Sagði Fernandes að hann færi hvergi Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2025 09:31 Ruben Amorim er búinn að gefa landa sínum Bruno Fernandes skýr skilaboð. Getty/Marc Atkins Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segir ekki koma til greina að fyrirliðinn Bruno Fernandes fari frá félaginu í sumar. Hann ræddi einnig um þá Antony og Marcus Rashford sem verið hafa að gera það gott sem lánsmenn í burtu frá United. United mætir Nottingham Forest í kvöld þegar enska úrvalsdeildin hefst loks að nýju eftir landsleikja- og bikarhlé. Þar verður Fernandes væntanlega á ferðinni eins og vanalega enda missir þessi þrítugi miðjumaður varla úr leik með United. Hann var um helgina orðaður við Real Madrid sem sagt var íhuga að greiða 80-90 milljónir punda fyrir Portúgalann en samkvæmt Amorim er sala ekki inni í myndinni. „Nei, það mun ekki gerast. Hann er ekki að fara neitt vegna þess að ég er þegar búinn að segja honum það,“ sagði Amorim á blaðamannafundi í gær og brosti, við hlátur viðstaddra. "He's not going anywhere, because I already told him" 🤝Ruben Amorim on Bruno Fernandes leaving the club this summer 🔴 pic.twitter.com/pnnQ16G44t— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 1, 2025 Fernandes hefur skorað sextán mörk í öllum keppnum á þessu tímabili og er eini leikmaður United sem náð hefur tveggja stafa tölu í þeim efnum. Hann skoraði fimm mörk, þar á meðal þrennu gegn Real Sociedad, í síðustu vikunni fyrir landsleikjahléið. Látbragðið sýni hve mikið hann þrái árangur Aðeins Mohamed Salah (54) og Erling Haaland (33) eru með fleiri samanlögð mörk og stoðsendingar en Fernandes (31) í ensku úrvalsdeildinni í vetur. United er hins vegar aðeins í 13. sæti. „Við viljum vinna úrvalsdeildina eftur svo við viljum að bestu leikmennirnir séu áfram hjá okkur. Hann er þrítugur en hann er enn ungur því hann spilar 55 leiki á tímabili og hefur komið að minnst 30 mörkum. Við höfum stjórn á stöðunni en ég tel að hann sé mjög ánægður hérna því hann skilur hvað við ætlum okkur. Hann er líka stuðningsmaður Manchester United svo hann hefur tilfinningarnar. Stundum þegar hann sýnir vonbrigði sín, sem allir sjá og segja kannski að hæfi ekki fyrirliða, þá sést bara hvað hann vill þetta mikið. Svona leikmann viljum við hafa,“ sagði Amorim. Rashford toppleikmaður ef hann vill Hann var einnig spurður út í Marcus Rashford sem um helgina skoraði sín fyrstu mörk fyrir Aston Villa þegar liðið komst áfram í undanúrslit enska bikarsins. Rashford var einnig valinn í enska landsliðið á dögunum vegna frammistöðu sinnar með Villa eftir að hann kom að láni frá United í janúar. „Ég þekki Rashford mjög vel og allir þekkja hæfileikana sem hann hefur. Ég hef rætt um það áður. Hann er toppleikmaður, ef hann vill það. Ég er því ekki hissa. Það er gott fyrir okkur að sjá að honum gangi vel í lánsdvölinni,“ sagði Amorim. Hann vildi hins vegar lítið tjá sig um Antony sem er að gera það góða hluti með Real Betis að liðsfélagi hans, Isco, kallaði eftir hópfjármögnun svo að hann yrði áfram hjá spænska félaginu eftir að lánstíminn rennur út í sumar. „Að Antony snúi aftur? Ég er með áætlanir fyrir framtíðina en ég vil ekki ræða framtíðina núna. Ég vil bara einbeita mér að komandi leikjum,“ sagði Amorim. Enski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Sjá meira
United mætir Nottingham Forest í kvöld þegar enska úrvalsdeildin hefst loks að nýju eftir landsleikja- og bikarhlé. Þar verður Fernandes væntanlega á ferðinni eins og vanalega enda missir þessi þrítugi miðjumaður varla úr leik með United. Hann var um helgina orðaður við Real Madrid sem sagt var íhuga að greiða 80-90 milljónir punda fyrir Portúgalann en samkvæmt Amorim er sala ekki inni í myndinni. „Nei, það mun ekki gerast. Hann er ekki að fara neitt vegna þess að ég er þegar búinn að segja honum það,“ sagði Amorim á blaðamannafundi í gær og brosti, við hlátur viðstaddra. "He's not going anywhere, because I already told him" 🤝Ruben Amorim on Bruno Fernandes leaving the club this summer 🔴 pic.twitter.com/pnnQ16G44t— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 1, 2025 Fernandes hefur skorað sextán mörk í öllum keppnum á þessu tímabili og er eini leikmaður United sem náð hefur tveggja stafa tölu í þeim efnum. Hann skoraði fimm mörk, þar á meðal þrennu gegn Real Sociedad, í síðustu vikunni fyrir landsleikjahléið. Látbragðið sýni hve mikið hann þrái árangur Aðeins Mohamed Salah (54) og Erling Haaland (33) eru með fleiri samanlögð mörk og stoðsendingar en Fernandes (31) í ensku úrvalsdeildinni í vetur. United er hins vegar aðeins í 13. sæti. „Við viljum vinna úrvalsdeildina eftur svo við viljum að bestu leikmennirnir séu áfram hjá okkur. Hann er þrítugur en hann er enn ungur því hann spilar 55 leiki á tímabili og hefur komið að minnst 30 mörkum. Við höfum stjórn á stöðunni en ég tel að hann sé mjög ánægður hérna því hann skilur hvað við ætlum okkur. Hann er líka stuðningsmaður Manchester United svo hann hefur tilfinningarnar. Stundum þegar hann sýnir vonbrigði sín, sem allir sjá og segja kannski að hæfi ekki fyrirliða, þá sést bara hvað hann vill þetta mikið. Svona leikmann viljum við hafa,“ sagði Amorim. Rashford toppleikmaður ef hann vill Hann var einnig spurður út í Marcus Rashford sem um helgina skoraði sín fyrstu mörk fyrir Aston Villa þegar liðið komst áfram í undanúrslit enska bikarsins. Rashford var einnig valinn í enska landsliðið á dögunum vegna frammistöðu sinnar með Villa eftir að hann kom að láni frá United í janúar. „Ég þekki Rashford mjög vel og allir þekkja hæfileikana sem hann hefur. Ég hef rætt um það áður. Hann er toppleikmaður, ef hann vill það. Ég er því ekki hissa. Það er gott fyrir okkur að sjá að honum gangi vel í lánsdvölinni,“ sagði Amorim. Hann vildi hins vegar lítið tjá sig um Antony sem er að gera það góða hluti með Real Betis að liðsfélagi hans, Isco, kallaði eftir hópfjármögnun svo að hann yrði áfram hjá spænska félaginu eftir að lánstíminn rennur út í sumar. „Að Antony snúi aftur? Ég er með áætlanir fyrir framtíðina en ég vil ekki ræða framtíðina núna. Ég vil bara einbeita mér að komandi leikjum,“ sagði Amorim.
Enski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Sjá meira