Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Aron Guðmundsson skrifar 6. apríl 2025 10:00 Jón Guðni Fjóluson hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir þrálát meiðsli Vísir/Sigurjón Jón Guðni Fjóluson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta hefur lagt skóna á hilluna. Þrálát meiðsli spila sinn þátt í þeirri ákvörðun en verkirnir eru orðnir of miklir fyrir Jón Guðna sem skilur stoltur við sinn feril. „Staðan á hnjánum er bara þannig að þetta er ekki eins og það á að vera,“ segir Jón Guðni í samtali við íþróttadeild. „Ekki nægilega gott til að halda áfram að pína sig í gegnum þetta. Þetta hefur farið stigvaxandi í gegnum tímabilið í fyrra með verkjum og á seinni hlutanum er þetta eitthvað sem ég næ ekki að losa mig við á milli leikja. Mér er bara illt og á annarri löppinni eiginlega allt árið í fyrra.“ Því miður gekk það ekki Jón Guðni hafði stefnt að því að leika með Víkingum á komandi tímabili, það sé svekkjandi að sjá það ekki raungerast. Auðvitað vill maður spila eins lengi og maður getur og tímabilið sem er framundan er virkilega spennandi, sérstaklega hérna í Víkinni með hópinn, mannskapinn sem við erum með innan sem utan vallar. Það er mjög hár standard á öllu hérna og auðvitað hefði maður vilja geta tekið þátt í því. En því miður gekk það ekki.“ Jón Guðni varði sínu síðasta ári á ferlinum hjá Víkingi ReykjavíkVísir/Sigurjón „Þetta hefur verið okkar á milli í smá tíma. Ég er búinn að liggja á þessu sjálfur í nokkrar vikur, hugsa þetta fram og til baka en síðan fékk ég ágætis hjálp frá læknateyminu í kringum mig. Að þetta væri kannski ekkert svo sniðugt. Það er eitthvað sem þeir segja ekki við þig að ástæðulausu. Það er einhver ástæða á bak við þessi orð og það hjálpar klárlega til að hafa menn í kringum þetta eins og Sölva og Kára sem hafa gengið í gegnum ýmislegt sjálfir. Þá á ég bæði við skilninginn í minn garð, ráðin og samtölin okkar á milli hér sem hafa verið mjög góð og fagmannleg. Án þess að þeir hafi verið að setja á mig einhverja pressu létu þeir þetta algjörlega í mínar hendur. Það var ég sem fékk að taka ákvörðunina að lokum.“ Síðasti leikur Jóns Guðna á ferlinum var sigur Víkings Reykjavíkur á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili fyrir 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu. „Eftir leikinn á móti Panathinaikos, fyrri leikinn út í Finnlandi, fer verkurinn á nýtt stig og þetta er bara orðið of mikið fyrir mig að ráða við. Þegar að þú getur ekki gert þetta almennilega, ekki æft almennilega á milli leikja og haldið þér í standi, þá hættir þetta að vera gaman og maður getur ekki gert hlutina jafn vel og maður vill gera þá sjálfur. Þá fer þetta meira út í pirring í sjálfan sig heldur en að þú sért að njóta þess að spila.“ „Ég er búinn að liggja á þessu sjálfur í nokkrar vikur, hugsa þetta fram og til baka en síðan fékk ég ágætis hjálp frá læknateyminu í kringum mig. Að þetta væri kannski ekkert svo sniðugt. Það er eitthvað sem þeir segja ekki við þig að ástæðulausu. Sáttur með sinn feril Jón Guðni, sem verður 36 ára seinna í mánuðinum, á mörg ár í atvinnumennsku að baki í Belgíu, Svíþjóð, Noregi og Rússlandi svo eitthvað sé nefnt sem og átján A-landsleiki. Jón Guðni skilur sáttur við sinn feril. Hápunkturinn að vissu leiti með Víkingum en einnig bikarmeistaratitill með Hammarby árið 2021. Hann er sáttur með sína ákvörðunina þó svo að meiðslin neyði hann að miklu leiti í að taka hana. „Ég náttúrulega gekk í gegnum erfið meiðsli úti í Svíþjóð, þurfti að fara í nokkrar aðgerðir og mælt með því þá að maður myndi ekki vera að reyna svo mikið á þetta aftur. En þá var ég alveg harðákveðinn í að þeir myndu ekki ákveða hvenær ég myndi hætta í fótbolta. Það hjálpar til í dag að ég fái að taka þessa ákvörðun ekki liggjandi í rúmi með hnéð upp í loft, heldur er þetta meira mín ákvörðun.“ „Ég er mjög sáttur með minn feril en auðvitað vill maður alltaf meira. Þegar að maður lítur til baka held ég að ég geti verið mjög stoltur af þessu. Það sem kemur fyrst upp í hugann varðandi hápunkta er náttúrulega bara þetta tímabil hérna í fyrra með Víkingum og hversu langt við fórum í Evrópukeppninni, hvað við vorum með í öllum keppnum fram á síðasta dag. Við spiluðum eins marga leiki og við mögulega gátum. Svo urðum við bikarmeistarar í Hammarby árið 2021. Það var fyrsti titill félagsins í langan tíma. Það var mjög skemmtilegt líka.“ Hefði viljað vera stærri partur af landsliðinu Þá sér hann ekki eftir neinu. „En það er svolítið meira Kára Árnasyni, Ragnari Sigurðssyni og fleirum að kenna að maður fékk lítið að spreyta sig með landsliðinu. Þeir bara gerðu það vel í þeim leikjum sem þeir spiluðu, yfir langan tíma, að það var ekkert hægt að kvarta yfir því. Auðvitað hefði maður viljað taka meiri þátt í því. En það er ekkert sem að ég sé eftir og það var ekkert algjörlega í mínum höndum. Ef það er eitthvað þá er það að maður hefði viljað vera aðeins stærri partur af landsliðinu.“ Jón Guðni í leik með íslenska landsliðinuVÍSIR/HULDA MARGRÉT Þjálfarahlutverkið heillar Þó svo að leikmannaferlinum sé lokið er Jón Guðni ekki á þeim buxunum að segja alfarið skilið við fótboltann. Það jákvæða við þennan meiðslahrjáða tíma úti í Svíþjóð er að ég tek UEFA þjálfaragráðurnar hjá sænska knattspyrnusambandinu og er því kominn með allar gráðurnar nema UEFA PRO. Það er eitthvað sem er einfalt að fara í og liggur vel til. Það er klárlega eitthvað sem ég hef áhuga á að prófa í framtíðinni og hef verið viðloðandi það hjá 2.flokki hér í Víkinni og mun halda því eitthvað áfram. Það er klárlega eitthvað sem mér finnst mjög spennandi.“ Hann er þakklátur Víkingum fyrir þeirra hluta í síðasta kafla ferilsins. „Mjög sáttur við hann. Náði að taka meiri þátt strax í fyrra en ég átti von á. Ég vil byrja á því að þakka Kára Árnasyni sérstaklega og Víkingum yfir höfuð fyrir að hafa haft trú á manni og tekið við mér í þessu standi sem ég var. Kári var duglegur í að halda sambandi og taka stöðuna á mér á meðan að ég var úti í Svíþjóð. Það var því aldrei spurning þegar að ég kom heim til Íslands að koma í Víking. Síðasta tímabil er ég nokkuð sáttur við en auðvitað vill maður alltaf gera betur. Ég bara er þannig, vil alltaf skila mínu eins vel og ég mögulega get en heilt yfir er ég mjög sáttur.“ Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
„Staðan á hnjánum er bara þannig að þetta er ekki eins og það á að vera,“ segir Jón Guðni í samtali við íþróttadeild. „Ekki nægilega gott til að halda áfram að pína sig í gegnum þetta. Þetta hefur farið stigvaxandi í gegnum tímabilið í fyrra með verkjum og á seinni hlutanum er þetta eitthvað sem ég næ ekki að losa mig við á milli leikja. Mér er bara illt og á annarri löppinni eiginlega allt árið í fyrra.“ Því miður gekk það ekki Jón Guðni hafði stefnt að því að leika með Víkingum á komandi tímabili, það sé svekkjandi að sjá það ekki raungerast. Auðvitað vill maður spila eins lengi og maður getur og tímabilið sem er framundan er virkilega spennandi, sérstaklega hérna í Víkinni með hópinn, mannskapinn sem við erum með innan sem utan vallar. Það er mjög hár standard á öllu hérna og auðvitað hefði maður vilja geta tekið þátt í því. En því miður gekk það ekki.“ Jón Guðni varði sínu síðasta ári á ferlinum hjá Víkingi ReykjavíkVísir/Sigurjón „Þetta hefur verið okkar á milli í smá tíma. Ég er búinn að liggja á þessu sjálfur í nokkrar vikur, hugsa þetta fram og til baka en síðan fékk ég ágætis hjálp frá læknateyminu í kringum mig. Að þetta væri kannski ekkert svo sniðugt. Það er eitthvað sem þeir segja ekki við þig að ástæðulausu. Það er einhver ástæða á bak við þessi orð og það hjálpar klárlega til að hafa menn í kringum þetta eins og Sölva og Kára sem hafa gengið í gegnum ýmislegt sjálfir. Þá á ég bæði við skilninginn í minn garð, ráðin og samtölin okkar á milli hér sem hafa verið mjög góð og fagmannleg. Án þess að þeir hafi verið að setja á mig einhverja pressu létu þeir þetta algjörlega í mínar hendur. Það var ég sem fékk að taka ákvörðunina að lokum.“ Síðasti leikur Jóns Guðna á ferlinum var sigur Víkings Reykjavíkur á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili fyrir 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu. „Eftir leikinn á móti Panathinaikos, fyrri leikinn út í Finnlandi, fer verkurinn á nýtt stig og þetta er bara orðið of mikið fyrir mig að ráða við. Þegar að þú getur ekki gert þetta almennilega, ekki æft almennilega á milli leikja og haldið þér í standi, þá hættir þetta að vera gaman og maður getur ekki gert hlutina jafn vel og maður vill gera þá sjálfur. Þá fer þetta meira út í pirring í sjálfan sig heldur en að þú sért að njóta þess að spila.“ „Ég er búinn að liggja á þessu sjálfur í nokkrar vikur, hugsa þetta fram og til baka en síðan fékk ég ágætis hjálp frá læknateyminu í kringum mig. Að þetta væri kannski ekkert svo sniðugt. Það er eitthvað sem þeir segja ekki við þig að ástæðulausu. Sáttur með sinn feril Jón Guðni, sem verður 36 ára seinna í mánuðinum, á mörg ár í atvinnumennsku að baki í Belgíu, Svíþjóð, Noregi og Rússlandi svo eitthvað sé nefnt sem og átján A-landsleiki. Jón Guðni skilur sáttur við sinn feril. Hápunkturinn að vissu leiti með Víkingum en einnig bikarmeistaratitill með Hammarby árið 2021. Hann er sáttur með sína ákvörðunina þó svo að meiðslin neyði hann að miklu leiti í að taka hana. „Ég náttúrulega gekk í gegnum erfið meiðsli úti í Svíþjóð, þurfti að fara í nokkrar aðgerðir og mælt með því þá að maður myndi ekki vera að reyna svo mikið á þetta aftur. En þá var ég alveg harðákveðinn í að þeir myndu ekki ákveða hvenær ég myndi hætta í fótbolta. Það hjálpar til í dag að ég fái að taka þessa ákvörðun ekki liggjandi í rúmi með hnéð upp í loft, heldur er þetta meira mín ákvörðun.“ „Ég er mjög sáttur með minn feril en auðvitað vill maður alltaf meira. Þegar að maður lítur til baka held ég að ég geti verið mjög stoltur af þessu. Það sem kemur fyrst upp í hugann varðandi hápunkta er náttúrulega bara þetta tímabil hérna í fyrra með Víkingum og hversu langt við fórum í Evrópukeppninni, hvað við vorum með í öllum keppnum fram á síðasta dag. Við spiluðum eins marga leiki og við mögulega gátum. Svo urðum við bikarmeistarar í Hammarby árið 2021. Það var fyrsti titill félagsins í langan tíma. Það var mjög skemmtilegt líka.“ Hefði viljað vera stærri partur af landsliðinu Þá sér hann ekki eftir neinu. „En það er svolítið meira Kára Árnasyni, Ragnari Sigurðssyni og fleirum að kenna að maður fékk lítið að spreyta sig með landsliðinu. Þeir bara gerðu það vel í þeim leikjum sem þeir spiluðu, yfir langan tíma, að það var ekkert hægt að kvarta yfir því. Auðvitað hefði maður viljað taka meiri þátt í því. En það er ekkert sem að ég sé eftir og það var ekkert algjörlega í mínum höndum. Ef það er eitthvað þá er það að maður hefði viljað vera aðeins stærri partur af landsliðinu.“ Jón Guðni í leik með íslenska landsliðinuVÍSIR/HULDA MARGRÉT Þjálfarahlutverkið heillar Þó svo að leikmannaferlinum sé lokið er Jón Guðni ekki á þeim buxunum að segja alfarið skilið við fótboltann. Það jákvæða við þennan meiðslahrjáða tíma úti í Svíþjóð er að ég tek UEFA þjálfaragráðurnar hjá sænska knattspyrnusambandinu og er því kominn með allar gráðurnar nema UEFA PRO. Það er eitthvað sem er einfalt að fara í og liggur vel til. Það er klárlega eitthvað sem ég hef áhuga á að prófa í framtíðinni og hef verið viðloðandi það hjá 2.flokki hér í Víkinni og mun halda því eitthvað áfram. Það er klárlega eitthvað sem mér finnst mjög spennandi.“ Hann er þakklátur Víkingum fyrir þeirra hluta í síðasta kafla ferilsins. „Mjög sáttur við hann. Náði að taka meiri þátt strax í fyrra en ég átti von á. Ég vil byrja á því að þakka Kára Árnasyni sérstaklega og Víkingum yfir höfuð fyrir að hafa haft trú á manni og tekið við mér í þessu standi sem ég var. Kári var duglegur í að halda sambandi og taka stöðuna á mér á meðan að ég var úti í Svíþjóð. Það var því aldrei spurning þegar að ég kom heim til Íslands að koma í Víking. Síðasta tímabil er ég nokkuð sáttur við en auðvitað vill maður alltaf gera betur. Ég bara er þannig, vil alltaf skila mínu eins vel og ég mögulega get en heilt yfir er ég mjög sáttur.“
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira