Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. apríl 2025 10:34 Páll Óskar og Antonio fengu sér húðflúr á baugfingur í stað þess að vera hringa. Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, og eiginmaður hans, Edgar Antonio Lucena Angarita, fögnuðu eins árs brúðkaupsafmæli sínu þann 27. mars síðastliðinn. Í tilefni dagsins ákváðu þeir að fá sér húðflúr á baugfingur í stað þess að bera hefðbundna hringa. Palli deildi myndskeiði af sér og Antonio á Instagram þar sem má sjá þá með nýju flúrin. Þar má einnig sjá þegar Palli er að fá flúrið á sig, emjandi og hlæjandi af sársauka: „Fokk fokk fokkedífokk fokk fokk“ „Eins árs brúðkaupsafmæli (27. mars) og við Antonio fengum okkur tattoo í tilefni dagsins. Ég hef aldrei fengið mér tattoo og emjaði eins og stunginn grís við barnsburð. Takk @brynjarbtattoo og takk Antonio fyrir að vera besti eiginmaður í heimi,“ skrifaði Palli við færsluna á Instagram. Palli útskýrir að hvorki hann né Antonio séu mikið fyrir skart eða hringi. „Núna erum við búnir að setja upp hringana. Tattú eftir Brynjar, við erum með rúnir sem eru blanda af stöfunum P og A.“ View this post on Instagram A post shared by Páll Óskar (@palloskar) Páll Óskar og Antonio gengu í hjónaband þann 27. mars í fyrra við litla og fallega athöfn í stofunni heima. „Við munum endurtaka þetta síðar með öllum sem við þekkjum í risabrúðkaupsveislu. Takk, Edgar Antonio Lucena Angarita, ástin í lífi mínu og núna maðurinn minn. Allir sem þekkja mig segja það sama: þau hafa aldrei séð mig svona hamingjusaman í lífinu. Ég ætla að vera besti eiginmaður í heimi, og ákkurat þegar þú heldur að ég geti ekki orðið betri fyrir þig, þá mun ég halda áfram að koma þér á óvart, bæta mig meira og verða bara betri. Cada día es un Aventura! Ég elska þig. Þinn, Palli,“ skrifaði hann í færslu Facebook. Þeir kynntust í janúar árinu áður í gegnum stefnumótaforritið Gindr, sem má segja að sé Tinder fyrir homma. Í samtali við Vísi nokkrum mánuðum síðar sagði Palli allt í ferlinu hafa komið sér á óvart. „Mér raðbrá. Ég var svo ofsalega litaður af ákveðnum hugmyndum sem ég fékk að láni frá gömlum bíómyndum hvernig allt eigi að ganga fyrir sig en fattaði svo að ég er alinn upp á mannskemmandi ranghugmyndum. Á sama tíma og hann tilkynnti um sambandið gaf hann út lagið Galið gott, sem fjallar um Edgar og ástina. Þá fór hann á dýptina og ræddi listina, stefnumótaforritið Grindr, ástarsorg og fleira. Ástin og lífið Brúðkaup Húðflúr Tengdar fréttir Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari kjálkabrotnaði illa eftir að hann féll í yfirlið á heimili sínu á sunnudaginn. Hann segir ástæðuna fyrir yfirliðinu mega rekja til hjartagalla en hann hefur verið á hjartalyfjum síðustu þrjú ár. Páll Óskar gefur í dag út nýtt lag, tekur meiðslunum af æðruleysi og ætlar að vera kominn aftur á svið eftir örfáa mánuði. 31. janúar 2025 10:57 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
Palli deildi myndskeiði af sér og Antonio á Instagram þar sem má sjá þá með nýju flúrin. Þar má einnig sjá þegar Palli er að fá flúrið á sig, emjandi og hlæjandi af sársauka: „Fokk fokk fokkedífokk fokk fokk“ „Eins árs brúðkaupsafmæli (27. mars) og við Antonio fengum okkur tattoo í tilefni dagsins. Ég hef aldrei fengið mér tattoo og emjaði eins og stunginn grís við barnsburð. Takk @brynjarbtattoo og takk Antonio fyrir að vera besti eiginmaður í heimi,“ skrifaði Palli við færsluna á Instagram. Palli útskýrir að hvorki hann né Antonio séu mikið fyrir skart eða hringi. „Núna erum við búnir að setja upp hringana. Tattú eftir Brynjar, við erum með rúnir sem eru blanda af stöfunum P og A.“ View this post on Instagram A post shared by Páll Óskar (@palloskar) Páll Óskar og Antonio gengu í hjónaband þann 27. mars í fyrra við litla og fallega athöfn í stofunni heima. „Við munum endurtaka þetta síðar með öllum sem við þekkjum í risabrúðkaupsveislu. Takk, Edgar Antonio Lucena Angarita, ástin í lífi mínu og núna maðurinn minn. Allir sem þekkja mig segja það sama: þau hafa aldrei séð mig svona hamingjusaman í lífinu. Ég ætla að vera besti eiginmaður í heimi, og ákkurat þegar þú heldur að ég geti ekki orðið betri fyrir þig, þá mun ég halda áfram að koma þér á óvart, bæta mig meira og verða bara betri. Cada día es un Aventura! Ég elska þig. Þinn, Palli,“ skrifaði hann í færslu Facebook. Þeir kynntust í janúar árinu áður í gegnum stefnumótaforritið Gindr, sem má segja að sé Tinder fyrir homma. Í samtali við Vísi nokkrum mánuðum síðar sagði Palli allt í ferlinu hafa komið sér á óvart. „Mér raðbrá. Ég var svo ofsalega litaður af ákveðnum hugmyndum sem ég fékk að láni frá gömlum bíómyndum hvernig allt eigi að ganga fyrir sig en fattaði svo að ég er alinn upp á mannskemmandi ranghugmyndum. Á sama tíma og hann tilkynnti um sambandið gaf hann út lagið Galið gott, sem fjallar um Edgar og ástina. Þá fór hann á dýptina og ræddi listina, stefnumótaforritið Grindr, ástarsorg og fleira.
Ástin og lífið Brúðkaup Húðflúr Tengdar fréttir Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari kjálkabrotnaði illa eftir að hann féll í yfirlið á heimili sínu á sunnudaginn. Hann segir ástæðuna fyrir yfirliðinu mega rekja til hjartagalla en hann hefur verið á hjartalyfjum síðustu þrjú ár. Páll Óskar gefur í dag út nýtt lag, tekur meiðslunum af æðruleysi og ætlar að vera kominn aftur á svið eftir örfáa mánuði. 31. janúar 2025 10:57 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari kjálkabrotnaði illa eftir að hann féll í yfirlið á heimili sínu á sunnudaginn. Hann segir ástæðuna fyrir yfirliðinu mega rekja til hjartagalla en hann hefur verið á hjartalyfjum síðustu þrjú ár. Páll Óskar gefur í dag út nýtt lag, tekur meiðslunum af æðruleysi og ætlar að vera kominn aftur á svið eftir örfáa mánuði. 31. janúar 2025 10:57
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“