„Sorgardagur fyrir Manchester City“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2025 22:32 Pep Guardiola og Kevin De Bruyne hafa unnið mikið saman með Manchester City. Getty/Michael Regan Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, tjáði sig um fréttir dagsins en Kevin De Bruyne staðfesti þá að hann sé á sínu síðasta tímabili með félaginu. Guardiola segir að De Bruyne sé einn af bestu leikmönnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. De Bruyne er 33 ára gamall og hefur verið hjá City í áratug. Hann kom þangað frá Wolfsburg fyrir 55 milljónir punda árið 2015. Síðan þá hefur De Bruyne unnið sextán titla með félaginu þar af hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina sex sinnum. Belginn frábæri hefur skorað 70 mörk og gefið 118 stoðsendingar í 280 deildarleikjum á þessum tíma en 193 þeirra hefur City unnið. „Þetta er sorgardagur fyrir Manchester City. Hvað hann gefur okkur mikið, sem er manngæska og svo auðvitað það sem ég þarf ekki að útskýra fyrir ykkur sem eru áhrif hans á árangur okkar síðasta áratuginn. Það væri ómögulegt að sjá það allt gerast án hans,“ sagði Pep Guardiola. "There's no doubt he's one of the greatest." 🩵 pic.twitter.com/CcvJP4D7XV— Manchester City (@ManCity) April 4, 2025 „Þetta er sorgardagur af því að hluti af okkur er að fara. Þetta er eins og þegar Vincent Kompany fór eða þegar Sergio Aguero fór eða þegar David Silva fór. Allir þessir leikmenn skiluðu miklu til liðsins. Þetta er því sorgardagur,“ sagði Guardiola. „Við eigum enn eftir tíu leiki og vonandi ellefu. Sex þeirra eru á heimavelli og ég vona að við getum notið þeirra með okkar stuðningsmönnum og ég er viss um að hann fái alla þá ást og viðurkenningu sem hann á skilið,“ sagði Guardiola. „Hann er einn af bestu leikmönnunum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem og hjá þessu félagi. Það er enginn vafi um það. Þú verður að passa þig með slíkri yfirlýsingu af virðingu við þá sem hafa spilað í deildinni síðustu tuttugu til þrjátíu ár en það er samt enginn vafi í mínum augum að hann sé einn af þeim bestu,“ sagði Guardiola. „Stoðsendingar hans og mörkin hans. Yfirsýn hans á síðasta þriðjungi vallarins. Það verður erfitt að fylla í þetta skarð. Allir geta tekið góðar ákvarðanir og gefið stoðsendingar en að gera það í öll þessi ár og í öllum þessum leikjum er einstakt,“ sagði Guardiola. It's a sad day at Manchester City as Pep Guardiola reacts to Kevin de Bruyne's announcement that he will leave the club at the end of the season 😢 pic.twitter.com/rmD1EdwudN— Match of the Day (@BBCMOTD) April 4, 2025 Enski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira
Guardiola segir að De Bruyne sé einn af bestu leikmönnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. De Bruyne er 33 ára gamall og hefur verið hjá City í áratug. Hann kom þangað frá Wolfsburg fyrir 55 milljónir punda árið 2015. Síðan þá hefur De Bruyne unnið sextán titla með félaginu þar af hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina sex sinnum. Belginn frábæri hefur skorað 70 mörk og gefið 118 stoðsendingar í 280 deildarleikjum á þessum tíma en 193 þeirra hefur City unnið. „Þetta er sorgardagur fyrir Manchester City. Hvað hann gefur okkur mikið, sem er manngæska og svo auðvitað það sem ég þarf ekki að útskýra fyrir ykkur sem eru áhrif hans á árangur okkar síðasta áratuginn. Það væri ómögulegt að sjá það allt gerast án hans,“ sagði Pep Guardiola. "There's no doubt he's one of the greatest." 🩵 pic.twitter.com/CcvJP4D7XV— Manchester City (@ManCity) April 4, 2025 „Þetta er sorgardagur af því að hluti af okkur er að fara. Þetta er eins og þegar Vincent Kompany fór eða þegar Sergio Aguero fór eða þegar David Silva fór. Allir þessir leikmenn skiluðu miklu til liðsins. Þetta er því sorgardagur,“ sagði Guardiola. „Við eigum enn eftir tíu leiki og vonandi ellefu. Sex þeirra eru á heimavelli og ég vona að við getum notið þeirra með okkar stuðningsmönnum og ég er viss um að hann fái alla þá ást og viðurkenningu sem hann á skilið,“ sagði Guardiola. „Hann er einn af bestu leikmönnunum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem og hjá þessu félagi. Það er enginn vafi um það. Þú verður að passa þig með slíkri yfirlýsingu af virðingu við þá sem hafa spilað í deildinni síðustu tuttugu til þrjátíu ár en það er samt enginn vafi í mínum augum að hann sé einn af þeim bestu,“ sagði Guardiola. „Stoðsendingar hans og mörkin hans. Yfirsýn hans á síðasta þriðjungi vallarins. Það verður erfitt að fylla í þetta skarð. Allir geta tekið góðar ákvarðanir og gefið stoðsendingar en að gera það í öll þessi ár og í öllum þessum leikjum er einstakt,“ sagði Guardiola. It's a sad day at Manchester City as Pep Guardiola reacts to Kevin de Bruyne's announcement that he will leave the club at the end of the season 😢 pic.twitter.com/rmD1EdwudN— Match of the Day (@BBCMOTD) April 4, 2025
Enski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira