„Mæti honum með bros á vör“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. apríl 2025 21:48 David Okeke og Domynikas Milka í baráttunni undir körfunni. vísir / diego „Mjög erfiður leikur, eins og á að vera í úrslitakeppninni, ég er ánægður með að við höfum staðið saman fram á síðustu mínútu, spilað af hörku og sótt sigurinn“ sagði miðherjinn David Okeke eftir 89-95 sigur Álftaness á útivelli í fyrsta leik gegn Njarðvík, þar sem hann háði harða baráttu við fyrrum liðsfélaga sinn Domynikas Milka. Okeke lenti snemma í villuvandræðum en kom inn undir lokin og kláraði leikinn af krafti. „Ég var mjög mótiveraður, reiður jafnvel, en þetta er körfubolti og maður verður að halda áfram. Sýna hvað í manni býr og ég gerði það… Ég var auðvitað ekki ánægður [með villurnar sem voru dæmdar á mig] en það er bara eins og það er. Ég var kannski aðeins of aggressívur, en aðalmálið er að við unnum leikinn.“ Baráttan milli miðherjanna, Okeke og Dominykas Milka hjá Njarðvík, var hörð undir körfunni í kvöld og mun án efa ráða miklu um úrslit einvígisins. Þeir þekkjast frá tímanum saman sem leikmenn Keflavíkur og takast alltaf vel á. „Ekki spurning, þetta verður alltaf hörð barátta. Ég þekki hann vel eins og þú segir síðan í Keflavík og það er alltaf gaman að keppa við einn besta miðherja deildarinnar, sem hann er. Reynslumikill leikmaður og ég mæti honum með bros á vör.“ Undir lok leiks hneig Okeke til jarðar og hélt um hjartað, sem hefur áður verið til vandræða. Hræðsla fór um húsið en hann var fljótur aftur á fætur og lyfti þumli til að gefa í skyn að allt væri í góðu. Rétt áður en það gerðist hafði Okeke sett mikilvæg stig og áhorfendur stóðu á fætur til að syngja nafn hans. „Ég er í góðu lagi og tilbúinn í næsta leik… Það er frábær tilfinning og ég vil þakka áhorfendum fyrir þeirra stuðning. Þau gefa mér hvatningu til að halda áfram sama hvað, hvort sem ég er í villuvandræðum eða öðrum vandræðum. Þetta er það besta við Álftanes, samfélagið í kringum liðið, þau hvöttu mig til að halda áfram og ég hugsaði bara: Allt í lagi, þið þurfið ekki að segja meira, kýlum á þetta“ sagði Okeke að lokum. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Okeke lenti snemma í villuvandræðum en kom inn undir lokin og kláraði leikinn af krafti. „Ég var mjög mótiveraður, reiður jafnvel, en þetta er körfubolti og maður verður að halda áfram. Sýna hvað í manni býr og ég gerði það… Ég var auðvitað ekki ánægður [með villurnar sem voru dæmdar á mig] en það er bara eins og það er. Ég var kannski aðeins of aggressívur, en aðalmálið er að við unnum leikinn.“ Baráttan milli miðherjanna, Okeke og Dominykas Milka hjá Njarðvík, var hörð undir körfunni í kvöld og mun án efa ráða miklu um úrslit einvígisins. Þeir þekkjast frá tímanum saman sem leikmenn Keflavíkur og takast alltaf vel á. „Ekki spurning, þetta verður alltaf hörð barátta. Ég þekki hann vel eins og þú segir síðan í Keflavík og það er alltaf gaman að keppa við einn besta miðherja deildarinnar, sem hann er. Reynslumikill leikmaður og ég mæti honum með bros á vör.“ Undir lok leiks hneig Okeke til jarðar og hélt um hjartað, sem hefur áður verið til vandræða. Hræðsla fór um húsið en hann var fljótur aftur á fætur og lyfti þumli til að gefa í skyn að allt væri í góðu. Rétt áður en það gerðist hafði Okeke sett mikilvæg stig og áhorfendur stóðu á fætur til að syngja nafn hans. „Ég er í góðu lagi og tilbúinn í næsta leik… Það er frábær tilfinning og ég vil þakka áhorfendum fyrir þeirra stuðning. Þau gefa mér hvatningu til að halda áfram sama hvað, hvort sem ég er í villuvandræðum eða öðrum vandræðum. Þetta er það besta við Álftanes, samfélagið í kringum liðið, þau hvöttu mig til að halda áfram og ég hugsaði bara: Allt í lagi, þið þurfið ekki að segja meira, kýlum á þetta“ sagði Okeke að lokum.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira