fyrsti leikur í titilvörn frá og með árinu 2011: Sigur (9) Víkingur 2024 Víkingur 2022 Valur 2021 KR 2020 Valur 2018 FH 2107 FH 2016 Stjarnan 2015 Jafntefli (2) Valur 2019 KR 2012 Tap (3) Breiðablik 2023 KR 2014 Breiðablik 2011
Fyrsti leikur í titilvörn frá og með árinu 2011: Sigur (9) Víkingur 2024 Víkingur 2022 Valur 2021 KR 2020 Valur 2018 FH 2107 FH 2016 Stjarnan 2015 Jafntefli (2) Valur 2019 KR 2012 Tap (3) Breiðablik 2023 KR 2014 Breiðablik 2011
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira