„Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. apríl 2025 21:53 Borche Ilievski talar við sína menn í leiknum í Garðabænum í kvöld. Vísir/Pawel Borche Ilievski þjálfari ÍR kallaði eftir framlagi frá fleiri leikmönnum í sínu liði í kvöld og talaði sérstaklega um hugarfar eins leikmanns í sínu liði. Hann sagði að ÍR-inga hefði vantað að taka lokaskrefið þegar liðið náði ágætu áhlaupi í þriðja leikhluta. „Ég held að úrslitin gefi ekki rétta mynd af leiknum. Við missum einbeitingu og Stjarnan nær góðri forystu. Oft á tíðum vorum við nálægt þeim og minnkuðum muninn. Þetta var jafn leikur en við náðum ekki þessu lokaskrefi. Ef við hefðum náð forystunni þá held ég að þetta hefði spilast öðruvísi. Til hamingju Stjarnan, þeir voru betra liðið í dag,“ sagði Borche við Andra Má Eggertsson eftir leik í dag. Stjarnan hafði mikla yfirburði í fráköstum í leiknum. Þeir unnu frákastabaráttuna 50-27 og þar af sóknarfráköstin 19-5. Shaquille Rombley reynir að sækja frákast.Vísir/Pawel „Þegar við skoðum tölfræðina og fráköstin þá taka þeir nærri því tvöfalt fleiri. Þeir sem stjórna fráköstunum stjórna leiknum. Nokkrir minna leikmanna spiluðu ekki eins og ég bjóst við. Við þurfum meira frá öðrum leikmönnum, Falko getur ekki gert þetta einn. Hann átti frábæran leik en við þurfum að hjálpa honum, þetta er liðsíþrótt,“ en Jacob Falko skoraði 41 stig fyrir ÍR í kvöld. Borche hrósaði Ægi Þór Steinarssyni leikmanni Stjörnunnar og sagði það ekkert hafa komið sérlega mikið á óvart að hann hafi ekki verið settur til höfuðs Jacob Falko. „Ægir átti mjög góðan leik og það kemur ekki á óvart, hann er líklega besti leikstjórnandinn í deildinni. Hins vegar á okkar leikskipulag að virka. Hann fékk opin þriggja stiga skot í byrjun sem gaf honum sjálfstraust. Hann var mjög góður í kvöld.“ Matej Kavas hefur verið í stóru hlutverki hjá ÍR í vetur. Hann hefur skorað 16 stig að meðaltali og hitt úr um það bil 45% þriggja stiga skota sinna. Hann setti hins vegar ekki eitt slíkt niður í kvöld og skoraði aðeins tvö stig í leiknum. Matej Kavas náði sér ekki á strik og Borche Ilievski þjálfari ÍR gagnrýndi hann eftir leik.Vísir/Pawel „Ég held að Kavas þurfi að vera jákvæðari, þetta snýst um hvernig hann nálgast leikinn og hugarfarið. Hann þarf að vera jákvæðari. Þetta er úrslitakeppnin og við þurfum að njóta. Við eigum ekki að vera stressaðir, enginn er að búa til eitthvað stress.“ „Við þurfum bara að mæta og berjast og njóta leiksins. Þetta snýst um karakter hjá honum, hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa. Vonandi breytist þetta í næsta leik.“ Bónus-deild karla ÍR Stjarnan Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
„Ég held að úrslitin gefi ekki rétta mynd af leiknum. Við missum einbeitingu og Stjarnan nær góðri forystu. Oft á tíðum vorum við nálægt þeim og minnkuðum muninn. Þetta var jafn leikur en við náðum ekki þessu lokaskrefi. Ef við hefðum náð forystunni þá held ég að þetta hefði spilast öðruvísi. Til hamingju Stjarnan, þeir voru betra liðið í dag,“ sagði Borche við Andra Má Eggertsson eftir leik í dag. Stjarnan hafði mikla yfirburði í fráköstum í leiknum. Þeir unnu frákastabaráttuna 50-27 og þar af sóknarfráköstin 19-5. Shaquille Rombley reynir að sækja frákast.Vísir/Pawel „Þegar við skoðum tölfræðina og fráköstin þá taka þeir nærri því tvöfalt fleiri. Þeir sem stjórna fráköstunum stjórna leiknum. Nokkrir minna leikmanna spiluðu ekki eins og ég bjóst við. Við þurfum meira frá öðrum leikmönnum, Falko getur ekki gert þetta einn. Hann átti frábæran leik en við þurfum að hjálpa honum, þetta er liðsíþrótt,“ en Jacob Falko skoraði 41 stig fyrir ÍR í kvöld. Borche hrósaði Ægi Þór Steinarssyni leikmanni Stjörnunnar og sagði það ekkert hafa komið sérlega mikið á óvart að hann hafi ekki verið settur til höfuðs Jacob Falko. „Ægir átti mjög góðan leik og það kemur ekki á óvart, hann er líklega besti leikstjórnandinn í deildinni. Hins vegar á okkar leikskipulag að virka. Hann fékk opin þriggja stiga skot í byrjun sem gaf honum sjálfstraust. Hann var mjög góður í kvöld.“ Matej Kavas hefur verið í stóru hlutverki hjá ÍR í vetur. Hann hefur skorað 16 stig að meðaltali og hitt úr um það bil 45% þriggja stiga skota sinna. Hann setti hins vegar ekki eitt slíkt niður í kvöld og skoraði aðeins tvö stig í leiknum. Matej Kavas náði sér ekki á strik og Borche Ilievski þjálfari ÍR gagnrýndi hann eftir leik.Vísir/Pawel „Ég held að Kavas þurfi að vera jákvæðari, þetta snýst um hvernig hann nálgast leikinn og hugarfarið. Hann þarf að vera jákvæðari. Þetta er úrslitakeppnin og við þurfum að njóta. Við eigum ekki að vera stressaðir, enginn er að búa til eitthvað stress.“ „Við þurfum bara að mæta og berjast og njóta leiksins. Þetta snýst um karakter hjá honum, hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa. Vonandi breytist þetta í næsta leik.“
Bónus-deild karla ÍR Stjarnan Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira